Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.1988, Síða 7

Víkurfréttir - 01.09.1988, Síða 7
mm ftUUt ____________________Fimmtudagur 1. september 1988 7 Byggingarnefnd ÍBK: Fjárstuðnings leitað Næstkomandi sunnudag, þann 3. september 1988, munu liðsmenn meistaraílokks IBK heimsækja íbúa Heiðarbyggð- ar í Keflavík til að leita eftir fjárstuðningi við íþróttahúss- byggingu IBK. Er það von IBK að íbúar Heiðarbyggðar taki íþróttamönnunum vel og sýni stuðning sinn í verki. Eins og bæjarbúum er flest- um sjálfsagt kunnugt, þá hefur íþróttabandalag Keflavíkur nú byrjað á viðbyggingu við íþróttahús Keflavíkur og er þar um að ræða fimleikasal sem er 18x33 metrar að stærð. Hefur verið samið.við fyrir- tækið Steinsmíði hf. um að fullgera húsið að mestu leyti. Byggingartími er áætlaður tólf mánuðir. Kostnaður við bygginguna var upprunalega áætlaður kr. 21 milljón og hefur Keflavík- urbær fallist á að leggja fram % af þeirri upphæð á næstu fimm árum, en IBK leggur til afganginn. IBK mun fjár- magna sinn hluta með tekjum af Lottó og með gjafabréfum frá bæjarbúum. Er það tak- mark IBK að safna allt að þremur milljónum með gjafa- bréfum frá einstaklingum og fyrirtækjum á árunum 1988- 1990. Nú þegar hafa safnast um 700 þúsund og er það að mestu leyti framlög einstakl- inga. Hafa þau fram að þessu verið að meðaltali um fjögur þúsund á mann. Bygginganefnd IBK vill nota þetta tækifæri til að þakka þeim bæjarbúum sem nú þegarhafa lagt sittafmörk- um til byggingarinnar. Sandgerði: Ljósm.: hbb. Metþátttaka í fþróttasköla íþróttaskóla fyrir börn í Miðneshreppi á aldrinum 6 til 12 ára lauk sl. fimmtudag. I íþróttaskólanum, sem var á vegum íþróttamiðstöðvarinn- ar í Sandgerði, tóku þátt 96 krakkar, bæði strákar og stelp- ur á aldrinum 6-12 ára. Nám- skeiðið stóð yfir i fjórar vikur og var farið í allar helstu íþróttagreinar, bæði frjálsar og boltaíþróttir. M.a. varfarið i sund, golf og á hestbak. Fór íþróttaskólinn bæði fram inn- an dyra og utan, allt cftir veðri hverju sinni. Stjórnandi í íþróttaskólan- um varGuðbjörg Finnsdóttir, nemandi í Iþróttakennara- skólanum og henni til aðstoð- ar var Kristjana Gunnarsdótt- ir. Að sögn tókst námskeiðið vcl í alla staði og eru umsjón- armenn mjög ánægðir með þátttökuna. I tilefni af lokum iþrótta- skólans var haldin mikil grill- veisla, þar sem öllum þátttak- endum var boðið í pulsur og Iscola. Hvað sem niðurfærslu líður - þá hefur það alltaf verið takmark okkar að halda vöru- verði niðri - þér í hag, og verður áfram . . . HELGINA FÖSTUDAGSKVÖLD: Diskótek frá kl. 22-03. Frítt inn frá kl. 22-23. 18 ára aldurstakmark. LAUGARDAGSKVÖLD: Opið frá 22-03. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. Aldurs- takmark 20 ára. Miðaverð kr. 600 Michael Kiely sló í gegn! Þjóðlagasöngvarinn kunni frá írlandi, Michael Kiely, sló svo sannarlega í gegn um sl. helgi. Hann kemur aftur um helg- ina og syngur vinsæl lög. Komið og syngið með. Með kveðju frá Michael. skemmtilegur staður!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.