Víkurfréttir - 13.10.1988, Blaðsíða 1
Metsala
hjá Hauki
GK í Þýska-
landi
Sandgerðistogarinn Hauk-
ur GK 25 átti á mánudag met-
sölu í Bremerhaven í Þýska-
landi. Var sala þessi hin hæsta
hvað meðalverð varðar hjá
togara frá síðustu áramótum.
Seld voru þarna 150 tonn og
446 kg fyrir kr. 12.372.165.
Var stærsti hluti aflans karfi
og varð meðalverð kr. 82,24.
Að sögn Eyþórs Jónssonar,
útgerðarstjóra skipsins, er há-
setahluturinn úr þessari veiði-
ferð 180 þúsund krónur.
Stokkavör
gjaldþrota
Enn eitt fiskvinnslufyrir-
tækið á Suðurnesjum hefur nú
verið tekið til gjaldþrota-
skipta. Er það Stokkavör h.f. í
Keflavík, en það var tekið til
þessarar meðferðar á þriðju-
dag.
Stokkavör er fiskverkunar-
fyrirtæki við Hrannargötu í
Keflavík í húsnæði því sem
Baldur h.f. hafði áður til um-
ráða.
Eldur í
Gunnari
Hámundar
Skipverji sá, er fyrstur mætti
til skips á Gunnari Hámund-
arsyni GK aðfaranótt mið-
vikudagsins, varð var við mik-
inn reyk fram í bátnum og lét
slökkvilið BS þegar vita. Tók
slökkvistarfið skamma stund
en eldsupptök voru í blásara
við eldavél. Mun tjón aðallega
hafa orðið í lúkarnum af völd-
um reyks.
ÍBK gjaldþrota?
„Þetta er alvarlegasta mál
sem komið hefur upp í íþrótta-
hreyfingunni í Keflavík frá
upphafi,“ sagði ónefndur for-
ráðamaður í íþróttahreyfing-
unni í Kefiavík um stóran
skuldahala knattspyrnuráðs
ÍBK.
Ráðið ntun skulda um 8
milljónir króna. Reksturinn
hefur verið í ntolum undanfar-
in ár. Engu að síður hefur ekk-
ert verið slakað á klónni og
fyrir síðasta keppnistímahil,
sem var að Ijúka, voru „keypt-
ir“ leikmenn og dýr erlcndur
þjálfari ráðinn.
Menn standa ráðþrota
frammi fyrir þessunt vanda.
„A GÆSLO4 . Þessar litlu hnátur léku sér í makindum í rólunum á gæsluvellinum við
Heiðarból í Keflavík. Hugmyndir eru uppi um það að honum verði breytt í leikskóla vegna lélegrar
nýtingar á gæsluvöllum. Hnáturnar, þær Elva Björk, Sóley og Guðrún, hafa litlar áhyggjur af
þcssum hugsanlcgu breytingum og halda áfram að leika sér í rólunum. Ljósm.: hbb.
Lendir hann á bandalaginu
eða niunu aðildarfélög þess,
UMFK og KFK, taka skuld-
irnar á sig? Eða lendir Kefla-
víkurbær í súpunni? Sjá nán-
ari umljöllun á bls. 2.
Útvegsmiðstöðin
búin að loka:
Of dýrt að
kaupa fisk á
markaðnum
Útvegsmiðstöðin h.f. í
Kefiavík hefur sagt upp öllu
starfsfólki sínu, um 35 manns,
og lauk vinnslu í húsinu á mið-
vikudag í síðustu viku. Að
sögn Þorsteins Arnasonar eru
ástæðurnar fyrir lokun fyrir-
tækisins tvær. Önnur er sú að
rækjuvinnslukvótinn er búinn,
en verið er að kanna kaup á
rækju erlendis frá, s.s. frá Kan-
ada og Grænlandi. Hin ástæð-
an er hið háa verð sem er nú á
fiskmörkuðum.
Um síðarnefnda atriðið
sagði Þorsteinn orðrétt: ,,Við
treystum okkur ekki til að
vinna þann fisk sem við verð-
um að kaupa á fiskmörkuðun-
um, hann er okkur of dýr og
málin ganga því ekki upp. Er
því eins gott að loka húsinu ein
því eins gott að loka húsinu
eins og að vinna slíkt hráefni."
Una í Garði
tekin í
landhelgi
Una í Garði GK-100 var
staðin að meintum ólöglegum
veiðum út af Dýrafirði á
þriðjudagskvöld. Reyndust
möskvar í vörpunni vera of
smáir. Varðskip fylgdi Unu til
hafnar á lsafirði, en málið er í
höndum sýslumannsins þar.
Samkvæmt heimildum
blaðsins var Una að veiða í
siglingu og var að verða full-
fermd þegar varðskip stöðv-
aði veiðarnar.
Útlendingar á atvinnuleysisskrá
I verkamenn, sem starfaðhafa I Að sögn Hjördísar Árna- I Hjþrdís að um langvarandi I til búið væri að útvega þeim
Við skoðun á atvinnuleys- hjá Brynjólfi hf. Hafa er- dóttur, félagsmálastjóra rekstrarstöðvun væri að aðra vinnu, ef einhverja
isskrá í Njarðvík kemur í ljós lendu verkamennirnir misst Njarðvíkurbæjar, voru út- raíða hjá fyrirtækinu og væru vinnu væri að hafa.
aðtólfafþrettánmanns.sem vinnuna í kjölfar uppsagna lendingarnir ráðnir til 19. þeir nú allir á atvinnuleysis-
eru á skrá, eru erlendir | hjá fyrirtækinu. | febrúar á næsta ári. Sagði I skrá hjá Njarðvíkurbæ, þar |