Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1988, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 10.11.1988, Blaðsíða 9
mun Fimmtudagur 10. nóvember 1988 Vesturgata, Keflavík: Snúinn árekstur All harður árekstur varð á Vesturgötu síðasta föstudag milli tveggja bifreiða er báðar voru á leið austur götuna. Við áreksturinn slasaðist bílstjóri annarrar bifreiðarinnar lítils- háttar á höfði. Er bifreiðarnar voru á rnóts við Kirkjuveg ætlaði sú fremri að beygja norður Kirkjuveg en þá skall aftari bifreiðin á þeirri fremri með miklu afli. Talið er að sá síðari hafi verið á all nokkurri ferð, enda mældust nokkuð löng bremsuför eftir þá bifreið. Við áreksturinn snérist fremri bifreiðin í vesturátt, lenti upp á gangstétt og þar á grindverki, en ökumaður hennar mun hafa vankast því þaðan ók bifreiðin eina 50 metra vestur Vesturgötu áður en hún stöðvaðist. Er bifreiðarnar höfðu stöðv- ast tók vitni sig til og ók með hinn slasaða á sjúkrahús, en slíkt má aldrei eiga sér stað, því röng meðhöndlun getur oft haft slæmar atleiðingar. Gripu því bæði lögregla og sjúkrabíll í tómt er þeir komu á staðinn. Er bifreið tjónvaldsins mik- ið skemmd og óvíst hvort það borgi sig að gera við hana. Bifreið tjónvaldsins á Vesturgötu. Ljósm.: epj. Frá afhendingu viðurkenningarinnar við upphaf fundar bæjarstjórnar Kefla- víkur í síðustu viku. Ljósm.: hbb. Keflavíkur- bær heiðrar Geir Sverris Áður en fundur í bæjar- stjórn Keflavíkur hófst á þriðjudag í síðustu viku var Geir Sverrissyni og foreldrum hans boðið til kaffisamsætis í fundarsal bæjarstjórnar og Geir veitt viðurkenning fyrir frábæran árangur á Heims- leikum fatlaðra í Seoul í S- Kóreu. Bæjarstjóri, Guðfinn- ur Sigurvinsson, ávarpaði Geir og veitti honum viður- kenningu en þetta er í fyrsta skipti sem Keflvíkingur og Suðurnesjamaður kemst á verðlaunapall á Olympíuleik- um fyrir fatlaða einstaklinga. Fjölbrautaskólanema neitað um far hjá SBK: „Fá far gegn greiðslu úú Vegfarandi, sem átti leið um Sandgerðisveg nýlega, hafði samband við blaðið vegna nemanda úr Fjölbrautaskól- anum sem hann hafði tekið upp. Mun nemandinn ekki hafa flutt vegfarandanum fagra sögu af skólaakstrinum úr Keflavík til Sandgerðis og Garðs. Þannig var að nemandinn úr Fjölbrautaskólanum hafði misst af Steindórsbílnum, sem sér um flutning á nemendum FS í fyrrgreind byggðarlög, og hugðist því taka sér far með bíl S.B.K., sem flytur Holtaskóla- nemendur til Garðs og Sand- gerðis. Þegar nemandinn ætl- aði sér að fá far með bílnum var honum neitað, þar sem hann væri ekki nemandi úr Holtaskóla. Vegna þessa máls hafði blaðið samband við Jón Stígs- son hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur og hafði hann þetta að segja um málið: „Ef nemendur úr Fjöl- brautaskóla Suðurnesja greiða fyrir farið, þá mega þeir koma með bílunum. Nemendur úr Fjölbraut sækja stíft í að kom- ast með skólabílum S.B.K. Það kemur jafnvel til greina að óskað verði eftir því að fram- vísað sé skólaskírteinum," sagði Jón. Blaðið hafði einnig sam- band við Steindór Sigurðsson og bar undir hann þá spurn- ingu hvort bílstjórar hjá hon- um myndu neita nemendum úr Holtaskóla um far, ef þeir misstu af skólabílnum sínum. „Það held ég ekki“ sagði Stein- dór og bætti við: „Ef það er pláss fyrir nemendurna, þá tökum við þá með. Við grein- um þeirn jafnframt frá því hvaða skólabíl þeir eiga að nota. Við gætum verið með yfirfulla bíla ef við ættum að taka alla,“ sagði Steindór Sig- urðsson að lokum. HRINGBRAUT 99 - KEFLAVÍK - SÍMI 1-45-53 • Matvara • Nýlenduvara • Grænmeti og ávextir • Öl, gos, sælgæti • Hreinlætisvörur Heimsendingar- þjónusta Opið aila daga til kl. 22 HORNIÐ - alla daga OPIÐ Föstud., laugard. og sunnud. frá kl. 18:30. Borðapantanir daglega í sima 14040. i ? j uiir Pantið tímanlega. Siðasta laugardag varallt upppantað SjAVARGULLIÐ U RESTAURANT Ferskur veitingastaður í notalegu umhverfi, þar sem þjónustan er frábær og þú nýtur þess að snæða ljúffenga rétti. Ef þú vilt fara í fjörið eftir matinn þá ertu vel- kominn í Glaumberg án þess að greiða aðgangs- eyr‘- Glaumberg Sjávargullið -ef þú vilt gleði og góðan mat Keflvíkingar Tombóla verður haldin í Myllubakkaskóla laugardaginn 12. nóvember kl. 14. Nemendur í 4. og 5. bekk Myllubakkaskóla NÆTURSALA föstudaga og laugardaga til kl. 05 Fjölbreyttur og góður matseðill - fljót þjónusta ÓBREYTT VERÐ

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.