Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.07.1988, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 28.07.1988, Blaðsíða 16
VÍKUR 16 Fimmtudagur 28. júlí 1988 Berg hf. er í fullu fjöri Tilkynnum viðskiptavinum vorum að sú breyting hefur orðið á nafni fyrirtækisins, að því hefur nú verið breytt í BERG HF. (í stað Bifreiða- verkstæðisins Berg) og höfum við opið hér eftir sem áður. Allar almennar bílaviðgerðir. Verið velkomin til viðskipta. Grófinni 14 - Keflavík t Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför HELGU ATLADÓTTUR Houston, Texas. Fyrir hönd barna, systkina og annarra vanda- manna. Kristin Ögmundsdóttir Garver Sherry Sebek Skrifstofur Víkur-frétta verða lokaðar vegna sumar- leyfa frá 1. - 7. ágúst. Opnum aftur 8. ágúst. Víkurfréttir | jUttU Grindvíkingar sigursælir í sveitastjórnamötinu í golfi Grindvíkingar komu sáu og sigr- uðu í sveitastjórnamótinu i golfi sem haldið vará Hólmsvelli í Leiru i siðustu viku. Alls mættu II lið til leiks, sent er mesta þátttaka I mótinu l'rá upphafi, en það var nú Italdið i 16. sinn. B-sveit Grindavíkurbæjar kom á óvart með frábærri frammistöðu og sigraði á 74 böggunt. I liðinu voru þeir Guðmundur Kristjáns- son og Ólafur Guðbjartsson, en meðspilarar voru þeir Jóhann Benediktsson og Steinar Sigtryggsson. A-sveit Sandgerð- inga kom skammt á áeftir í 2. sæti með 77 liögg en þeirra sveit var skipuð þeim Agli Ólafssyni, Ólafi Gunnlaugssynu og Sigurjóni Jónssyni. Annars urðu úrslit þessi: 3.-4. A-sveit Grindavíkur .. 80 3.-4. Sveit Njarðvíkur.. 80 5.-6. B-sveit Keflavíkur .... 82 5.-6. B-sveit Miðneshrepps . 82 7. A-sveit Keflavíkur .... 83 8. Sveit Hafnahrepps ..... 88 9. B-sveit Njarðvíkur .... 91 10. Sveit S.S.S.............92 11. Sveit Gerðahrepps ..... 95 Lins og venja er þá var sérstakt púttmót sveitastjórnarmanna og þar sigraði Bjarni Andrésson, nú- verandi formaður S.S.S. Hann munaði ekki um að leika hringinn á 3 undir pari eða 33 höggum. Arnar og Karen best Opna hjóna- og parakeppni G.S. var haldin í Leirunni á föstu- dag. Yngsta parið í keppninni, Karen Sævarsdóttir og Arnar Ást- þórsson úr Keflavík, léku á besta skorinu, 82 höggum, og urðu jafn- framt í 2. sæti með forgjöf á 71 höggi. Sigurvegarar urðu þau Karl Bjarnason og Hildur Þorsteins- dóttir úr Keili á 70 höggum. Grindvíkingar vildu Jón Kr. Körfuknattleiksmaðurinn snjalli úr IBK, Jón Kr. Gíslason, fékk mjög freistandi tilboð frá Grindvíkingum um að taka að sér þjálfun liðsins og að leika með því. Jón Kr. afþakkaði gott boð og ætlar að einbeita sér að körfunni með félögum sínum úr ÍBK í vetur, sern stefna á titilsigra. UMFN ekki með meistaraflokk? Njarðvíkmgar sitja sem kunn- ugt er á botni 3. deildar íslands- mótsins í knattspyrnu. Liðið má muna sinn fífil fegurri en nú biður lítið annað en fjórða deild- in að öllum líkindum. Hafa heyrst raddir um það að „hvila" meistaralJokkinn næsta eða næstu ár og leggja áherslu á yngri flokkana. Bogi Þorsteinsson sjötugur Afmæliskveðja Vinur rninn, Bogi Þorsteinsson, ylir-llugumferðarstjóri, I Ijallaveg 7, verður 70 ára 2. ágúst n.k. Bogi fæddist að Ljársskógarseli, Laxárdalshreppi. Foreldrar hans voru Þorsteinn Gíslason bóndi og kona hans Alvilda F.M. Boga- dóttir, en Bogi ólst upp hjá afa sínum Boga Sigurðssyni kaupmanni í Búðardal og seinni konu hans Ingibjörgu Sigurðar- dóttur. Bogi er frá árgangi 1933-1936 við Reykholtsskóla, og tók loft- skeytapróf 1941 og starfaði sem loftskeytantaður á ýmsum skipum á striðsárunum. þar á meðal e.s. Dettifossi, er honum var sökkt í febrúar 1945. Til Flugmálastjórnarinnar á Reykjavíkurflugvelli réðst hann 1946 og tók próf í flugumferðar- stjórn árið 1947, fór utan í fram- haldsnám til Bandaríkjanna 1951 til 1954 ásamt ýmsum námsferð- um viðvíkjandi starfi á árunum ’51-’57. Bogi var skipaður flugumferð- arstjóri 1948 og svo yfir-flugum- ferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli 1. júní 1951 og gegndi því starfi þar til hann fór á eltirlaun í ágúst 1985. Bogi var einnig settur flug- vallarstjóri á Keflavíkurflugvelli 1955-1956 og svo oftar styttri tímabil í fjarveru llugvallarstjóra. Afskipti Boga af félagsmálum eru margvísleg og breytileg, en llestir hér á Suðurnesjum sent og víðar þekkja ltann vegna afskipta af körfuknattleik, og er hann þvi réttnefndur faðir (afi) körfuknatt- leiksins á Islandi. Hann þýddi til dæntis fyrstu Alþjóðakörfuknatt- leiksreglur FIBA yfir á íslensku, varð lyrsti forntaður K.K.Í., eða frá stofnun þess 1961 til 1969. Stofnandi og formaður ÍK 1951 til 1959, en ÍKF urðu fyrstu ís- landsmeistarar í körfuknattleik 1952. Bogi var aðalhvatamaður þess að ÍKF gengi í UMFN og stofnaði körfuknattleiksdeild þar sem allir landsmenn kannast vel við í dag, varð síðan formaður UMF’N 1970 til 1978. Bogi hefur setið í stjórn íþrótta- bandalags Suðurnesja 1952 til 1953 og 1957 til 1958, i stjórn F.R.Í. 1952 til ’54, í stjórn knatt- spyrnudómstóls K.S.Í. 1956-1958 og að sjálfsögðu fulltrúi KKÍ í Olympíunefnd um árabil, farar- stjóri íslenska landsliðsins i körfu- knattleik i fjölda ferða til útlanda, nt.a. Bandaríkjanna og Canada, og sótti fjöldan allan af alþjóða- þingunt körfuknattleiksmanna í þrent heimsálfum. Að auki var Bogi formaður sjálfstæðislélagsins Mjölnis, sem starfaði á Keflavíkurflugvelli frá 1955 til 1961, svo og formaður sjálfstæðisflégsins Njarðvíkings i tvö ár, sat í vmsum nefndum fvrir Njarðvíkurbæ, síðast í sáttanefnd 1978 til 1981. Fréttarilari Morg- unblaðsins á Keflavíkurflugvelli var hann um árabil. Bogi var í stjórn Félags flug- málastarfsmanna ríkisins frá 1946 til 1950, í stjórn Lionsklúbbs Njarðvíkur 1984 til '85 og í undir- búningsnelnd að stofnun (stoln- andi) að Gollklúbbi Suðurnesja. Bogi hefur hlotið ýntsar viður- kenningar fyrir störf sín að félags- málum, þará meðal Afmæliskross ÍSÍ - 1960 Gullmerki K.K.Í. og Í.S.Í., svo og frá Knattspyrnufé- lagi Vals og Club-de Luxemborg, Silfurmerki frá F.R.Í. og körfu- knattleikssambandi Danmerkur. Bogi var kjörinn ævifélagi UMFN 1978 og heiðursfélagi körfuknattleiksnelndarinnar í mars 1985. Eg hefaf veikum ntætti reynt að telja upp hin margvíslegu störf Boga um árin, og ef ég færi að ritja upp allar skemmtilegu ferðirnar á „íitla gula jeppanum” í hinar ýmsu keppnisferðir sent og aðrar santverustundir með honum, þyrfti ég heilt blað, þvi fórnfúsari og kunnugri manni unt hin ýmsu málefni er erfitt að finna og vænti ég þess að ég og íjölskylda min eigi eftir að njóta þess um ókomin ár, sem ég veit að vinir og kunningjar taka undir með mér. Með þessum fátæklegu upprifj- un óska ég Boga til hamingju nteð afmælið, en hann mun taka á móti gestum í Sjálfstæðishúsinu í Njarð- vík, Hólagötu 15, þriðjudaginn 2. ágúst n.k. kl. 20-22. lngi Gunnarsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.