Víkurfréttir - 10.11.1988, Blaðsíða 13
\)iKur<
jutUt
Atriði úr Spæjaranum. Ingimundur Magnússon, Jón Ragnar
Ást þórsson og Sóiveig Pétursdóttir. Ljósm.: hbb.
Litla leikfélagið, Garði:
Ástæðu-
laus ótti
Litla leikfélagið í Garði
frumsýndi um síðustu helgi
þrjá einþáttunga eftir þýska
leikritahöfundinn Bertolt
Brecht, Himnaríki Hitlers
eða Ótti og eymd Þriðja rík-
isins. Himnaríki Hitlers er
22. verkefni Litla leikfélags-
ins frá því það var stofnað
fyrir tólf árum.
Einþáttungarnir gerast
allir í Þýskalandi á tímabil-
inu frá 1933 til 1935, sá fyrsti
Gyðingakonan í Frankfurt
árið 1935, Spæjarinn í Köln
1935 og síðasti einþáttungur-
inn, Krítarkrossinn, í Berlín
1933.
Ellefu leikarar fara með
hlutverk í leikverki þessu,
sem fjallar um „andnas-
isma“ á stríðsárunum. Mörg
ný andlit sjást á sviðinu að
þessu sinni, leikarar sem
hafa ekki leikið með félaginu
í nokkurn tíma, auk tveggja
leikara sem ekki hafa leikið
með Litla leikfélaginu áður.
Leikstjóranum, Þóri
Steingrimssyni, hefur tekist
vel upp með leikurunum og
hefur fengið þá til þess að
sýna sitt besta.
Himnaríki Hitlers eða Ótti
og eymd Þriðja ríkisins er
ekki gamanleikur, heldur
verk sem flytur boðskap og
heldur vissri spennu í áhorf-
andanum frá upphafi til
enda sýningar.
Nú á tímum sjónvarps og
útvarps, sem glymur i eyrum
landsmanna hvern einasta
dag, er vel þess virði að skella
sér á sýningu hjá Litla leik-
félaginu í Garði. Það er
ástæðulaust að óttast að þú
verðir fyrir vonbrigðum með
kvöldstund í kaffihúsastíl í
Garðinum. Leikfélagsfólk,
til hamingju með sýninguna.
„Beltið bjarg-
aði mér“
S.l. föstudag, 4. nóvember,
var ég að aka niður Vestur-
götu. Nokkru áður en ég nálg-
ast gatnamót Kirkjuvegar gaf
ég stefnuljós til vinstri. Þegar
ég er nýbyrjaður að beygja
kom bifreið á mikilli ferð aftan
á hægra horn stuðarins með
þeim afleiðingum að bifreið
mín snerist í hálfhring.
Við höggið skall ég með höf-
uðið í stýrið, með þeim afleið-
ingum að það kom skurður á
vinstri augabrún. Var ég
keyrður strax upp á sjúkrahús,
þar sem skurðurinn var saum-
aður.
Astæðan fyrir því að ég segi
frá þessu er sú, að ef ég hefði
ekki verið í bílbeltum hefði ég
lent á framrúðunni og skorist
meira eða minna og hefði e.t.v.
ekki verið til frásagnar.
Daglega heyrast og sjást
fréttir í fjölmiðlum, þar sem
sagt er frá stórum og smáum
slysum í umferðinni, sem í
sumum tilfellum hefðu verið
sársaukaminni ef allir væru í
bílbeltum. Mörgum finnst
ekki taka því að setja á sig belti
þegar ekið er innanbæjar. Slys-
in gera ekki boð á undan sér.
Munið að spenna beltin áð-
ur en þið akið af stað, hvort
sem leiðin er stutt eða löng.
Tökum höndum saman sem
einn maður og forðum slysum
með aðgát í akstri og högum
akstri eftir aðstæðum að nóttu
sem degi. Þú veist aldrei hve-
nær kemur að þér.
Foreldrar: Framundan er
svartasta skammdegið og allra
veðra von. Látið börnin aldrei
fara út á göturnar, í skólann
eða út í búð, án þess að næla á
þau sjálflýsandi merki. Það
gæti bjargað lífi þeirra.
Gleymum ei þeim góða sið
á göngu ykkar um veginn,
að gefa börnum góðan frið
við götuna beggja megin.
Páll Þór Jónsson
Fimmtudagur 10. nóvember 1988 13
Margrét (Sossa) Björnsdóttir við tvö verka sinna.
Göð aðsökn
hjð Sossu
Fjölmennt var við opnun
myndlistarsýningar Margrét-
ar Soffíu Björnsdóttur, Sossu,
í sal Innrömmunar Suðurnesja
á laugardag.
Margrét vinnur sínar mynd-
ir í þurrnál með sérstakri lita-
meðferð. Sýningin í sal Inn-
römmunar Suðurnesja er
fjórða einkasýning Sossu, en
einnig hefur hún tekið þátt
í mörgum samsýningum, bæði
hérlendis og erlendis.
Eins og áður hefur komið
fram í blaðinu er sýningin opin
til 13. nóvember, frá kl. 13 til
18 virka daga og 14-21 um
helgar.
gæða parket
PARKETHLIFAR
6 stærðir - 660 kr. pk.
r
10 pör í pk.
jdiopinn
HAFNARGÖTU 90
230 KEFLAVÍK
SÍMI 14790
VARI leysir vandann
með sjálfvirkum öryggisbúnaði
er hentar sérhverjum aðstæðum
á
m
Brunavarnakerfi og sjálfvirk slökkvi-
kerfi.
Sjálfvirk þjófavarnakerfi tengd
öryggismiösföö.
✓
Sjálfvirkir vatnsskynjarar tengdir
öryggismiöstöö.
Peningaskápar - læsingar -
aögangskerfi (töluborðogaðgangs-
kort)
Sérfræðingar okkar verða á Suðurnesjum eftir helgina og gera
tillögur og kostnaðaráætlanir fyrir þá er þess óska, án
allra skuldbindinga og kostnaðar.
Hafðu samband við öryggismiðstöð okkar sem er opin allan
sólahringinn og bókaðu tíma í síma 91-29399.
Eftirtaldir aöilar eru meöal þeirra fjölmörgu fyrirtækja á
Suöurnesjum sem notfæra sér nú þjónustu Vara á sviöi
öryggismála:
Trésmiöja Þorvaldar Ólafssonar
Apótek Keflavíkur
Apótek Grindavíkur
Aldan Sandgerði
Golfklúbbur Suðurnesja
Skipaafgreiðsla Suðurnesja
Vöruafgreiðslan Iðavöllum
Tryggingarmiðstöðin
Bókhaldsþjónustan Sævar Reynisson
Hárgreiðslustofan Brá
Póstur og Simi Keflavik
íslenskur markaður Iðavöllum
VARI, sérhæfð öryggisþjónusta Þóroddsstöðum, v/Skógarhlíð, Pósthólf 1101, 121 Reykjavík, sími 91-29939
###
29.104 augljós