Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.1988, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 13.10.1988, Blaðsíða 5
V>IKUK juM% Fimmtudagur 13. október 1988 5 Krakkarnir á myndinni héldu nýlega hlutaveltu að Heiðarbraut 1-D í Keflavík til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum. Söfnuðust við það tækifæri 1.810 krónur. Þau heita t.f.v. Auður Benjamínsdóttir, Brynja Ástráðsdóttir, Lórý Bcnjamínsdóttir, Svava Margrét Sig- urðardóttir og Einar Freyr Sigurðsson. Ljósm.: hbb. Hópurinn sem var á íjarskiptanámskeiði skipstjórnarbrautar FS j björgunarstöðinni í Garði. Ljósm.: hbb Björgunarstöðin í Garði: Sérskipaður „talstöðvavörður" skipstjórnarbrautarinnar kannar skilyrði til sendinga. Nemendur af skipstjórnar- braut Fjölbrautaskóla Suður- nesja heimsóttu á föstudags- morgun björgunarstöðina í Garði, þar sem fram fór kennsla á fjarskiptum á vegum skólans. Björgunarstöðin í Garði var fengin að láni undir þessa fjarskiptakennslu, þar sem hún er vel búin fjarskipta- tækjum. í kennslunni sem fram fór í Garðinum var rætt um fjar- skipti almennt, fjallað um námið, sendingu neyðar- skeyta, mors og einnig var fjallað um radíóvita. Kennari í fjarskiptum er Sævar Péturs- son. Auk þessa fjarskiptanám- skeiðs, þá á eftir að vera nám- skeið um notkun ratsjár og fleira í björgunarstöðinni í Garði á vegum skipstjórnar- brautar Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Útgerðarmenn Fiskverkendur Að undanförnu hefur borið á því að útgerðarmenn viiji selja kvóta. í flestum eða öllum tilvikum er um að ræða sölu út á land, þ.e. burt af Suðurnesjum. Jafnframt er því borið við að ekki fáist kaupendur hér á svæðinu. Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur er mjög annt um að kvótinn haldist í heimabyggð. Samkvæmt lögum þarf félagið að gefa umsögn um sölu kvóta. Því er það eindregin tilmæli ti! þeirra útgerðarmanna eða fiskverk- enda, sem vilja kaupa kvóta, að láta skrá sig á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafélagsins, svo félaginu sé unnt að benda á þá aðila þegar óskað er eftir heimild til sölu kvóta. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Góður staður gerður betri Höfum opnað Sjávar- gullið á nýjan leik. Opið föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld frá kl. 18:30. Nýr matseðill í huggulegu umhverfi. Enginn aðgangseyrir á dansleiki fyrir matargesti. Borðapantanir í síma 14040 daglega. SjAURfiULLID V RESTAURANT Skipstjórnarnemar í fjarskiptakennslu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.