Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.1989, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 05.05.1989, Blaðsíða 3
>liKun {útu% Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja: Krafðist 8%, fékk 4% sölugjald Bæjarráði Keflavíkur hef- ur borist reikningur frá At- vinnuþróunarfélagi Suður- nesja h.f. að upphæð kr. 304.793.- sem er 8% af brúttó söluandvirði véla og tækja úr þrotabúi Ragnars- bakarís, en félagið sá um sölu viðkomandi véla og tækja fyrir bæjarsjóð. Bæjarráð Keflavíkur hef- ur samþykkt að greiða við- komandi aðila 4% af brúttó- verði. Keflavíkurbær hafnar bótum Arnbjörn Ólafsson, Hafn- argötu 36, Keflavík, hefur krafist bóta vegna bygging- ar hússins nr. 36b við Hafn- argötu, af hálfu bæjarsjóðs Keflavíkur. Telur hann að brotið hafi verið á eignarrétti sínum í umræddu tilfelli. Var málið nýlega tekið fyrir í bæjarráði Keflavíkur og kom þar fram að ráðið teldi að málið hefði fengið endanlega afgreiðslu í maí 1981 og því ekki ástæða til að "aka það upp að nýju. Ljósm.: hbb Guðjón Ólafsson (t.h.) afhendir Jóhanni Péturssyni lyklana að olíudælunni. Olíusamlág Keflavíkur og nágrennis með nýja þjónustu: Sjálfsafgreiðslu- dælur fyrir sjömenn Við höfnina í Keflavík hef- ur nú verið tekin í notkun ný sjálfsafgreiðsludæla fyrir gasolíu, sem ætluð er smá- bátasjómönnum. Geta þeir smábátasjómenn sem hafa aðgang að dælunni, því feng- ið afgreidda olíu hvenær sem er sólarhringsins. Guðjón Ólafsson hjá OSK sagði í sámtali við blaðið að samskonar dælur hefðu ver- ið settar upp víðar um land og líkað vel og fyrirhugað sé að setja upp fleiri slíkar dæl- ur hér á Suðurnesjum og þá er Sandgerðishöfn næst á dagskrá. Fyrsti viðskiptavintir sjálfsafgreiðsludælunnar og jafnframt fyrsti lykilhafl að dælunni var Jóhann Péturs- son, hafnarlóðs og útgerðar- maður. Allirsmábátaeígend- ur sem róa að staðaldri frá Keflavík og Njarðvík fá að- gang að dælunni og eru hinir sömu því beðnir að snúa sér til Olíusamlagsins. Föstudagur 5. maí 1989 3 Keflavíkurbær: Bíll tekinn upp í að- stöðugjöld Bæjarráð Keflavíkur hef- ur samþykkt að kaupa Volvo vörubifreið, árg. ’79,10 hjóla búkkabíl, af Hraðfrystihúsi Keílavíkur á kr. 1.000.000. Andvirði bifreiðarinnar fer til greiðslu á aðstöðugjöld- um. Sjóefnavinnslan hf.: Gaf Þroska- hjálp skrif- stofubúnað Á aðalfundi Sjóefna- vinnslunnar h.f. á dögunum var samþykkt einróma til- laga frá Ómari Jónssyni, for- manni stjórnar Hitaveitunn- ar, og Hannesi Einarssyni, fráfarandi stjórnarmanni í Sjóefnavinnsiunni h.f. Gerir tillaga þessi það að verkum að fyrirtækið gefur Þroska- hjálp á Suðurnesjum skrif- stofubúnað í eigu félagsins. Er miðað við að búnaður þessi sé fyrir einn starfs- mann, ásamt tölvu sem hent- ar starfsemi félagsins, en mjög fullkominn skrifstofu- búnaður er nú í eigu Sjóefna- vinnslunnar h.f. á Reykja- nesi, sem eigi er í notkun. GRAFlSK HÖNNUN auglýsingaþjónusta Ertu búinn að gera fokhelt? Ætlar þú að hefjast handa inni? Ef svo er, eigum við flest það sem þig vantar. Tökum dæmi: ■ Grindarefni, einangrun og klæðningar á veggina. - Úrval af lofta- og veggjaplötum. ■ Allt á gólfið, s.s. parket, teppi, flísar og dúka. ■ Úrval af málningu, kíttum o.fl. ■ Pensla, rúllur og önnur málningarverkfæri. ■ Nagla, skrúíur, bolta og öll verkfæri, bæði handverkfæri og rafmagnsverkfæri. Og að sjálfsögðu öryggisskó og vinnugalla.tlla. Allt frá fyrsta nagla til hins síðasta. V/VÍKURBRAUT - 230 KEFLAVÍK - SÍMI 15405

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.