Víkurfréttir - 13.10.1988, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 13. október 1988
EYJA-
STUD
I' FESTI
Góð aðsókn Suðurncsjamanna sem og annarra var að Lundaballinu. Ljósm.: hpc.
Þúsund lundar liðu ljúflega í
munn og maga Eyjamanna á
15 ára lundaballi þeirra í Festi
í Grindavík síðasta laugardag.
Eyjapeyjar og píur á öllum
aldri skemmtu sér konunglega
við undirspil hljómsveitarinn-
ar Eymenn, sem kom gagngert
frá Eyjum og hingað á fasta-
landið til að spila fyrir Eyja-
menn og gesti þeirra, alls tæp-
lega 300 manns, sem hittust
þarna á lundaballi Félags
Vestmanneyinga á Suðurnesj-
um. Auk þess að halda upp á
15 ára afmæli félagsins var
þess einnig minnst að jafn
langur tími er liðinn frá gosinu
á Heimaey.
Þó hann blási oft mikið hér
á Suðurnesjum, þá blés ekki
síður í Festi í formi tóna, ræðu-
halda og bundins máls, en
fjöldasöngur einkennir ein-
mitt mjög þau mannamót, þar
sem Eyjamenn koma saman.
Ekki sakaði að hafa jafn lif-
andi veislustjóra og Árna
Johnsen, sem þarna stjórnaði
stemningunni með mikilli
reisn.
Réttara hefði verið að lýsa
kvöldi þessu á öldum einhvers
ljósvakans heldur en í blaði
sem þessu, slíkt var fjörið.
Hvað um það, við látum
myndirnar tala, þær segja
meira en fátækleg orð, en við-
staddir voru þarna mynda-
smiðirnir Helga Pétursdóttir
og Emil Páll og hér er árang-
urinn.
Afgreiðslustarf
r
Oskum að ráða stúlku til afgreiðslu-
starfa hálfan daginn. Upplýsingar í
bakaríinu.
Valgeirsbakarí, Njarðvík.
Matsveinn eða háseti
Matsvein eða háseta vantar strax á
línubát. Upplýsingar í símum 15791
og 15792.
Stjórn og skemmtinefnd Félags Vestmannaeyinga á Suðurnesjum, ásamt veislustjóra. F.v.: Bjarni Ólafsson,
Guðrún Pétursdóttir, Guðmundur Ingólfsson, Brynja Pétursdóttir, Jón Valdimarsson og Árni Johnsen. Ljósm.:epj.
Friður færir okkur aukinn þroska
Lionshreyfingin hefur um
áraraðir lagt ýmislegt af mörk-
um til að stuðla að friði í heim-
inum. Leiðin sem þessi öfluga
alþjóðahreyfing hefur kosið að
fara nú í friðarmálum er að
beita sér fyrir samkeppni með-
al ungs fólks um allan heim
um teikningu friðarvegg-
spjalds. Markmiðið með sam-
keppninni er að hvetja ungt
fólk til að tjá skoðanir sínar á
heimsfriði. Kjörorð sam-
keppntnnnar er: Friður færir
okkur aukinn þroska.
Samkeppnin um gerð friðar-
veggspjaldsins er fyrir nem-
endur grunnskóla í fimmta,
sjötta og sjöunda bekk. I
hverju byggðarlagi, þar sem
starfandi eru Lionsklúbbar,
verður leitað til ellefu, tólf og
þrettán ára grunnskólanema
og framkvæmd samkeppninn-
ar kynnt þátttakendum og
skólamönnum. Efnt er til
keppni þessarar með sam-
þykki Menntamálaráðuneytis-
ins. Skilafrestur rennur út 1.
nóvember n.k. Myndir þátt-
takenda fara í gegnum þrjú
keppnisstig, fyrst í hverjum
skóla, síðan er frekari úr-
vinnsla á tveimur stigum inn-
an Lionshreyfmgarinnar. Ein
mynd af hálfu Islands verður
valin á lokastigi af fjölum-
dæmi Lions og send utan í al-
þjóðakeppnina.
Vegleg verðlaun eru í boði
fyrir þann er þau hlýtur, en all-
ir þátttakendur fá viðurkenn-
ingarskjal í hendur frá Lions-
hreyfingunni. Sá keppandi, er
hlýtur fyrstu verðlaun fær pen-
ingaverðlaun (um 23-25 þús.
krónur) og ferð til New York
fyrir sig og tvo fjölskyldumeð-
limi. I New York verða verð-
launin afhent í aðalstöðvum
Sameinuðu þjóðanna á „Degi
Lions með Sameinuðu þjóðun-
um“, sem er 13. mars 1989.
Lionshreyfingin væntir góðs
samstarfs við unga fólkið undir
kjörorðinu: Friður færir okkur
aukinn þroska.
Lionessuklúbbur Keflavíkur
Lionsklúbburinn Oðinn
Ibúðir
fyrir aldraða
Þeir sem hafa áhuga fyrir íbúðum í fyrirhugaðri byggingu
íbúða aldraðra sem Keflavíkurbær hyggst byggja á næsta
ári, sæki um á Félagsmálastofnun, Hafnargötu 32, fyrir 1.
nóv. næstkomandi.
Eldri umsóknir eru í gildi.
Félagsmálastjóri
Þessar stúlkur héldu nýlega hlutaveltu í Keflavík og söfnuðu 1.455
krónum, sem þær hafa fært Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs að
gjöf. Þær heita Vigdís Jóhannsdóttir, Iris Ósk Kristjánsdóttir og
Alda Jónsdóttir. Ljósm.: hbb