Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 10.11.1988, Blaðsíða 20
\fiKun jttWt Fimmtudagur 10. nóvember 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15. - Síniar 14717, 15717. TEKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN Hnútur setti bát- inn á hliðina Litlu munaði að manntjón yrði um fimm sjómílur frá Sandgerðisbauju, um kl. 18 á föstudag, er harður hnútur skall á línubátnum Þorsteini KE 10, sem var á landleið til Sandgerðis. Skall hnúturinn aftan til á stjórnborðshlið og lagði bátinn á bakborðshlið- ina. Jafnframt brotnaði borð- stokkurinn stjórnborðsmegin nánast frá spili og aftur fyrir stýrishús eða alls 7 styttur. Þá reif sjórinn upp stýrishúss- hurðina og komst bæði niður í vélarúm og lúkar. Er þetta gerðist voru tveir menn frammí lúkar en Hafsteinn Ingólfsson, skipstjóri og eig- andi bátsins, við stýrið en eng- an þeirra sakaði. Línubalar, sem voru á dekki, féllu útbyrð- is og þar sem öll tækin í stýris- húsinu urðu óvirk varð bátur- inn strax sambandslaus við aðra. Þar sem vél bátsins stöðvað- ist ekki, línan slapp við skrúf- una og lestarlúgan var af svo- nefndri kafbátalúgugerð, tókst skipstjóranum að sigla bátnum upp úr þessu og rétta hann af. Hefði línan farið í skrúfuna eða lestarlúgan opn- ast hefði vart þurft að spyrja að leikslokum. Þegar hér var komið sögu var skotið upp einu neyðar- blysi sem kona ein í Sandgerði sá og lét lögreglu vita, jafn- framt sáu menn í nærstöddum bátum til neyðarblyssins. Voru björgunarsveitirnar í Garði og Sandgerði þegar kall- aðar út í viðbragðsstöðu en á hjálp þeirra þurfti ekki að halda. Sigldi Þorsteinn KE síð- an fyrir eigin vélarafli til Keflavíkur og þangað fylgdu honum bátarnir Sandvík GK 325 frá Grindavík og Kefla- víkurbáturinn Jóhannes Jóns- son KE 79. Komu þeir til Keflavíkur á áttunda tímanum um kvöldið. Er komið var að bryggju var þegar farið í að landa aflanum og skipa á land línunni sem náðist aftur, eins og ekkert hefði í skorist. Var báturinn síðan tekinn upp hjá Skipa- smíðastöð Njarðvíkur á laug- ardeginum. Þorsteinn KE 10 er 28 tonna eikarbátur, smíð- aður í Danmörku 1955. Er óhappið varð og klukku- tímum þar á undan var veður slæmt á þessum slóðum og áttu margir bátar í erfiðleikum með að draga línu sína, jafn- framt því sem flestir þeirra báta, sem róa frá Sandgerði, komu til Keflavíkur þetta kvöld vegna brims á fyrr- nefnda staðnum. Það er sama hvort skemmdirnar á borðstokknum eru skoðaðar utan- eða innafrá, þær leina sér ekki. Enda hefur verið hér um mjög harðan hnút að ræða. Gnúpur GK: Aflaverðmæti 20 milljónir á mánuði Útgerð ,,sa!tfisktogarans“ Gnúps GK frá Grindavík ætl- ar að reynast einkar athyglis- verð, að sögn Fiskifrétta. Hef- ur togarinn veitt þorsk í sum- ar, sem hefur verið flattur og saltaður um borð, auk nokk- urs magns af karfa. Hefur þessi ,,blandaða“ útgerð geftð um 15 milljóna króna afla- verðmæti á mánuði. Þó var aflaverðmæti júlímánaðar um 20 milljónir króna. Er vinnu um borð hagað þannig að allur þorskurinn er tekinn og flattur jafnóðum um borð og hann síðan saltaður niður í kör. Flatti fiskurinn er síðan tekinn og flokkaður í landi, snyrtur og ormahreins- aður og hann síðan saltaður aftur í kör. Tvær bílveltur í skyndihálku Þrennt var í bílnum er valt í Á ellefta tímanum á þriðju- dagsmorgun gerði skyndilega mikla hálku á Reykjanesbraut með þeim afleiðingum að tveir bílar ultu á brautinni. Kom tilkynning til lögregl- unnar í Keflavík kl. 10:52 um bílveltu í Kúagerði. Voru þeg- ar sendir tveir lögreglubílar á vettvang en annar komst aldrei nema að Grindavíkur- veginum, því þar var einnig bílvelta. Kúagerði, voru tveir teknir upp í bíla er komu þarna að og fluttir til læknis, en sá þriðji ætlaði að koma sér þangað sjálfur. Einn var í bílnum á Grindavíkurvegi og slapp án teljandi meiðsla. Af þessu tilefni er rétt að benda vegfarendum um Reykjanesbraut á þá hættu er getur skapast þar óvænt sökum hálku, við hin ólíkleg- ustu akstursskilyrði. TRÉ-X byggingavörur Iðavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700 Miðneshreppur: Minkur mr i andahóp Hann komst heldurbeturí feitt, minkurinn sem var að læðupokast í Miðneshreppi á sunnudag. Gerði minkurinn sér lítið fyrir og drap nokkr- ar endur og skelkaði aðrar, áður en eigandi fuglanna varð dýrsins var. Var haft samband við lögreglu sem síðan sá um skýrslugerð um málið. Sex stútar undir stýri Lögreglan í Keflavík tók í síðustu viku sex ökumenn fyrir meinta ölvun við akst- ur. Þá tók lögreglan einnig tvo ökumenn fyrir að aka réttindalausir en þeir höfðu áður vcrið sviptir ökuleyf- um. Sex umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar, sem hún þurfti að hafa afskipti af. Nokkur erill hefur verið hjá lögreglunni og t.a.m. fékk hún 105 útköll í síðustu viku. Grindavík: Síldin heldur fólki rólegu Lögreglan í Grindavík hefur átt rólega daga að undanförnu. Að sögn Sig- urðar Ágústssonar hjá lög- reglunni í Grindavík, hefur síldin og öll sú vinna sem er í kringum hana haldið fólki rólegu. Einungis tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur á Grindavíkurveginum í síð- ustu viku. Vscri það ekki þjóðráð fyrir lögregluna að hafa síld í lögreglubílununi? . . .

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.