Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.1988, Side 18

Víkurfréttir - 01.09.1988, Side 18
18 Fimmtudagur 1. september 1988 Dælt úr hraðbát Um kvöldmatarleytið á þriðjudag urðti lögreglu- þjónar á eftirlitsferð varir við að sjór var kominn í ómerktan hraðbát, sem lá við bryggjuna neðan Sjö- stjörnunnar í Niarðvík. Var slökkvilið Brunavarna. Suðurnqsja fengið til að dæla úr bátnum. Mun sjórinn hafa komist með þeim hætti í bátinn að hann skvettist inn í öldu- gangi, sem var í höfninni á þessurn tíma. Eftir að náð hafði verið í eiganda báts- ins og dælt hafði verið úr bátnum, tókst að konta lensidælu bátsins í lag. Varð tjón því óverulegt. Varnarliöið á Keflavíkurflugvelli Framkvæmda- stjórastarf Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar eftir að ráða í stöðu framkvæmdastjóra um- sýslu- og fjármáladeildar hjástofnun verk- legra framkvæmda. Krafist er menntunar og/eða reynslu á sviði viðskipta. Stjórnun- arreynsla ásamt mjög góðri enskukunn- áttu nauðsynleg. Umsóknir berist varnarmálaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins, ráðningardeild, Brekkustíg 39, Njarðvík, eigi síðar en 20. september n.k. Nánari upplýsingarveittar í síma 92-11973. ATVINNA Starfsfólk óskast til afgreiðslu eftir hádegi, einnig til starfa við frágang og pökkun fyrir hádegi. Uppl. á staðnum og í síma 11695. Nýja Bakaríið Hafnargötu 31. Starfskraftur óskast Boggabar óskar eftir starfskrafti. Upplýs- ingar gefnar á staðnum. ATVINNA Starfsfólk óskast í fiskvinnslu. SJÓFISKUR HF. Sími 14250 Heimasími 15816 \fiKUti jUUU Býður í útsýnisflug I færi til að sjá byggð og ból úr I sunnudag og þeir sem áhuga Flugfélagið Suðurflug ætlar lofti og einnig gefst mönnum liafa á að nýta sér þetta tæki- að bjóða Suðurnesjamönnum i möguleiki á að taka Ijósmynd- færi er bent á að hafa samband útsýnisflug yfir skagann um ir. Suðurflug verður með þetta í sínia 5-7140. helgina. Er hér tilvalið tæki- I útsýnisflug n.k. laugardag og I Óvirðing við umhverfið? Eins og oft hefurkomiðfram hér í hlaðinu í sumarhafa Njarðvíkingarverið duglegir við aðfegra bæinn. Er því slæmt til þess að vita að stórum ökutækjum skuli lagt á svæði sem verið erað fegra. Þessa sjón mátti sjá við Hafnarbraut á laugardag og er síður en svo til sóma. Ljósm.: epj. SWa<§jukrahússins Vegna athugasemda um símamál S.K. og H.S.S. í síð- asta tölublaði Víkurfrétta vill undirritaður taka fram eftir- farandi: 1. Skiptiborð síma þjónar bæði Sjúkrahúsi og Heilsu- gæslustöð. Við skiptiborðið eru tengdar 13 línur sem nýttar eru bæði/yrir inn- og úthringingar. A tímabilinu frá kl. 8.00-16.00 alla virka daga eru 3 starfsmenn við símavörslu og afgreiðslu. Þar af er 1 starfsmaður ein- göngu á skiptiborðinu. 2. Samkvæmt álagsmælingum sem við höfum látið gera eru það eingöngu símatímar einstakra lækna sem leiða til þess að ekki er alltaf hægt að ná sambandi viðskiptiborð. Símatímum lækna er yftr- leitt raðað þannig að aðeins 1 læknir er með símatíma hverju sinni. Tímalengd símatíma hvers læknis er 30 minúturoger þaðmjög mis- munandi hverju sinni hversu mörgum símtölum þeir ná að svara. Asókn í símatíma lækna er mjög mikil og því verður síma- vörður að reyna að tak- marka fjölda þeirra sem hægt er að láta bíða eftir við- tali við lækninn svo allar lín- ur séu ekki uppteknar. Þetta leiðir til þess að oft er fólk beðið að hringja aftur. Ein- staka sinnum er álagið svo mikið að allar Hnur teppast og enginn nær sambandi við skiptiborð fyrr en eftir nokkurn tíma. Þettaerekki oft en kemur þó einstaka sinnum fyrir. Þrátt fyrir það hringir síminn en virkar ekki „á tali“. Til að leysa þessa fáu álagstoppa, þyrfti að fjölga verulega símalín- urn með tilheyrandi kostn- aði. Línum var nýlega fjölg- að um 1 og önnur bætist við fljótlega. Vænti ég þess að það létti nokkuð á álaginu. Við getum því lítið annað gert en beðið fólk velvirðingar ef því hefur ekki tekist að ná sambandi við skiptiborðið á þessum fáu álagstoppum, því ekki held ég að það sé vilji íbú- anna að leggja niður símatíma læknanna. Framkvæmdastjóri Afmæli Gísli Gíslason, Hafnar- götu 44, Keflavík, verður átt- ræður þann 5.. september næstkomandi. Gísli mun taka á móti gestum í Flug- hóteli sunnudaginn 4. sept- ember næstkomandi milli 17.00 og 20.00.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.