Víkurfréttir - 10.11.1988, Blaðsíða 6
\)iKur<
6 Fimmtudagur 10. nóvember 1988
Þeir
koma
núna!
Ðe lónlí blú bojs
Laugardagskvöldið 12. nóv.
koma hinir einu og sönnu Ðe lónlí
blú bojs og verða með 90 mín. skemmti-
dagskrá.
Miðlarnir verða einnig á staðnum
og halda uppi fjörinu.
Snyrtilegur klæðnaður - Aldurs-
takmark 20 ára.
Opið 22 - 03
Föstudagskvöld:
Alli og Nonni snúa skífum og passa
að allir verði í stuði.
18 ára og eldri velkomnir en munið
snyrtilega klæðnaðinn.
Opið 23-03
baðinnréttingar
Afgreiðslufrestur
2-3 dagar.
Fdropinn
Hafnargötu 90
Sími 14790
SUÐURNESJAMENN!
- VERSLUM HEIMA -
KÖKUBASAR
Nokkrir félagar Þroskahjálpar verða
með kökubasar fyrir utan samkomu-
húsið Stapaföstudaginn 11. nóvemb-
er kl. 13. Sleppið að baka um helgina
og styrkið Þroskahjálp.
jutUt
molar
Grín - Gagnrýni - Vangaveltur Umsjón: Emil Páll
í vitlausum bíl
Kona ein, sem lokið hafði
sér af við innkaup í einum af
stórmörkuðum, lenti í
vandræðum við að opna læs-
inguna bílstjóramegin á bí!
sínum. Fékk hún mann, er
kom þar að, til að hjálpa sér
en ekkert gekk, þar til sá
hjálpsami uppgötvaði að hin
framhurðin var ólæst. Lét
konan þá 4ra ára dóttur sína
al'tur í bílinn og settist sjálf
undir stýri. Stuttu síðar heyr-
ist í þeirri stuttu „mamma,
ég held að við séum í vitlaus-
um bíl“. Og viti menn, kon-
an hafði tekið feil á bílum
sem voru samlita en ekki af
sömu gerð.
Opinber fjárdráttur
Á tveimur undanfömum
bæjarstjórnarfundum hafa
bæjarfulltrúar minnihlutans
gagnrýnt kostnað við endur-
skoðun Keflavíkurbæjar.
Telja þeir hann of háan og
nokkuð yfir kostnaðaráætl-
un. Einn fulltrúanna, Garð-
ar Oddgeirsson, sagði reikn-
ing endurskoðandans vera
„opinberan fjárdrátt". Því er
spurn hvort ekki sé rétt að
viðkomandi löggiltir endur-
skoðendur hafi skilað tekj-
um til bæjarins fyrir marg-
földum þessum reikningi,
m.a. með því að komast að
ýmissi fjármálaóreiðu í bæj-
arkassanum? Ef svo er, hvað
eru menn þá að kvarta?
Hver á bæjarfélagið?
Mikil og hvöss orðahrina
átti sér stað milli Guðfinns
Sigurvinssonar, bæjarstjóra i
Keflavík, og Magnúsar Har-
aldssonar, bæjarfulltrúa, á
fundi bæjarstjórnar Kefla-
víkur í síðustu viku. Voru
þar ljót orð látin faila frá
hendi bæjarstjórans. Eftirað
aðrir bæjarfulltrúar höfðu
fordæmt málfarið, baðst
bæjarstjóri afsökunar en
kallaði síðan flest það sem
Magnús minntist á „juð og
nag“. Enduðu þessar orða-
hnippingar með því að
Magnús sagði „hann kallar
mínar skoðanir juð og nag en
hann á ekki þetta bæjarfél-
ag“.
Þú, flugvallar-
starfsmaður
Snörp orðaskipti urðu
milli bæjarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins á síðasta fundi
bæjarstjórnar Keflavikur.
Eftir að Garðar Oddgeirs-
son hafði flutt vel undirbúna
ræðu um stöðu mála, lét Ing-
ólfur það eftir sér að gefa til
kynna að Garðar vissi nú
ekkert um þessi mál enda
flugvallarstarfsmaður. Með
öðrum orðum, hann væri
ekki mikið inni í málum fyrst
hann ynni þarna uppi í heið-
inni.
Hugðu gott til
glóðarinnar
Mjög áberandi var á aðal-
fundi SSS á dögunum, að
nánast hver einasti maður
kom í pontu og þakkaði Ei-
ríki Alexanderssyni góð störf
fyrir sambandið. Svo langt
gekk lof þetta að menn höfðu
á orði, að ineð þessu væru
menn að leggja inn gott veð-
ur hjá Eiríki, áður en hann
færi í nýja starfið. Meintu
menn að eftir að hann væri
orðinn Utvegsbankastjóri,
ætti hann erfiðara með að
segja nei við þessa sömu
menn, ef þeir ieituðu fjár-
magns hjá honum.
SÍS-fulItrúinn
bæjarstjórninni
Þeir voru margir sem urðú
hissa á afstöðu bæjarfulltrúa
og oddamanns íhaldsins í
bæjarstjórn Kefiavíkur í síð-
ustu viku, er til umræðu var
togaramálið margumrædda.
Sýndi Ingólfur þarna að
hagsmunir Sambandsins eru
hærra metnir hjá honum en
heill atvinnumála svæðisins.
Að vonum kom þessi að-
staða mörgum flokksbróður
hans í opna skjöldu.
Stöð 2 í lið með
höfuðborgarvarginum
Stöð 2 er nú farin að bjóða
kananum sjónvarpsefni í
gegnum kapalkerfið þarna
efra. í fréttum af málinu var
bent á að nú myndu kanarnir
líka horfa á auglýsingar á
stöðinni og þar með fengjust
kanarnir meira til Reykja-
víkur til að versla. Eða með
öðrum orðum, þarna er
höfuðborgarvargurinn enn
einu sinni að fá kanana til að
gleyma verslunum hérsyðra.
Skandall
Stór hópur starfsmanna
Aðalverktaka á Kefiavík-
urfiugvelli hélt í reisu mikla
til Amsterdam á döguntim
og var dvalið á hugguiegu
hóteli. Áður en yfir lauk
höfðu íslendingarnirgert sér
lítið fyrir og rústað tveimur
herbergjum og hagað sér
þannig að hluti hópsins var
rekinn út af hótelinu. Ekki
fer frekari sögum af þessari
frægðarför Íslendinganna....
Grindvísk menning
Um aðra helgi sýnir Ríkis-
sjónvarpið menningarþátt,
sem ber nafnið ,,Hvað er á
seyði?“ og fjallar um menn-
ingarmál á landsbyggðinni.
Að þessu sinni verður sýnt
frá Félagsheimilinu Festi í
Grindavík, hvað helst er að
gerast í menningarmálum
Grindvíkinga. Geta Grind-
víkingar þá vonandi afsann-
að hina frægu mynd „Fiskur
undir steini'*.
Suðurnesjamenn fjöl-
menntu til Stuttgart
Suðurnesjamenn fjöl-
menntu í dagsferð Sam-
vinnuferða til Stuttgart sl.
laugardag. Rúmlega 130
manns fylltu Boeingþotu
Flugleiða til þess eins að
koma við í hinni frægu Boss-
fataverksmiðju enda allt Is-
lendingar með „einfaldan
smekk“; og svo til aðfylgjast
með íslenska eyjapeyjanum,
sem hefur haft knattspyrnu
að lifibrauði í 17 ár, en það er
auðvitað Ásgeir Sigurvins-
son. Allt var þetta gott og
blessað, nema livað að eftir
30 mín., upphitun fyrir ieik-
inn var ákveðið að Ásgeir
léki ekki með, íslendingun-
um til sárra vonbrigða, sem
höfðu flogið í 3 tíma til að sjá
hann leika. En hvað um það,
lið hans, Stuttgart, vann góð-
an sigur í mjög skemmtileg-
um leik sem varsárabótfyrir
130 manna hóp Islendinga
en þar af voru um 30 Suður-
nesjamenn.
Sopinn teygaður
Eins og við var að búast
var sopinn teigaður í Stutt-
gartferðinni. Það var byrjað í
Fríhöfninni klukkan fimm
á laugardagsmorgun, haldið
áfram í Flugleiðaþotunni,
sem því miður varð uppi-
skroppa með bjórinn áður en
lent var í Stuttgart og þeir
hörðustu höfðu ekki fyrir því
að „hvíla" sig á Bakicusi. Á
heimleiðinni neyddust flug-
freyjurnar ti! að loka barn-
um. þegar liðið var á ferðina.
Leiðindi urðu ekki rosaleg,
fjörið bara í meira lagi. Þeir
hörðustu enduðu sólarhring-
inn með því að taka sporið í
Glaumbergi. Fóru beint úr
vélinni um tvöleytið eftir
miðnætti, tóku við af Miðl-
unum og miðluðu fjöri til
allra hinna.
Enn sefur DV
Að fáu hefur verið gert
meira grín hér í þessum dálki
en upplýsingum þeirn sem
DV miðlar ti! lesenda sinna
varðandi neyðarnúmerýmis-
konar í Kefiavík. Frá síðustu
birtingu ádrepu um mál
þetta hafa þeir að vísu bætt
sig aðeins en ekki nægjan-
lega. Birtum við því hér með
mynd af þessum þrálátu vill-
um þeirra DV-manna, und-
irstrikuðum, og upplýsingar
um hin réttu símanúmer eru
skrifuð þar hjá. Vonandi
fara þeir hjá DV nú að vakna
varðandi mál þetta, því ann-
ars er hætta á leiðinda mis-
skilningi, kannski á hættu-
stundu.
[ Slökkvilið-lögregla^
I Rsykjavik: LðcreglaÐ (Iml 11166,
I ilökkvtllð o« sjúkrabífrekð rfml 11100.
I ScltJarnarDM: Lðgrettlan tlml 611166,
I (lðkkvlllð ok sjúkrabtfreiö (lml 11100.
I Kópavofur: Lðcrectan (lml 41X0.
I slökkvtlið og sjúkrebífretö dmi 11100.
I H*fn«rf)6r*ur: LðgregUn (lml 61166,
I (lökkvtliö 06 Uúkreblfreið tlmi 51100.
I KrfUvik: LðgreeUn dml 16600, _
1 slökkvtllft slmi 12221 n. tiúkrehlfreifl IT,Z21|
■ slml 12221 ltkSOO . ■
Heilsugassla
I Sly**v*rö*tof*n: Stmi 096600.
I Sjúkrabifreið: Reykjavtk, Kópavogur
I og SeltUmames. simi 11166, H*fn*r
1 OorOur. simi M100. KrtUvtk. otopi 13K3. IZl.2^1
_ : Reykjavtk. Kðpavogur og
■SeltJamames. slmi 686230.
■Akureyrl. stmi 22445.
■ Keflavtk slmi
] HafnartJorður. simi
61336
■ Vestmannaeyjar. slmi 11321.
■ HiUveitubiUnir: Reykjavtk og Kðpa-
■ vogur. (lml 27311,
I SeltJaroames, stmi 615766.
I V'«tn*veitubil*nir: Reykjavtk 06 Sel-
■ 0*roamcs, slnu 621180,
I Kópavogur. siml 41580. efttr kL 18 og
■ um helgar. «lml 41575.
I Akureyn. simi 23306
" Tavtk. slml 1515.
IISSl |