Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.1988, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 01.09.1988, Blaðsíða 19
Sláttutíð stendur enn Menn eru að slá tún fram í ágústlok, í fyrsta skipti, ef marka má þessa mynd sem ljósmyndari blaðsins, Hilmar Bragi Bárðarson, tók á Garðskaga um síðustu helgi. Hvort heyið verðurnýtt handa hrossum vitum við ekki en annað vitum við, að túnið sem slegið var er sparkvöllur til æfinga hjá knattspyrnufél- aginu þarna suður í Garði. •» Grasi gróin hraðbrautin Fegrunarframkvæmdir i Keflavík, Njarðvík og nú síðast í Grindavík hafa verið all nokrar, öllum þess- um bæjarfélögum til sóma. M.a. hefur svæði það, sem hraðbraut átti áður að liggja um, ofan Heiðar- byggðar í Keflavík, verið ræktað upp og þar er nú komið hið fegursta svæði. Sést þetta best á meðfyIgj- andi mynd. Ljósm.: epj. Fimmtudagur 1. september 1988 19 Diann Babacci var að sjálfsögðu í íslenska þjóðbúningnum á hátíðinni. Rjómaterta og pönnukökur á sumarhátíð í tóbaksbænum Rjómaterta og pönnukökur með rjóma að alíslenskum sið þóttu ljúffengar á sumarhátíð sem haldin var í tóbaksbænum Winston Salem í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum. Is- lensk stúlka, Diann Babacci, fædd og uppalin í Njarðvíkum, var þá fulltrúi fyrir ísland, þar sem kynntur var matur margra þjóðarbrota og landa. Mátti velja á milli að koma með einn rétt eða „með kaff- inu“ og það ákvað Diann að gera. Hún útbjó rjómatertu og pönnukökur með sultu og rjóma og bauð gestunum á há- tíðinni við mikla hrifningu. Diann er dóttir Öldu Kristj- ánsdóttur frá Sólbakka í Njarðvík, sem flutti til Banda- ríkjanna fyrir um 20 árum síð- an. Þess má til gamans geta að á heimilum þeirra mæðga er ís- lenskan tungumál númer eitt, þrátt fyrir að það séu 20 ár síð- an þær fluttu frá íslandi. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Diann og íslensku þjóðarréttunum í „Kringlu" bæjarins, þar sem sumarhátíð- in var haldin. Hér má sjá íslcnsku þjóðarrcttina tilbúna á borði fyrir bandariska hátíðar- gesti; rjómatcrtu mcð íslcnskum fánum og pönnukökur ntcð öllu tilheyr- andi. Islcnsku fánarnir prýða borðið. Smáauglýsingar Félagsmálastofnun - íbúð Félagsmálastofnun Kefla- víkur óskar eftir íbúð á leigu fyrir einstæða, reglusama móður með eitt barn. Upp- lýsingar á Félagsmálastofn- un í síma 11555. Til sölu Ritvél, hnakkurogbeysli. A sama stað óskast ísskápur. Uppl. í síma 14851. Opið hús Bahá’iar í Keflavík og Njarðvík verða reglulega með opið hús á mánudags- kvöldum kl. 20:30 að Tún- götu 11 í Keflavík. Þar sem sjónarmið Bahá’i trúarinnar til ýmissa málefna verður kynnt. Andlegt svæðisráð Bahá’ia. Til sölu ftskabúr, 4501, ca. 25.000, bambussóft á 4.500, bamb- usstóll á 2.500, barnabað- borðá 1.500ogburðarrúm á 3.000. Uppl. í síma 13751. Fermingarafmæli Argangur ’69 í Njarðvík heldur upp á 5 ára ferming- arafmæli föstudaginn 2. september kl. 19.00 á Glóð- inni. Allir að mæta. Til sölu Pioneer magnari, 24 banda equalizer og Akai segulband og Bjarttone 12 strengja gít- ar. Selst ódýrt. Uppl. ísíma 12297 (Jonni) eftir kl, 21.00. Ibúð til leigu Nýleg 3ja herb. íbúð til leigu í Keflavík. Laus strax. Uppl. í síma á vinnatíma 12445 og eftir kl. 20.00 91-621448. Herbergi til leigu Til leigu er herb. með hrein- lætisaðstöðu og sér inn- gangi. Uppl. í síma 14472. Til leigu 60 m2 húsnæði í Grindavík, sem má notast undir geymslu eða hesthús. Uppl. í síma 68241 á kvöldin. Leikgrind óskast Oska eftir að kaupa vel með farna ameríska leikgrind. Á sama stað er til sölu KPS eldavél, gul, tveggja ofna, og Sinclair ZX spectrum plus tölva. Upplýsingar í síma 13728. Oska eftir íbúð 2ja, 3ja herb. íbúð óskast til leigu í Keflavík eða Njarð- vík. Uppl. ísíma 12227 milli 9.00 og 18.00 og 91-83495 eftir kl. 19.00. Tilboðs- og umsóknareyðublöð Þeim, sem svara auglýsing- um er birtast í Víkurfréttum, er bent á að á afgreiðslu blaðsins liggja frammi eyðu- blöð, bæði fyrir atvinnuum- sóknir og til tilboðsgerðar. Eyðublöð þessi eru ókeypis fyrir þá sem eru að svara auglýsingum er birst hafa í blaðinu. Ömmur takið eftir 2 drengir, 5 og 1 árs, óska eftir konu sem vill koma heim og passa sig 2-3 daga í viku. Uppl. í síma 11079. Dagmamma Tekaðmérbörn ípössun. Er með leyfi. Er í Ytri-Njarðvík. Uppl. ísíma 13986 - Snædís. Bílskúr til sölu með rafmagni og hita. Nánari uppl. í síma 12319. Atvinna óskast Ungur fjölskyldumaðurósk- ar eftir atvinnu oghúsnæði, hefur meirapróf. Uppl. í síma 95-1780eftir kl. 19.00á kvöldin. Isskápur Til sölu ísskápur m/ frysti- hólfí, 6 mánaða. Uppl. í síma 13998. I sama númeri hvítur brúðarkjóll m/ slöri nr. 11- 12. Börnin og við Áhugafélagið minnir á hinn mánaðarlega rabbfund í anddyri heilsugæslustöðvar- innar í Keflavík kl. 9.00 mánudaginn 5. september. Allir velkomnir. OPIÐ 10-22 alla daga vikunnar BLOM OG GJAFAVÖRUR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI HAUST- LAUKARNIR KOMA VM HELGINA Fitjum - Njarðvík Sími 16188

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.