Víkurfréttir - 24.11.1988, Page 1
u
Landsbókasal
Safnahúsinu
loi Reyk.jav
Hin hliðin á Hafnargötunni . Það er ekki bara innbrot og læti sem tengjast ungl-
ingum á Hafnargötunni, þar má líka finna hressa krakka um helgar. Sjá nánar miðopnu. Ljosm: hbb
Skuld Knattspyrnuráðs Keflavíkur 10 milljónir:
Stærsta ,jSlys“
í sögu IBK
ELDEY HF:
Mikill áhugi fyrir hlutafé
Hin mikla umræða um
togaramálið margumrædda
hefur hleypt nýju blóði í
hlutafjársöfnun Eldeyjar h.f.
að sögn Braga Ragnarsson-
ar, framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins.
Einnig hefur útgerð þeirra
tveggja skipa sem Eldey h.f.
gerir út gengið vel og hefur
annað þeirra átt hverja topp-
söluna á fætur annarri hjá
Fiskmarkaði Suðurnesja.
Þetta fyrirtæki þarf ekki að
kvarta yfir kvótaskorti og
hefur m.a. til sölu umfram-
kvóta. Þessi mál eru krufin
nánar í viðtali við Braga á
síðu tvö í blaðinu í dag.
TVEIR BÍLflR
ÚKU A HEST
Tveir bílar óku á hest á
Garðveginum í Leiru á
þriðjudagsmorgun. Drapst
hesturinn, farþegi í öðrum
bílnum slasaðist lítillega og
siðari bíllinn varð óökufær á
eftir.
Fyrst var það vörubifreið
er ók á hestinn á miðjum veg-
inum. Var hesturinn með
lífsmarki eftir þann árekstur
en lá á veginum er fólksbif-
reið bar þar að og ók á hest-
inn liggjandi. Kvartaði far-
þegi í fólksbifreiðinni yfir
eymslum í baki og var hann
fluttur til læknis.
Við síðari áreksturinn
sprakk hesturinn og lést
samstundis. Varð því að fá
slökkviliðsbíl til að hreinsa
götuna.
SANDGERÐI:
Meira borist á land
Skuldir knattspyrnuráðs ÍBK
urðu aðal umræðuefnið á árs-
þingi ÍBK sl. laugardag. Nema
þær alls um 10 milljónum
króna. Ný* formaður var kjör-
inn á þinginu. Ragnar Örn Pét-
ursson, veitingamaður í Kefla-
vík, tók við embættinu af nafna
sínum Ragnari Marinóssyni,
sem hefur verið formaður
bandalagsins sl. fimm ár.
Miklar umræður urðu um
skuldir knattspyrnuráðs og
skýrslu sem fráfarandi for-
maður þess, Kristján Ingi
Helgason, flutti. Var Kristján
harðlega gagnrýndur af mörg-
um fundarmönnum fyrir að
„skella skuldinni á aðra“ svo
og fyrir að vilja ekki skýra
ýmsa liði í reikningum og
skýrslu, en hann taldi ársþing
ekki vettvang til þess. Var
samþykkt að skipa skilanefnd
sem fær það óskemmtilega
verkefni að leysa vandamál og
skuldir knattspyrnuráðs. Sjá
nánari umfjöllun á bls. 17.
„Þetta er ósköp svipaður
afli í hverjum róðri“ sagði
starfsmaður á hafnarvoginni
í Sandgerði í samtali við
blaðið. „Það er aldrei veður
fyrir þessa karla að vera á
sjó, annars gekk vel hjá þeim
frá síðasta föstudegi til
sunnudags og þannig meira
borist á land en ella, þó svo
að það sé svipað úr hverjum |
róðri. Þeir sem áttu beitt ■
komust síðan á sjó á mánu- .
daginn“ sagði starfsmaður J
vigtarinnar.
Einn línubátur mokfísk- I
aði sl. laugardag en þá fékk |
Bjarni KE tæp 4,6 tonn á 21 |
bjóð meðan stærri línubátar ■
fengu um 4 tonn á 90 bjóð. j
Anna María
kjörin íþrótta-
maður ÍBK
Anna María Sveinsdóttir
var kjörin íþróttamaður Kefla-
víkur á ársþingi IBK sl. laugar-
dag. Afhenti fráfarandi for-
maður ÍBK, Ragnar Marinós-
son, henni farand- og eignar-
bikar sem Knattspyrnufélag
Keflavíkur gaf bandalaginu
fyrir þremur árum til þessarar
útnefningar. Aður hafa þeir
Jón Kr. Gíslason og Már Her-
mannsson hlotið þessa útnefn-
ingu.
Anna María er mikil
íþróttakona. Hún er í meist-
araflokksliði ÍBK í körfu-
knattleik sem hefur verið
ósigrandi í tvö ár, hún leikur
handknattleik með 2. deildar
liði ÍBK og knattspyrnu á
sumrinmeðlBKsemleikurí 1.
deild.
Anna María Sveinsdóttir, íþróttamaður Keflavíkur 1988, tekur við viðurkenningum sínum úr hendi
Ragnars Marinóssonar. Ljósm.: pket.