Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.07.1988, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 28.07.1988, Blaðsíða 11
10 Fimmtudagur 28. júli 1988 VUimnm* murt juiUt - segir Öskar Færseth, sportbúðareigandi, í Víkurfrétta-viðtali sko, hann gaf mér bara ekki nógan séns“. Þýðir ekkert að gefast upp Svo berst talið að fótboltan- um í dag. „Þetta er náttúrlega ekki nógu gotteinsogstendur. Það býr meira í liðinu en þeir hat'a sýnt. Það er nógur kraftur í þessum strákum, en þá vantar allt spil í lcikinn. Svo finnst mér iíka að það eigi að gefa ungu leikmönnunum lleiri tækifæri, því það fer að koma að svipaðri endurnýjun og var ’77. Ungu strákarnir þurfa líka að læra það, að stór nöfn tákna ekki neitt í fót- bolta, heldur það, hvernig þeir standa sig inni á vellinum. Þeir þurfa svolítið sterkari karaktcr ef þeir ætla sér að spila í 1. deildinni. Það þýðir ekkert að gefast bara upp og skipta um lið. Ég held að það sé eitt stærsta vandamálið hjá liðinu i dag, hve mikið ungu strákarnir tlýja í burtu. Svo held ég líka að það sé spurning hvort það cigi að vera að ráða þessa erlendu þjálfara hingað. Þetta er happdrætti um hvers konar menn við fáum, auk þess sem þeir virðast bara ekki ná nógu vel til strákanna, oft á tíðum vegna tungumálaerfið- leika". Gaman í „Old boys“ Óskar er sjálfur ekki af baki dottinn í fótböltanum og er nú á fullu með „Old boys“. „Það er mjög gaman í „Old boys“, þetta er afslappað og menn mæta þegar þeir vilja. Við höfum staðið okkur mjög vei hingað til og unnið alla þrjá leikina sem við höfum spilað. Framtiðin er líka björt hjá okkur, því ég tel að við eigum von á mörgum sterkum leikmötinum sem ganga upp úr meistaraflokki á næstu árum“, segir Óskar og hlær við. En hann er mikill dellukarl og því fer fjarri að hann láti fótboltann einan nægja. „I LÖGÐUM ALLT UNDIR I lann hefur sjómannsblóð í æðuni, hann lck knattspyrnu með meistaraflokki IBK um árabil, hann starfaði sem smiður í níu ár, fór í miliitíðinni á sjóinn em byrjaði síðan í verslun og viðskiptum er hann hóf störf hjá Byggingavali, |>ar sem hann varð síðan verslunarstjóri. Upp frá þessu fékk hann brennandi áhuga á verslunarmennsku og lagði allt sem hann átti undir til að eignast eigin verslun, sem hlaut nafnið SPORTBÚÐ ÓSKARS. Maðurinn er Óskar Færseth. Óskar er Keflvíkingur í húð og hár, eins og hann segir sjálf- ur, þó hann cigi ættir sínar að rekja norður í land og lil Vest- mannaeyja. Hér hefur hann búið alla sína ævi og er ekkert á leiðinni í burtu. Óskar, sem senn heldur upp á þrítugsaf- mæli sitt, fluttist ungur að árum að heiman og hóf búskap mcð konu sinni Ásdísi Guðbrandsdóttur. Þau hafa eignast saman tværdætur, þær Sylvíu Þóru, sem er á 7. ári, og Andreu Dögg, sem er 20 rnánaða. Mamma saumaði stuttbuxur Á sínum yngri árum stund- aði Óskar fótboltann af miklu kappi og er reyndar enn að. „Ég man að ég byrjaði sjö ára i að æfa fótbolta hjá Sigga Steindórs í KI'K. Þá fórég nið- ur á Birkiteig til Sigga og spurði hann hvort ég mætti koma á æfingu. Hann sagði já og þá var hlaupið heirn og mamma látin sauma stuttbux- ur. Upp frá því var fótboltinn númer eitt, tvö og þrjú". Þeg- ar Óskar var 18 ára komst hann í meiataraflokkslið IBK. „Þetta var '11 þegar Gullald- arárin voru að renna sitt skeið og „Hóbbi" var fenginn til að taka við liðinu sem samanstóð af mjög mörgum ungum strákum, sem lítið höfðu leikið með meistarílokki. Allirspáðu okkur bcinu falli í 2. deild, en við hnekktum öllum spám, héldum okkar sæti og fengum viðurnefnið „Ungu Ijónin". Eins og knattspyrnuáhuga- menn muna ellaust, þá lék Óskar stöðu bakvarðar ásamt Guðjóni Guðjónssyni og höfðu menn það oft á orði að þar færi minnsti og besti bak- varðadúett í heimi. Árið 1980 komst Óskar í landslið Islands og lék með því tvo leiki, gegn Finnum (1:1) og Færeyjum (2:1). „Síðan fórég líka í keppnisferð með lands- liðinu til Noregs og Svíþjóðar, en hanu Guðni (Kjartansson) u -.. Hér er baþvörðurinn bakvörð, bæjarstjórann sjálfan, Vilhjálm Ketilsson. Æskudraumur eð opna sportvöruverslun Talið berst nú að fyrri störf- um Óskars. 1 lann byrjaði sext- án ára að læra sniíðar hjá „Alla Kreml" og var 4 ár hjá honum i útivinnu. Þaðan lá leiðin til Þorvaldar Ólafsson- ar og vann Óskar þar á verk- stæðinu í 5 ár. „Ég kláraði samt aldrei sveinsprófið og sé reyndar svolítið cftir því í dag. Þetta var hins vegar lærdóms- ríkur tími, senr ég hefði ekki viljað missa af“. Eftir rúm níu ár við smiðar taldi Óskar sig vera búinn að fá nóg og sótti um starf sem af- greiðslumaður i nýrri bygg- ingavörubúð, Byggingavali, sem opna átti við_ lilið Tré- jsmiðju Þorvaldar Ólafssonar. Var Óskar ráðinn þar, og eftir rúma 8 mánuði í starfi var hann gerður að verslunar- stjóra. „Þá kviknaði verslun- aráhuginn fyrst af alvöru ogég fór að hugsa með mér að það gæti verið gampn að eignast eigin verslun. Allt frá því ég var gutti hafði það reyndar an hans, en kom ser vel fyrtr okkur Pálu, sem bæði þurftum orðið á stærra húsnæði að halda. Það varð úr að ég tók jarðhæðina fyrir búðina og hún 2. hæð fyrir hárgreiðslu- stofu sína. Við þurftum að gera mjög mikið við húsið, því það var í fremur fátæklegu ásigkomulagi að innan, og gamli hlutinn var orðinn svo illa farinn að við léturn rífa hann". Eftir að Óskar flutti sig um set hafa honum opnast fleiri möguleikar varðandi verslun- ina, auk þess senr stækkunin helur gert honum kleift að auka mjög vöruúrvalið. Hefur hann nú á boðstólum rneira úrval sportfatnaðar en nokkru sinni hefur þekkst í Kellavík, auk golfvara, veiðiútbúnaðar, skíðabúnaðar og reiðhjóla. „Ég hef reynt aðauka þjónust- una jafnt og þétt, og ég finn að fólkið hérna kann vel að meta það. Ég held að það leiti ekki orðið til Reykjavikur nema það nauðsynlega þurfi“. Ný líkams- ræktarstöð En Óskar lætur ekki sport- vöruverslunina eina duga. Nýjasta nýtt hjá honum er al- hliða líkamsræktarstöð sem opnar núna á næstu dögum. „Þetta eru svokallaðir „Tone- master“-bekkir, sem við höfum ákveðið að kalla „Fínt form“. Þessi tæki liafa náð. mikilli útbreiðslu í Bandaríkj- unum og það eru 3 aðilar sem eru að opna svona stöðvar hér á SV-horninu, auk mín eru það Dansstúdíó Dísu í Garða- von á því að fólk flykkist í nýju líkamsræktarstöðina mína" verið draumur minn að opna sportvörverslun". Erfiður dagur Svo var það í ársbyrjun 1986 að Rúnar Helgason í Sportvík bauð Óskari lager sinn til kaups og hann ákvað að grípa gæsina á rneðan hún gafst. „Ég man að það var erfiður dagur þegar ég fór heim og spurði konuna hvort hún væri ekki til í að selja húsið sem við bjugg- um í. Hún tók vægast sagt ekki vel í þá hugmynd. Þetta er nefnilega gífurlega mikií fjár- festing að kaupa svona lager í svona búð og við urðunr að leggja allt okkar undir. Það varð ofan á að t'ara út í þetta og ég byrjaði strax á því að leita eftir húsnæði við Hal'nargöt- una“. Þann 3. febrúar I986opnaði Óskar síðan verslun sína að Hafnargötu 61, Vatnsnes- torgi. undir nafninu „Sport- búð Óskars". Þar rak hann verslunina í 22 mánuði, en flutti liana þá í núverandi hús- næði að Hafnargötu 23. Víkurbæjarhúsið keypt Það vakti mikla athygli þegar Óskar ásamt föður sín- um og Pálu systur sinni ákvað að kaupa „Víkurbæjarhúsið" svokallaða. „Það bar þannig til að fjölskyldan kom saman þegar óskað var tilboða í húsið. Það vildi til að pabbi var, nýbúinn að selja útgerð sína á þessum tíma og þurfti að fjár- festa í einhverju. Þetta hefði í raun og veru aldrei verið hægt segir Óskar. Ljósm.: pket. - Viðtal GKV. bæ og Dansstúdíó Sóleyjar í Reykjavík. Hver stöð er saman sett af sjö bekkj- um og fer leikfimin þannig fram að vikomandi leggst í bekkina og síðan sjá þeir um alla vinnuna. Fólk á öllum aldri getur komið hérna inn í æfingagallanum og gengið út ósveitt. Þetta er einnig tilvalið fyrir hópa sem vilja æfa saman, því sjö geta verið saman í hóp í hverjum tíma. Tækin styrkja alla vöðva líkamans og fólk grennist rnjög fljótt. Það er sagt að tveir 50 mínútna tímar í svona leikfimi á viku jafngildi urn 14 klukkutímum af gólíleikfimi og ég á von á að fólkið hérna eigi eftir að flykkjast í þetta, því það er mikill áhugi fyrir almennri líkamsrækt hér á Suðurnesjum". Ætla mér ekkert meira en ég ræð við Þegar minnst er á framtíðar- áætlanir hjá Óskari segir hann: „Takmarkið er að halda áfram við það sem ég er búinn að byggja upp. Reyna að leigja út 3. og 4. hæðina að Hafnargötu 23 auk verslunarplássanna þriggja sem í byggingu eru þar sem eldri hluti hússins var. Sjálfur ætla ég mér ekkert út í neitt meira en ég ræð við, en hyggst halda áfram uppbygg- ingu verslunarinnar og auka úrvalið og þjónustuna enn frekar. Takmarkið er að hafa viðskiptavininn alltaf ánægð- an og svo vonar maður bara að gæfan og lukkan fylgi manni hér eftir sem hingað til“. „Es á fyrra byrjaði ég í golfinu, og nú er það veiðin. Veiðin er gott fjölskyidusport, sem konan getur líka tekið þátt í. Ég hef mjög gaman af því að komast út í náttúruna og kasta fyrir lax og silutig. Það má segja að það eigi hug minn og hjarta eins og er. Mér líkargolfið líka mjög vel, og ég hvet alla sem geta til að drífa sig út í Leiru og prófa. Sjálfur hef ég því miður ekkert komist í sumar vegna mikilla anna í versluninni". \ I Fimmtudagur 28. júlí 1988 11 Sætaferðir SBK föstudaginn 29. júlí: í GALTALÆK: Frá Sandgerði kl. 17.00 - Frá Garði kl. 17.10 Frá Keflavík kl. 17.45 Til baka eftir mótsslit á mánudag. ÞJÓÐHÁTÍÐ í VESTMANNAEYJUM: Farið verður frá SBK kl. 15.30 til Þorlákshafnar. Til baka kl. 20.30 á mánudagskvöld. Sætaferðir verða á aðrar hátíðir, ef næg þátttaka fæst. Nánari upplýsingar og farmiðasala í afgreiðslu SBK, sími 11590. Sérleyfisbifreiðir Kefiavíkur Leiktæki í sumarbústaðinn Reiðhjól í öllum stærðum • Tjaldofn og grill Leiktæki í miklu úrvali. (samastykkið) REIÐHJÓLA- VERSLUN MJ Hafnargötu 55, simi 11130

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.