Víkurfréttir - 05.05.1989, Blaðsíða 2
Föstudagur 5. maí 1989
mur<
juiUt
1. maí-ndnd verkalýðsfélauanna. F.v.: Kristbjörn Albertsson, Guðmundur,Finnsson, .Jósep Borgars- Einar Júlíusson, kynnir dagsins, stjórnaði afmælissöngnum til
son, Þorvaldur Kjartansson, Birgir Sveinsson og Hólmar Magnússon. A myndina vantar Bjarna handa Óskari Aðalsteini, sem varð sjötugur þennan dag.
JÓnsson. Ljósmvndir: epj.
Bjöllukórinn í Garði undir stjórn Jónínu Guðniundsdóttur.
SKIPAAFGREIÐSLA
SUÐURNESJA
Tækjadeild - Sími 14675
Göð þátttaka f
Stapa 1. maí
Mjög góð þátttaka var á
baráttu- og hátíðarfundi 1.
maí-nefndar í Stapa í Njarð-
vík. Auk ræðuhalda fóru fram
leiksýningar, söngur, hljóð-
færaleikur og upplestur.
Kynnir var Einar Júlíusson.
Hátíðin var sett af Guð-
tnundi Finnssyni, fram-
kvæmdastjóra VSFK, en há-
tíðarræðan var flutt af félags-
málaráðherra, Jóhönnu Sig-
urðardóttur. Þá fluttu þau
Hólmar Magnússon, formað-
ur Starfsmannafélags Kefla-
víkurbæjar, og Guðrún Ólafs-
dóttir, varaformaður Verka-
lýðs- ogsjómannafélags Kefla-
víkur og nágrennis, stutt
ávörp.
Bjöllukórinn í Garði spilaði
ásamt lúðrasveit Tónlistar-
skóla Keflavíkur. Barnakór úr
Garðinum söng, Leikfélag
Keflavíkur sýndi atriði úr
Keflavíkurrevíunni, Elísabet
Jensdóttir las úr verkum Ósk-
ars Aðalsteins og að lokum var
fjöldasöngur á verkalýðs-
söngnum Internationalnum.
I Félagsbíói var ókeypis
kvikmyndasýning og í Stapa
fengu viðstaddir kaffi, öl og
ljúffengt meðlæti, að sjálf-
sögðu ókeypis.
Barnakórinn í Garði söng undir stjórn Jónínu Guðmundsdóttur, við mikla hrifningu.
Erum flutt að Hafnargötu 30
MIKIÐ AF NÝJUM SUMARVÖRUM
30% afsláttur
af absorba-vörun^
AÞENA
Hafnargötu 30 - Keflavik
Opið 9-12 og 13-18
Laugardaga 10-12.