Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.1988, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 13.10.1988, Blaðsíða 15
viKiin juttit Fimmtudagur 13. október 1988 15 Njarðvíkurbær: Umhverfismál og breyt- ingar á starfsmannahaldi Á fundi sínum hinn 4. októ- ber s.l. samþykkti bæjarstjórn Njarðvíkur tillögu bæjarráðs um skipan Sigmars Ingasonar í stöðu vatnsveitustjóra Njarð- víkur. Sigmar hefur um árabil gegnt stöðu yfirverkstjóra áhaldahúss sem hefur haft rekstur vatnsveitunnar með höndum. Nú hefur rekstur hennar verið aðskilinn frá áhaldahúsinu og Sigmar tekið við stjórn hennar. Þessi skip- an mála vatnsveitunnar var samþykkt af bæjarstjórn með nýju skipuriti um stjórnskipan bæjarins sem hlaut staðfest- ingu hinn 2. febrúar s.l. Þá var á fundi bæjarstjórnar einnig staðfest heimild til ráðningar bifvélavirkja á bif- reiða- og vélayerkstæði áhaldahússins. Áhaldahús bæjarins hefur yfir að ráða fullkomnu bifreiða- og véla- verkstæði, en það hefur ekki nýtst sem skyldi vegna skorts á menntuðum iðnaðarmanni til að starfa þar. Því hefur þurft að kaupa út alla vinnu við við- Oddur Einarsson hald bifreiða og véla bæjarins. Þessar breytingar á starfs- mannahaldi eru tilkomnar vegna þeirrar endurskipulagn- ingar sem hófst með staðfest- ingu hins nýja skipurits. Þátt- ur í henni er að sveigja starf- semi áhaldahúss bæjarins frá gatnagerð og tengdri starfsemi sem verktakar geta sinnt fyrir bæinn á hagkvæmari hátt en bærinn getur sjálfur, í átt til eins konar umhverfisdeildar sem sinni eingöngu umhverfis- málum, þ.e.a.s. á sumrin rekstri vinnuskóla, fegrun og snyrtingu bæjarins og tengdri starfsemi, og á veturna snjó- mokstri, hálkueyðingu og annarri þeirri þjónustu við bæjarbúa sem fylgir vetrinum. Þessari endurskipulagningu er ekki lokið en í vor sem leið var Jón Olsen ráðinn til að hafa yf- irumsjón með þessum rekst- ursþætti í sumar. Unnið er að nánari útfærslu á þeim breytingum sem fyrir dyrum standa og hefur ekki verið tekin ákvörðun um ráðn- ingu eftirmanns Sigmars Inga- sonar en Jón Olsen hefur sam- þykkt að starfa áfram enn um sinn sem lausráðinn starfs- maður og gegna starfi hans þar til í það verður ráðið. Oddur Einarsson, bæjarstjóri. Afmælisæfing Stakks og HSS: Af hafsbotni til fjallatoppa Um helgina verður haldin afmælisæfmg björgunarsveit- arinnar Stakks og Hjálpar- sveitar skáta, Njarðvík. Æf- ingin, sem hefst á föstudags- kvöld, mun ganga út á alla þætti björgunarstarfa, af hafs- botni til fjallatoppa, víðsvegar um Reykjanesskagann. 300- 350 þátttakendur munu taka þátt í æfingunni, auk 50 manna starfsliðs og 150 skáta sem munu leika sjúklinga. Á blaðamannafundi sem sveitirnar héldu kom fram að ekki væri um gönguæfingar að ræða, heldur væri meira um verkefni í gangi, auk keppni við tímann. Mikið yrði um óvæntar uppákomur. Þrjátíu björgunarverkefni Álorka og Álnabær sameinast Hlutafélagið Álorka í Reykjavík hefur verið samein- að öðru hlutafélagi, Álnabæ í Keflavík. Birtist tilkynning þess efnis í nýlegu Lögbirt- ingablaði. verða í gangi á meðan á æfíng- unni stendur, þar af viðamikið sjóbjörgunarverkefni, köfun, bjargsig og fleira. Meðal þess sem gert verður er leit í Bláa lóninu í myrkri. Æfingin er sett upp fyrir flest það sem gerst getur hér á Suðurnesjum en ekki verður notast við sjúkrahús. Þátttakendur í æfingunni munu gista í Holtaskóla á meðan á æfingunni stendur en sjúklingar í grunnskólanum í Njarðvík. Félagar í Stakk og HSS, Njarðvík, vildu að lokum koma á framfæri þakklæti til þeirra aðila sem veitt hafa þeim stuðning vegna æfingar þessarar, bæði fyrirtækjum og sveitarfélögum. Þjónustufólk Nýr veitingastaður Óskum að ráða fólk til þjónustu- starfa á nýjan veitingastað í Keflavík. Einnig vantar fólk í aukavinnu á kvöldin og um helgar. Umsóknir er tilgreini nafn, heimilis- fang og fyrri störf leggist inn á skrif- stofu Víkurfrétta í síðasta lagi á há- degi n.k. mánudag, 17. okt., merkt „Nýr veitingastaður“. Foreldra- og kennarafélag Myllubakkaskóla Aðalfundur Foreldrar/forráðamenn! Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 18. okt. ’88 kl. 20:30 í fél- agsaðstöðu Myllubakkaskóla. Um þessar mundir er aðaláhugamál félagsins að hvetja til og aðstoða við uppbyggingu á skólalóðinni. Foreldrar! Fjölmennið og leggiðykk- ar til málanna. An ykkar - ekkert for- eldrafélag. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin Afmælisvika 17.-22. okt. Mánudaginn 17. okt. Clarins-kynning Föstudaginn 21. okt. Föröunarmeistari frá Helena Rubinstein aðstoðar. Alla vikuna verður veittur 10% afsláttur af öllum vörum í snyrtivörudeild, auk fjölda tilboða sem verða í gangi. Apótek Keflavíkur *

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.