Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.1988, Qupperneq 17

Víkurfréttir - 01.09.1988, Qupperneq 17
wmmu*\ Grindvíkingar þjálfaralausir Babb kom í bátinn hjá Grindvíkingum, þegar ný- ráðinn þjálfari úrvalsdeild- arliðs þeirra í körfuknatt- leik, Arthur Babcock, mætti ekki á tilskyldum tíma. Þeg- ar forráðamenn UMFG höfðu samband við kappann sagðist hann ekki koma ti! ísl^nds, því eiginkonan hót- aði honum skilnaði ef hann færi. Grindvíkingar höfðu samband við fyrrum þjálfara sinn, Mark Holmes, þegar í stað og eru Hkur á því að hann komi til íslands og taki við þjálfun UMFG, en þau mál áttu að skýrast í gær- kveldi. Körfuknattleiksnám- skeiö í Grindavík Körfuknattleiksdeild UMFG stendur fyrir körfu- knattleiksnámskeiði í íþrótt- ahúsinu í Grindavík dagana 2.-7. september. Námskeið þessi eru ætluð drengjum og stúlkum á öllum aldri. Fyrra námskeiðið byrjar 2. september kl. 13:00 og þá mæta krakkar 12 ára og yngri. Kl. 15:30 taka krakk- ar 13 ára og eldri við og verða að til kl. 18. Leiðbeinendur eru engir aðrir en þeir Dick Ross, fyrrum þjálfari UMFG, og Jim Dooley, sem þjálfað hefur bæði ÍR og landsliðið með góðum árangri. Skráning í nám- skeiðin fer fram í íþróttahús- inu í Grindavík kl. 15-18 í dag, 1. september. Einnig er tekið við þátttökutilkynn- ingum í síma 68249. Geir með heimsmet Geir Sverrisson, fatlað- ur sundmaður úr Keflavík, setti heimsmet í 200 metra bringusundi fatlaðra á Opna hollenska meistara- mótinu í sundi fyrir fatl- aða, sem fram fór í Arn- heim í Hollandi um helg- ina. Á mótinu voru sett tvö heimsmet af íslending- um og 23 Islandsmet. Geir synti 200 metra bringusund á 3:03,55 mín- útum. Jafnt hjá UMFN og Reyni Njarðvíkingar gerðu jafntefli við Aftureldingu frá Mosfellsbæ um helgina í leik liðanna, sem fram fór í Mosfellsbæ. Leikurinn var jafn framan af og Þór Guðbjartsson var fyrri til að skora fyrir Njarðvík- inga í byrjun leiksins en Aftureldingu tókst að jafna áður en leiktíminn var úti. Reynismenn gerðu jafn- tefli gegn Leikni um helg- ina en leikur liðanna fór fram í Breiðholti í Reykja- vík. Leiknir var fyrri til að skora í leiknum en Reynis- menn jöfnuðu úr víta- spyrnu, sem Sigurjón Sveinsson nýtti af öryggi. Knattspyrna: Old boys leika á Sand- gerðisvelji á sunnudaginn kl. 14. - Úrslit: ÍBK-Þróttur. 1. september 1988 17 Fyrirtækjamót hjá UMFN Knattspyrnudeild UMFN heldur sína árlegu fyrirtækja- keppni í utanhússknattspyrnu laugardaginn 10. og sunnu- daginn 11. september n.k. á grasvellinum í Njarðvík. Keppt verður þvert á venju- legan knattspyrnuvöll og fara tveir leikir fram í einu. í hverju liði eru sjö leikmenn inná, þ.e. sex útileikmenn og einn mark- vörður. Fyrirtækjamót UMFN hefur verið haldið í sex ár við miklar vinsældir. Þátttöku þarf að til- kynna til Oddgeirs í síma 16200/13690, Þórðar í síma 13266 eða Gunnars í síma 13462 fyrir þriðjudaginn 6. september n.k. Þátttökugjald verður kr. 800 á lið. í boði eru veglegir verðlaunagripir. Karen góð Karen Sævarsdóttir, landsliðsmaður í golfi, stóð sig vel á alþjóðlegu golfmóti í Belgíu í síðustu viku. Hún lék þar ásamt 3 öðrum kylf- ingum frá íslandi. Karen lék 36 holurnar á 164 höggum og lenti í 19. sæti í höggleikn- um af 50 þátttakendum. Hún komst í 32 manna úr- slit, þar sem leikin var holu- keppni en tapaði í fyrstu um- ferð. Karen hefur verið valin, ásamt þeim Sigurði Sigurðs- syni og Hilmari Björgvins- syni, til að keppa fyrir ís- lands hönd á Eisenhower- golfmótinu í Svíþjóð nú í haust. Það er óopinbert heimsmeistaramót áhuga- manna í golfi. Karlasveitin er skipuð 4 kylfingum en kvennasveitin þremur. Sveitir Golfklúbbs Suður- nesja keppa um næstu helgi í sveitakeppni golfsambands- ins í Vestmannaeyjum og á Húsavík. Karlarnir leika í Eyjum og eru bæði A- og B- sveit GS í 1. deild. Konurnar leika í 2. deild. Konurnar góð- ar í Tré-X golfi Síðasta stigamót sumars- ins, TRÉ-X mótið, var hald- ið í Leirunni á þriðjudag í sl. viku. Tveir af fremstu kven- kylfingum klúbbsins, þær Sigurbjörg Gunnarsdóttir og Gerða Halldórsdóttir, komu á óvart og skutu karl- peningnum ref fyrir rass og voru í tveimur efstu sætun- um með forgjöf. Sigurbjörg lék sitt besta golf frá upphafi og kom inn á 89 höggum eða 64 höggum nettó og sigraði með forgjöf. Gerða varð önnur á 67 höggum og í 3ja sæti kom Friðjón Þorleifs- son á 68 höggum. Björn Víkingur Skúlason lék best án forgjafar, kom inn á 78 höggum, höggi betur en landsliðseinvaldur- inn, Jóhann Benediktsson, sem varð annar á 79. Islands- meistarinn varð í 3.-4. sæti ásamt Val Ketilssyni á 80 höggum. Valur hlaut einnig aukaverðlaun fyrir að vera næstur holu á 3. flöt, 3,41 m frá stöng. Jóhann Benedikts- son var næstur holu á 16. flöt, 1,10 m frá. Trésmiðja Þorvaldar Olafssonar gaf vegleg verðlaun í mótið. 3ja silfrið á 6 árum Ekki tókst Keflvíkingum hið ótrúlega, að sigra í Mjólk- urbikarkeppninni í knatt- spyrnu, þrátt fyrir góðan vilja. Þeir töpuðu fyrir Valsmönn- um í lélegum leik á Laugar- dalsvelli á lugardaginn með engu marki gegn einu. Vendipunkturinn í leiknum varð í lok fyrri hálfleiks, þegar Ragnar Margeirsson meiddist og varð að fara af leikvelli. Hann hafði verið besti maður IBK og skapað usla í vörn Vals með hraða sínum og ógn- un. Þessi meiðsli Ragnars urðu m.a. til þess að hann missti af landsleik við Rússa í gær. En hvað um það, nú þurfa Kefl- víkingar að einbeita sér að því að halda 1. deildarsæti sínu og vonandi verður Ragnar með í lokaslagnum. Meðfylgjandi svipmyndir úr bikarleiknum tók Hilmar B. Bárðarson, ljósmyndari Vík- urfrétta. Gísli Heiðars varði víti gegn UBK Víðismenn sitja sem fastast í 3ja sæti annarar deildar eftir að hafa sigrað Blikana úr Kópavogi 2:0 í leik liðanna, sem fram fór sl. föstudags- kvöld. Möguleikar Víðis- manna á að endurheimta sæti sitt í 1. deild eru nánast úr sögunni, en þetta kemur allt saman næst. Gott jafnvægi var á milli lið- anna í fyrri hálfleik en Blik- arnir áttu hættulegt skot að marki Víðismanna strax á þriðju mínútu leiksins sem Gísli Heiðarsson náði að skutla sér fyrir. Fyrra mark Víðismanna gerði Heimir Karlsson eftir góða fyrirgjöf frá Vilberg Þor- valdssyni. Annað mark Víðis- manna gerði Vilberg Þorvalds- son, eftir að hafa skokkað með boltann inn fyrir vörn Blika og vippað boltanum í netið. Víðismenn komust vel frá leiknum og miðað við þann leik sem þeir léku ættu þeir frekar að vera í toppbarátt- unni heldur en að verma 3. sætið og komast ekkert ofar. Gísli Heiðarsson átti góðan leik í markinu og varði m.a. vítaspyrnu, sem Hlynur Jó- hannsson var valdur að, á glæsilegan hátt. Verðlaunahafar í Tré-X golfmótinu, ásamt Þorvaldi Ólafssyni og Sigríði Kjartansdóttur.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.