Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.1988, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 13.10.1988, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 13. október 1988 19 „Með allt á þurru“ Þeir ætluðu sér öruyglega að hafa allt á þurru og létu ekki rigninguna aftra sér frá því að taka hæðar- punkta í námunda við Hafnargötuna í Keflavík á mánudag. Þegar mcnn eru með dyrar rafeindagræjur þýðir lítið að láta rigningu og raka eyðileggja allt. Þá er bara að taka upp regnhlífina. Ljósm.: hbb. Hnísur í Garðsjó Þær voru tignarlegar á að horfa, hnísurnar, þegar þær syntu frjálsar uni Garðsjóinn í bongóbiíðunni á sunnudaginn. Hnísan er eins og höfrungurinn, þ.e. forvitin, og hafði gaman af því að leika sér i kringum bát Ijósmyndara Víkurfrétta. Þegar Ijósmyndarinn hafði filmað hnísurnar úr fjarlægð, gerðist hann helst til nærgöngull, en það kom ekki til greina og liann fékk létta gusu. Ljósm.: hbb. Nýr veitinga- staður í brekkunni Randver Ragnarsson, bíla- sali, mun í næstu viku opna veitingastað að Tjarnargötu 31 í Keflavík, þar sem Brekka var til húsa. Að sögn Randvers verður boðið upp á fisk- og kjötrétti svo og pizzur, og verður staðurinn opinn alla daga. Ekki vildi Randver gefa upp nafn á nýja staðnum, en sagði að það mál myndi skýrast á næstu dögum. Sjómaður slasaðist í síðustu viku sótti þyrla Landhelgisgæslunnar slasað- an sjómann um borð í togar- ann Aðalvík KE 95, sem staddur var um 70 sjómílur út af Reykjanesi. Var maðurinr. kominn á Borgarspítalann í Reykjavík rúmri klukkustund eftir að hjálparbeiðnin barst. Hann mun hafa slasast illa á hendi. AUGLÝSINGASÍMAR Víkurfrétta eru: 14717 og 15717 Þessi systkini héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Sjúkrahúsi Kefla- víkurlæknishéraðs og söfnuðu 1.031 krónu. Þau heita Ásberg og Ingibjörg Lilja Hólmarsbörn. Ljósm.: hbb Fyrirtæki til sölu Til sölu er lítið fyrirtæki á sviði mat- vælaframleiðslu með föst viðskipta- sambönd. Nánari upplýsingar veitir Ingi H. Sigurðsson hdl. sími 14142. Matsmaður r Matsmaður óskast nú þegar. Ahuga- aðilar leggi inn nöfn á skrifstofu Vík- urfrétta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.