Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.07.1988, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 28.07.1988, Blaðsíða 19
\)iKur< Utuut Fimmtudagur 28. júlí 1988 19 Lfkamsræktaræði í Keflavík Það litur út fyrir að lausn hins lata Suðurnesjamanns sé fundin, því um miðjan ágúst mun opna líkamsræktarstöð að Hafnargötu 25 i Keflavík. Er umrædd stöð í anda þeirrar stöðvar sem Oskar Færseth er að opna við hliðina. Var stöð af þessari tegund fyrst kynnt í Evrópu á liðnu hausti, en líkamsræktarstöðin er banda- rísk að uppruna og heitir „Splender You“, sem stendur saman af sex mismunandi bekkjum, sem eru rafknúnir og hver um sig notaður í tíu mínútur í senn. Að sjálfsögðu er líkams- ræktarstöðin ekki einungis ætluð lötum einstaklingum, því nokkuð er um að íþrótta- menn stundi tækin. Algengur árangur er að 17 sentimetrar hafi horfið utan af notendum eftir fjórar til fimm umferðir í tækjunum. Eigendur stöðvarinnar að Hafnargötu 25 eru Ólafur Eyj- ólfsson og Bergþóra Jóhanns- dóttir. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur: Nýr Benz f flotann Nýr 33 manna fólksflutn- ingabíll af gerðinni Mercedes Benz 0-303 árgerð 1988 bætist í flota SBK í dag. Bíllinn er búinn öllum helstu þægindum sem hægt er að hafa. Þar má telja hægindastóla fyrir farþega og bílstjóra, litað gler, ísskáp o.fl. Bíllinn er keyptur beint frá Þýskalandi, þar sem honum hefur verið ekið 20.000 km. Að sögn Vilhjálms Ketils- sonar bæjarstjóra, mun þessi bíll koma í góðar þarfir bæði í hópferðir sem og áætlunar- ferðir sem minna er um farþega. SBK hefur haft nóg að gera í hópferðum í sumar og hefur verið skortur á bílum frekar en hitt. Kaupverð bifreiðarinnar er um 8V2 milljón. Smáauglýsingar Garöaúðun Úða með nýjustu áhöldum. 100% árangur. Sími 12794 og 15880. Sturlaugur Ólafsson Garðaúðun Tek að mér að úða garða. Úða einnig gegn roöamaur. Emil Krist- jánsson, símar 14885 og 14622. Ökukennsla Kenni á nýja bifreið. Gylfi Guð- mundsson, ökukennari, sími 14380. Stúlka óskast Ungur og efnilegur bifvélavirki óskar eftir að kynnast stúlku til að eyða með verslunarmannahelg- inni. Splæsi á útihátíðina á Mel- gerðismelum, einnig fari fram og til baka. Á gott tjald og svefnpoka. Uppl. i síma 11310. Til sölu 1/4 hluti i TF-SPK, sem er Piper, er til sölu. Upplýsingar í síma 15969 eftir kl. 20. Iðnaðarhúsnæði Til leigu 85 ferm. iðnaðarhús- næði í Grófinni. Uppl. í síma 11746 eða 11950. Til leigu 2ja herb. íbúð. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 15369 eða 91- 675219. Blár og hvítur páfagaukur fannst nýlega við Kirkjuveg 19 i Keflavík. Upplýs- ingar í síma 12126. Til leigu Nýlegt 130 ferm. einbýlishús til leigu nú þegar i Höfnum. Uppl. í síma 16900 eftir kl. 17. Til sölu ný vatnsrúmdýna ásamt hitara og hitastilli, stærð 215x150. Einnig 2 notaðar springdýnur. Uppl. i sima 12357. Atvinna og húsnæði óskast Hjón með,4 börn óska eftir at- vinnu og husnæði. Skilyrði að gott húgheéði fáist. Uppl. í síma 91-79039.' TIL HÖFUÐS SJÁVARSELTUNNI ÞAKLEKI - RYÐVÖRN HÚSMÁLUN - EINANGRUN 10-20 ÁRA ÁBYRGÐ Bjóöum bandaríska hágæ’ðavöru til þéttingar þaka og húsa (jafnvel ryðgaðraj, pappa (asfalt), asbest- og steinsteypuþökum (t.d. bílskúrsþök) t - Ráðleggjum og gerum tilbcjö eftir.óskum og án skuldbindinga. Séndum bæk'Jmga. Otrúlega hagstætt vterð.. GARÐASMIÐJAN S/F Lyngási 15, Garðabæ simi 53679, kvöld- og helgarsimar 51983/42970 orðvar Njarðvík breyttist úr ljótum andarunga í fallegan svan Sjaldan eða aldrei liefur annað eins átak verið gert i umhverfismálum á Suðurnesj- um og nú í sumar. Svo almenn og árangursrík er þátttakan í þessu átaki, að þess sér ulls staðar nierki, í öllum sveitar- félögunum. Umsjónarmenn Flugstöðvarinnar niega gjrn- an taka sig á, cf fram heldur sem hprfir, í snyrtimennsk- unni. Aburðardreifing Land- græðsluvélarinnar er lofsverð, hún breytti grámyglulegum móanum í kring um stöðina í fagurgrænt engi, séð úr hæfi- legri Ijarlægð. Einhvcrn tíma verður afgangurinn af skreið- arhjöllunum fjarlægður og lagast þá umhverfið enn meir. „Bragð er að þá barnið finnur“, segireinhversstaðar. Siðustu helgar hefur brugðið svo við, þegar fjölskvldan fer í hina hefðbundnu sunnudags- ökuferð urn nágrennið, að börnin hafa sagt einum rómi: „Við skulum fara inn í Njarð- vík og sjá hvað hefur breyst í vikunni". Þó ýmislegt sé enn ógert í fegrunarmálum Njarð- víkinga, þá hefur bærinn þeirra breyst úr Ijóta andar- unganum í svan á nokkrum vikum. Þar eru grcinilcgustu merkin tim hvað hægt er að gera, ef Itugur fylgir máli. Helsta andlitslyfting Kefla- víkurbæjar er án efa Flug- hótelið við Hafnargöluna. Snyrtilegur Irágangur bygg- ingarinnar vekur ósvikna aðdáun þeirra sem nenna að líta í kringum sig. Þrátt fyrir stórar og miklar bygginga- frainkvæmdir í Grindavík, er bærinn hreinn og snyrtilegur. Öðruin bæjum fremur aí skaganum ber hann einkenni velmegunar og framsýni. í sama dús er hægt að nefna öll smærri sveitarfélögin á Suð- urnesjum. Lífskúnstnerinn Kikki í Höfnunum kom þeirri snjöllu hugmynd á framfæri, að fólk ætti að taka fiag í fóstur. Margir hafa farið að hans ráðum, og kemur árangur þess eflaust í Ijóseftirnokkur ár, þegar grænar vinjar konia í ljós víða í nágrenninu. En af hverju taka fjölskyldur sig ckki saman, eða félagasam- tök, og taka t.d. Stapann eða Miðnesheiðina í fóstur? Með sameiginlegu átaki er ýmis- legt hægt að gera, sem skapar ánægjulega útivist og þjappar íbúunum saman. Fyrir um 40- 50 árum stóð fámennur fé- lagsskapur í því að planta trjám í Háabjalla. Árangur- inn er löngu kominn í Ijós og sannar að þannig gæti allur Stapinn einhvern tíma litið út, kannski eftir 10, 20 eða 30 ár. Þegar ekið er eftir Garð- veginum framhjá Mánagrund og golfvellinum, er eins og öll óræktarsvæðin á Skaganum hrópi á mann og segi: Hvers eigum við að gjalda, hvenær kemur að okkur? Suðurnesja- menn, tökum höndum saman og sýnuin umhverfinu viðeigandi virðingu og rækt- arscmi, það er hluti af lífinu og tilvcrunni. í faliegu umhverfi líður manni best. ORÐVAR m % Po/ehlon Hafnargötu 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.