Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.1988, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 01.09.1988, Blaðsíða 16
viKun 16 Fimmtudagur 1. september 1988 Gerir þú verö- samanburð? - það borgar sig! Fyrir minna. Skyggnilýs- ingafundur Almennur fundur með breska skyggnilýs- ingamiðlinum Júlíu Griffith verður haldinn í húsi félagsins, Túngötu 22, Keflavík, fimmtudaginn 8. september og hefst kl. 20.30. Stjórnin Tónlistarskól- inn í Garði Innritun verður mánudaginn 5. sept- ember og þriðjudaginn 6. september klukkan 15:00-18:00 í Tónlistarskólan- um að Eyjarholti 2a, Garði. Skólastjóri Frá Grunnskólan- um í Sandgerði Skólasetning fer fram í skólanum þriðjudaginn 6. september kl. 14:00. Sérstök hátíðardagskrá í tilefni af 50 ára skólastarfi á núverandi stað. Fyrrverandi nemendur skólans sér- staklega boðnir velkomnir. Skólabyrjun Nemendur mæti í skólann fimmtu- daginn 8. september sem hér segir: 7. og 8. bekkur kl. 8: 00 5. og 6. bekkur kl. 10:00 Forskóli, 1., 2. og 3. bekkur kl. 13: 00 Skólastjóri Hvers vegna hafði skipið ekki verið kyrrsett? í skýrslu Rannsóknar- nefndar sjóslysa birtist harðort álit varðandi slys, sem varð um borð í b.v. Dagstjörnunni KE 3 þann 13. maí 1987. l>ar segir m.a.: „Nel'ndin telur að orsök þessa slyss sé óforsvaran- legt viðhald á skipinu. Einníg að eftirliti flokkun- arfélags og Siglingamála- stofnunar ríkisins hafi ver- ið áfátt, en viðhaldsskortur var slíkur að einföld skoð- un hefði átt að valda því að skipið yrði kyrrsett. Ekki væri gætt nægrar festu við útgáfu halYærisskírteina." I því sambandi er bent á að frá desember 1985 hafi skírteinið verið framlengt fimm sinnum án þess að skoðun færi fram og að lokum aðeins gefið út (nóv.’87) til siglingar eina ferð frá Hafnarfirði til Ak- ureyrar. Eftir umrætt slys hafi komið i Ijós 50 atriði sem ábótavant var. Lokaorð nefndarinnar um skip þetta eru eftirfar- andi: „Nefndin'lelurámæl- isvert af hálfu skipstjóra og útgerðar að hafa ekki látið taka skvrslur hjá lögreglu strax eftir slysið. Lögreglu- skýrslur voru teknarað til- blutan nefndarinnar." Elak Birgir RE á Bæjarskerseyri við Sandgerði. Nefndinni þótti ámælisvert í þessu sambandi að vera með afla á þilfari á svo litlum bát. Þá telur nefndin að sjóhæfni bátsins hafi ekki verið sem skyldi. Ljósm.: epj. Úr skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa: Ámælisvert hvernig dagbók er færð Mjög víða í skýrslu Rann- sóknarnefndar sjóslysa fyrir ár- ið 1987 má finna aðfinnslur um brol við færslu dagbókar. Telur ncfndin að stundum sé um ámæiisvert brot að ræða á þessu atriði hjá skipstjóra. I öðrum tilfellum er t.d. bent á að ekki Itafi verið fært í bókina í mörg ár, nema í nokkra daga i einu mcð margra mánaða millibiii. Þau tilfelli, þar sem skip- stjóri fær harða dóma frá nefndinni, eru þessi: 1. Arekstur m.b. Hafsteins GK 131 og Fagraness GK 171 fyrir utan Sandgerði. Alit nefndarinnar: Ummæli skipstjóra Fagranessins „bera vott um mikla van- þekkingu á siglingaregl- um.“ „Telja verður orsök þessa áreksturs vítavert kæruleysi og tillitsleysi skipstjórans á Fagranesi GK 171 og skort á því er kallast góð sjómennska.” 2. Strand Barðans GK 475 við Snæfellsnes. Alit nefndar- innar: „Telja verðurorsök þessa strands vítavert kæruleysi skipstjóra.” Eru sakir á skipstjórann raktar í 5 liðum. 3. Skipverji á Albert GK 31 verður milli skips og bryggju við að aðstoða skipsfélaga sem hafði fallið í sjóinn. Alit nefndarinnar: „Nefndin telur að orsakir þessa slyss megi rekja til þess asa sem verið hefur á skipstjóra við að komast af stað. Hann lætur losa land- festar áður en allir skip- verjareru komnirum borð. Telur nefndin að slik vinnubrögð séu ámælis- verð og ekki í þeim anda að reyna að fækka slysum á sjó.“ 4. Maður slasast um borð í b.v. Ólafi Jónssyni GK 404. Álit nefndarinnar: „Ámælis- vert er að í slíku tilfelli sem þessu skuli ekki leitað sam- ráðs við lækni um með- höndlun hins slasaða, eða honum komið undir lækn- ishendur. Þrír dagar iiðu frá því slysið varð þar til hin slasaði komst til lækn- is.“ 5. Strand Sólrúnar ÍS 250 á Garðskagaflös. Álit nefnd- arinnar: „Nefndin telur að orsök þess að báturinn strandaði liafi verið víta- vert kæruleysi skipstjóra og mikil vanþekking hans á því hvernig stjórna á skipi og sigla því. Nefndin telur það ámælisvert af skipstjóranum að stofna lifi og heilsu annarra í hættu eins og gert hefur verið með kæruleysislegri siglingu og skort á þvi sem kallað er góð sjómennska.” 6. Árekstur í Sandj’erðishöfn milli Tjaldaness IS 522 og Hjördísar GK 32. Álit nefndarinnar: „Nefndin telur að af þeim gögnum sem fyrir liggja hafi skip- stjóri á Hjördísi GK 32 sýnt ámælisvert ábyrgðar- leysi þegar hann sigldi bát sínum frá bryggjunni.”

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.