Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 13.10.1988, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 13. október 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15. - .Símar 14717, 15717. TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN Nfu léttir á Grindavík- urveginum Það ætlar seint að lærast að hámarkshraði á Grinda- víkurveginum er 90 km, a.m.k. þurfti lögreglan í Grindavík að hal'a afskipti af níu ökumönnum sem óku helst til of greitt á veginum í síðustu viku. Sá sem ók hrað- ast var á 120 km hraða en hraði allra þeirra bíla sem teknir voru var á milli 110 og 120 km. Lögreglan í Grindavík var kölluð að gatnamótum Rán- argötu og Seljabótar sl. föstudag en þá höfðu tveir bílar lent í árekstri. Lítið eignartjón varð og engin slys á fólki. Þetta er niikill „léttir“ fyrir okkur suma . . . Ljósmyndir: epj. I lér að ofan sést livernig skipið leit út áður en breytingar hóf- ust. Að neðan: Guðmundur A\- elsson útgerðarmaður (t.v.) og llalldór Hrynjólfsson, skip- stjóri. Hið glæsilcga skip, Skagaröst KE-70 í heimahöfn í Keflavík. 1 —^ 'lllill l’íí II ll TRÉ TRÉ-X byggingavörur Iðavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700 Glæsileg Skagaröst Að undanförnu hefur vegur Keflavíkur sem sjávarútvegs- staður farið heldur dalandi. Það þykir því stórviðburður er ný skip bætast í flotann. Þessa dagana hafa Keflvíkingar tek- ið við tveimur skipum, einu glæsilega endurbættu, Skaga- röst KE 70, og öðru nýju, sem innan nokkurra daga er vænt- anlegt til landsins í fyrsta sinn, Stafnesi KE 130. Skagaröst KE 70 kom til heimahafnar í Keflavík að- faranótt síðasta laugardags eftir miklar endurbætur þar sem allir, er séð hafa, eru á einu máli um að óvenjulega vel hafi tekist til. Skagaröst mæl- ist nú 186 tonna skip og er í eigu Guðmundar Axelssonar en skipstjóri er hin gamal- kunna aflakló Halldór Brynj- ólfsson. Má segja að öllu hafi verið flett ofan af skammdekki og nýtt sett í staðinn, sett á skipið perustefni og nýr skutur, ný spil og allar íbúðir innréttaðar upp á nýtt. Tók verkið rúma fjóra mánuði en það kostaði um 90 milljónir króna og var unnið í Noregi. Er skipið sér- hannað fyrir veiðar á síld og til neta- og trollveiða og fer nú næstu daga til síldveiða. Þá var farið eftir öllum kröfum Sigl- ingamálastofnunar og Verit- as og raunar einnig þeim kröf- um sem aðeins eru i farvatninu hjá viðkomandi stofnunum. Upphaf þessara miklu og listavel gerðu breytinga má rekja tvö ár aftur í tímann er vélin hrundi í bátnum, sem þá var aðeins 132 tonna, óyfir- byggður bátur. Þá var sett ný vél í bátinn og í fyrra var hann lengdur í Reykjavík og loka- smíðin og stærsti áfanginn var síðan unninn í sumar í Noregi eins og fyrr segir. I dag er Skagaröst tórglæsilegt yfir- Skagaröst stórglæsilegt, yftr- byggt skip af bestu gerð, en þó var unnið að þessum breyting- um fyrir litla upphæð miðað við smíði á sambærilegu skipi. NIÐURSKURÐUR HJÁ LÖGREGLUNNI Um næstu áramót mun koma til framkvæmda fækkun um fjögur stöðugildi hjá lög- reglunni í Keflavík, Grinda- vík, Njarðvík og Gullbringu- sýslu. Að sögn Jóns Eysteins- sonar, bæjarfógeta og sýslu- manns á þessu svæði, erástæð- an sú að undanfarin tvö og hálft ár hefur verið lausráðið í stöður þessar án heimildar ráðuneytisins, sem þó hefur látið það vera. Nú liggur hins vegar fyrir að ekki verða fram- lengdar lausráðningar í fjórar stöður um næstu áramót. Sagði Jón að af þessum sök- um yrði lögreglumönnum fækkað niður í fimm á vakt, sem er allt of lítið á þessu stóra svæði. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvern- ig embættið mætir fækkun þessari enda nokkur tími þar til hún tekur gildi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.