Víkurfréttir - 13.10.1988, Blaðsíða 13
\>iKiin
jtiUU
„Með í mag-
anum að
koma upp
byggða-
safni“
- segir Ásgeir Hjálmarsson, sem safnað
hefur gömlum hlutum
Fimmtudagur 13. október 1988 13
Þessi áttæringur kom í safn Ásgeirs fyrr í sumar. Hann var byggður á Hvalsnesi árið 1912.
Afi Ásgeirs, Oddur Jónsson í Presthúsum, gerði áttæringinn út í 12-14 ár, en þaðan fór hann
til Keflavíkur og síðast gerður út af Gvendi á Garðstöðum allt fram á síðasta ár. Ljósm.:hbb.
Síðustu ár hefur Ásgeir
nokkur Hjálmarsson haft það
áhugamál að safna hlutum
sem heyra fortíðinni til og
haldið þeim til haga. Við frétt-
um af þessu áhugamáli Ás-
geirs og því var ekki um annað
að ræða en spjalla við mann-
inn.
„Undanfarin ár hef ég verið
að safna að mér gömlum hlut-
um, sem heyra fortíðinni til.
Ég hef verið með í maganum
að koma upp byggðasafni en
hvort það er hægt í svona litlu
byggðarlagi, eins og Garður-
inn er, veit ég ekki. Hreppur-
inn yrði að vera á bak við
þetta. Ég hef rætt um þetta við
menn en það vantar húsnæði.“
-Nú ert þú búinn að vera að
safna að þér hlutum í nokkur
ár. Hvaða hlutir eru þetta helst?
„Þetta eru hlutir sem hætt er
að nota, sem notaðir voru við
sjósókn og tilheyrðu búskap-
arháttum á fyrri tíð.“
Meðal þess sem Ásgeir á er
áttæringur frá 1912, smíðaður
á Hvalsnesi. Oddur Jónsson í
Presthúsum átti m.a. bátinn í
12-14 ár, en þá var búið að
setja í hann vél. Er báturinn
mikill forngripur og hyggst
Ásgeir reyna að koma bátnum
í upprunalegt horf og ganga
þannig frá honum að báturinn
skemmist ekki meira en orðið
er.
„Ég vil endilega að fólk hafi
samband við mig ef það á
gamla hluti í geymslum, sem
það vill halda í byggðarlaginu.
Ég trúi ekki öðru en að það séu
til fleiri hlutir en ég er búinn að
safna að mér,“ sagði Ásgeir að
lokum.
Hraðf rystihús
Keflavíkur hf.:
Ingólfur Fals-
son ráðinn
Á stjórnarfundi í Hrað-
frystihúsi Keflavíkur, sem
haldinn var á mánudag, var
samþykkt að ráða Ingólf Fals-
son sem framkvæmdastjóra
fyrirtækisins. Tekur hann við
stöðu þessari af Héðni Eyjólfs-
syni.
Er reiknað með að Ingólfur
heQi störf hjá fyrirtækinu nú
fljótlega, að sögn Gunnars
Sveinssonar, stjórnarfor-
manns H.K.
Slender You er fyrir alla...
LÍKA ÞIG!
SUBARUog NIZZAN
eru á leiðinni suður....