Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.1988, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 01.09.1988, Blaðsíða 5
viKurt Kindur Vatnsleysustrandarbænda verða framvegis í sérstöku beitarhólfi. Ljósm.: cpj. Ný landgræðslugirðing með beitarhólfi: Skref íþá áttað friða skagann Nú stendur yfir vinna við gerð nýrrar landgræðslugirð- ingar á Suðurnesjum. Liggur girðing þessi í 5-600 metra fjar- lægð ofan við Reykjanesbraut frá gæsluskúrnum viðVogaaf- leggjara og mun tengjast ofan- byggðargirðingu fyrir Hafnar- fjörð og Reykjavík. Auk þessarar girðingar hef- ur svæðið neðan Reykjanes- brautar frá Vogaafleggjara og á móts við Asláksstaði á Vatnsleysuströnd verið girt. Er þar gert ráð fyrir beitarhólfi fyrir fjárhóp bænda í Brunna- staðahverfí. Mun beitarhólf þetta verða milli Reykjanes- ísrautar og niður að gamla Keflavíkurveginum. Girðing þessi, sem við gæsluskúrinn tengist eldri girðingu er nær til Grindavík- ur, verður, að sögn Vilhjálms Grímssonar, sveitarstjóra Vatnsleysustrandarhrepps, skref í þá átt að gera skagann fjárlausan. Öll lausaganga verður bönnuð á þessu svæði nema í umræddu hólfí. Er reiknað með að fram- kvæmdum við girðingu þessa ljúki ekki fyrr en á sumri kom- anda, að sögn Guðleifs Sigur- jónssonar, umsjónarmanns landgræðslunnar á Suðurnesj- um. Með girðingu þessari munu svonefndar „vegaroll- ur“ einnig tilheyra liðinni tíð, þ.e. að rollur verði á beit í veg- kanti Reykjanesbrautar. Alþjóðarall: Keflvískir bræður í 3. sæti Um síðustu helgi var háð hér á landi svonefnt Alþjóðarall Michelin og Hjólbarðahallar- innar en rall þetta kemur í stað Ljómarallsins, sem hefur verið árvisst að undanförnu. Alls hófu 32 bílar keppni en aðeins 12 þeirra luku henni. Að þessu sinni áttu Suður- nesjamenn fulltrúa á verð- launapalli, bræðurna OlafSig- urjónsson og Halldór Sigur- jónsson, sem lentu í 3ja sæti. Þeir óku Ford Escort bíl. Fimmtudagur 1. september 1988 Við hjálpum þér að halda matarreikn- ingnum lágum. Fyrir minna. Byggöasafn Suðurnesja Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. SUÐURNESJAMENN! Oll hlaup til Reykjavíkur eru óþörf því VEÐDEILD SPARI- SJÓÐSINS í KEFLAVfK hefur til sölu: Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs, verðtryggð skuldabréf útgefin af veðdeildinni. Einnig tökum við verðbréf í umboðssölu. önnumst kaup og sölu ó veðskuldabréfum. Innleysum spariskír- teini ríkissjóðs. Leitið upplýsinga hjó Veðdeild Sparisjóósins í Keflavík, Suðurgötu 7, sími 15800.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.