Víkurfréttir - 24.11.1988, Qupperneq 12
WKllft
12 Fimmtudagur 24. nóvember 1988
| jUtiU
VERSLUM HEIMA:
„Minni byggðariögin
vinna á Keflavík"
- segir Ingibjörg Sólmundsdóttir, sem rekur
Bensínstöðina í Garði
Verslun Bensínstöðvarinnar
í Garði varð 10 ára sl. fimtu-
dag. Afþví tilefni var opnaður
jólamarkaður að Heiðartúni 2.
Það er Ingibjörg Sólmudns-
dóttir sem rekið hefur verslun-
ina þessi tíu ár, frá því hún tók
við umboði Olíufélagsins hf. í
Garði, fyrst að Sunnubraut 1 í'
Garði og síðan við Heiðartún.
Verslun bensínstöðvarinnar
hefur smám saman verið að
vaxa og að bætast við nýir
vöruflokkar. Nú er hægt að fá
allt sælgæti, gosdrykki, gjafa-
vöru og helstu nauðsynjavöru
í verslun bensínstöðvarinnar.
„Heildsalar skilja ekkert í
mér,“ sagði Ingibjörg, „þegar
hver verslunin á fætur annarri
leggur upp laupana er ég að
opna eina nýja hér. Fólk hefur
tekið þessu mjög vel og það var
troðfullt hús og stanslaus
traffik allan opnunardaginn.“
-Áttu ekki von á því að það
verði samdráttur í verslun í
jólamánuðinum?
„Það verður almennt sam-
dráttur í verslun í jólamánuð-
inum. Við hérna í litlu byggð-
arlögunum verðum þó ekki
eins mikið vör við samdráttinn
eins og til dæmis verslanir í
Keflavík."
-Á verslun utan Keflavíkur
ekki undir högg að sækja?
„Við hérna í minni byggðar-
lögunum eigum eftir að vinna
mikið á Keflavík í verslun á
næstunni.“
-Hvað um það að fólk fari til
Reykjavíkur?
„Fólk fer oft til Reykjavík-
ur til þess að versla, þá helst
fatnað, en þarf yfirleitt að snúa
við vegna þess að hlutirnir fást
ekki í höfuðborginni.
Eg veit til dæmis um konu
utan af landi sem var í Reykja-
vík með þrjá syni sína fyrir jól
og ætlaði sér að kaupa föt á þá.
Hún hafði arkað fram og aftur
um borgina og ekkert fundið.
Hún kom í heimsókn til mín
um kvöldið og sagði mér sög-
una. Ég spurði hana hvort við
ættum ekki að koma við í Öld-
unni í Sandgerði og athuga
hvort þar fengist eitthvað á
börnin. Hún spurði mig hvort
ég væri rugluð en sló samt til.
Þegar í Ölduna var komið fékk
hún fatnað á öll börnin auk
ýmislegs annars. Suðurnesin
eru að fullu samkeppnisfær við
Reykjavíkurverslunina."
-Að lokum, verður eitthvað
framhald á þessari verslun,
sem nú er jólamarkaður?
„Við verðum bara að bíða
og sjá. Það er aldrei að vita ef
viðtökurnar verða góðar,“
sagði Ingibjörg Sólmunds-
dóttir að lokum.
Það var niargt að skoða hjá þessum Garðpollum í nýju versluninni,
.lólasól. Ljósmyndir: hbb.
lngibjörg Sólmundsdóttir hafði í miklu að snúast, þegar blaðamað-
ur leit þar inn á opnunardaginn í síðustu viku.
ISLENSK REVIA
ERUM VIÐ SVONA?
Höfundur og leikstjóri: Hulda Ólafsdóttir
Sýningar á efri hæð Glóðarinnar
klukkan 21.
4. sýning Föstudaginn 25. nóvember
5. sýning Laugardaginn 26. nóvember
6. sýning Sunnudaginn 27. nóvember
SÍÐASTA SÝNING
Vi afsláttur fyrir
börn og eldri
borgara, 67 ára
og eldri.
Hópafsláttur fyrir
10 manna hópa og stærri
Miðapantanir í síma 13389 eftirkl. 17.00 fimmtudag-
inn 24. nóvember og sýningardagana frá kl. 14.00.
Pantið tímanlega, hvort sem þið hyggist
fara bara á sýninguna eða líka í matinn.
Suðumesjamenn!
Söngur, glens og gaman lyftir okkur öllum,
ungum sem öldnum, upp í skammdeginu.
Matur og leikhús!
GLÓÐIN BÝÐUR UPP Á MIÐA Á LEIKSÝN/NGUNA
OG MAT Á NEÐRI HÆÐINNIÁ AÐEINS KR. 2.000.-
Matseðill: ,
• Sveppasúpa
• Innbakað lambalæri boriðfram meðostgljáðum kartöfl-
um, fersku grænmeti og bernaissósu.
• Sherrý rjómarönd.
• Kaffi.
Athugið að mæta tímanlega í matinn því leiksýningin hefst kl.
21.00 stundvíslega.
LEIKFELAG KEFLfflM