Víkurfréttir - 05.05.1989, Blaðsíða 16
VÍKUR
16 Föstudagur 5. maí 1989
30.5%
innláns-
aukning hjá
Spari-
sjöðnum
jutUi
Frá aðalfundi Sparisjóðsins. F.v.: Sxmundur Þórðarson, Jón Eysteinsson, Sigurður Stefánsson
cndurskoðandi, Og í ræðustól er Jón H. Jónsson. Ljósm.: Ljósmyndastofa Suðurnesja
Aðall'undur Sparisjóðsins í
Kcflavík var haldinn föstudaginn
28. apríl á Glóðinni í Keflavík.
Hér á eftir verður rakið fátt af
því sem fram kom á fundinum.
Afkoma
Rekstrartekjur Sparisjóðsins
námu á árinu 724.636 þús. kr. Þar
af voru rekstrartekjur Veðdeildar
Hárgreiðslustofa Margrétar
Garðavegi 7, sími 13675
Spíral permanent, klippingar, litanir,
strípur, blástur.
Lokað í júní vegna sumarleyfa.
Pantið sumarsnyrtinguna tímanlega.
Njarðvíkingar athugið!
Hugo Þórisson sálfræðingur verður með
fyrirlestur um SAMSKIPTI FORELDRA
OG BARNA í Sjálfstæðishúsinu í Njarð-
vík, mánudaginn 8. maí nk. kl. 20.30.
Allir foreldrar, sem áhuga hafa á að auka
eða bæta samskipti við börn sín, eru vel-
komnir á meðan húsrúm leyfir.
Félagsmálastjórinn í Njarðvík
■ S orpey ðingarstöð
________ Suðurnesja
óskar að ráða
aðstoðarmann í s orpeyðingarstöð frá 15.
maí til 30. sept. 1989. Æskilegt er að
viðkomandi hafi réttindi til að stjórna
gröfu. Skriflegum umsóknum skal skilað
inn fyrir miðvikudaginn 10. maí 1989 í
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.
Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjóri í
síma 11088.
Stöðvarstjóri
47.808 þús. kr. Hækkun rekstrar-
tekna frá fyrra ári nemur 57,6%
Rekstrargjöld Sparisjóðsins
námu á árinu 698.850 þús. kr. Þar
af voru rekstrargjöld Veðdeildar
36.307 þús. kr. Hækkun rekstrar-
gjalda frá fyrra ári nemur 53,1%.
A árinu voru 106 starfsmönnum
greidd laun. Fjöldi bankastarfs-
manna er 76 í 68 stöðugildum.
Aðrir starfsmenn eru 8.
Hagnaður varð af rekstri Spari-
sjóðsins á árinu og nam hann
25.787 þús. kr., fyrir skatta. Þar af
var hagnaður Veðdeildar 11.501
þús. kr. Að frádregnum tekju- og
eignaskatti nam hagnaðurinn
16.199 þús. kr.
Innlán
Heildarinnlán í Sparisjóðnum í
árslok 1988 námu 2.210.049 þús.
kr. og höfðu aukist frá fyrra ári um
516.650 þús. kr., eða um 30,5%.
Mest aukning var í innistæðum
verðtryggðra reikninga, sem nær
tvöfölduðust á árinu. Þessa aukn-
ingu má rekja til nýrra reglna um
ávöxtun orlofsfjár, því á árinu
fengu stéttarfélög heimild til að
semja við banka og sparisjóði um
geymslu og ávöxtun orlofsfjár.
Sama þróun varð á árinu, eins og
árið á undan, að hlutfall Tromp og
Topp innistæðna fer vaxandi.
Aukning á Toppbók nám 61,6%.
Tromp innistæður jukust um
31,4%.
Ef seldum veðdeildarbréfum er
bætt við innlán Sparisjóðsins,
nema þau 2.397.860 þús. kr. Þann-
ig reiknað hafa innlán aukist um
641.753 þús. kr., eða um 36,5%.
Innlán í öllum sparisjóðunum
námu um áramótin 13,3 milljörð-
um króna. Innlán í Sparisjóðnum i
Keflavík nema því um 16,6% af
innlánum í sparisjóðunum.
Útlán
Heildarútlán í Sparisjóðnum í
árslok námu 1.738.023 þús. kr. og
höfðu aukist um 488.923 þús. kr.
frá fyrra ári, eða um 39,1%. Útlán
Veðdeildar Sparisjóðsins voru
182.010 þús. kr. í árslok og höfðu
aukist um \ 10.608 þús. kr., eða um
154,9%. Útlán Sparisjóðsins og
Veðdeildar námu samtals
1.920.033 þús. kr. í árslok, aukn-
ing frá fyrra ári nemur 45,4%.
Eigið fé
Niðurstöðutala efnahagsreikn-
ingser 2.801.664 þús. kr. Hækkun
frá fyrra ári nemur 38,8%. Eigið fé
Sparisjóðsins í lok ársins nam
183.271 þús. kr. Aukningeigin fjár
nemur 28,7%. Eiginfjárhlutfall,
þ.e. eigið fé sem hlutfall af heild-
areign, var í árslok 6,5% saman-
borið við 7,1% árið á undan.
Veðdeild
Mikil aukning varð á starfsemi
Veðdeildar á árinu. Útlán í árslok
námu 182.010 þús. kr., samanbor-
ið við 71.403 þús. kr. árið á undan.
Útistandandi veðdeildarbréf
námu í árslok 187.810 þús. kr.,
samanborið við 62.707 þús. kr.
árið á undan. Mikil eftirspurn var
eftir veðdeildarbréfum á árinu og
jöfn sala allt árið.
Veðdeild Sparisjóðsins stóð að
útgáfu tveggja flokka verð-
tryggðra skuldabréfa á árinu, sam-
tals að nafnverði 144.500 þús. kr.
Svo til öll útgefin bréf voru seld
um áramótin.
Tölvumál
Á árinu var sú ákvörðun tekin
að leggja niður starfsemi tölvu-
deildar Sparisjóðsins í þeirri mynd
sem hún hafði verið í frá stofnun. 1
staðinn var ákveðið að öll þau
verkefni sem tölvudeildin hafði
annast, svo sem sparireikninga-
kerfi og skuldabréfakerfi, yrðu
flutt í Reiknistofu bankanna.
Ástæðurnar fyrir þessari ákvörð-
un eru þær miklu breytingar sem
orðið hafa síðan tölvudeild Spari-
sjóðsins var sett á laggirnar árið
1975. í þá daga var útbreiðsla vél-
búnaðar og hugbúnaðar í algjöru
lágmarki. Vélar og hugbúnaður
var mjög dýr og einungis á færi öfl-
ugustu fyrirtækja aðeignastslíkan
búnað. I þá daga var þekking á
þessu sviði ekki nærri því eins út-
breidd og i dag. Sparisjóðurinn
var brautryðjandi í því að flytja
þessa þekkingu til Suðurnesja og
tölvudeild Sparisjóðsins gegndi
hlutverki nokkurs konar reikni-
stofu fyrir Suðurnesjasvæðið. Með
tilkomu ódýrra en öflugra véla og
sífellt fjölbreyttari og ódýrari hug-
búnaðar ásamt útbreiðslu al-
mennrar þekkingar á sviði tölvu-
mála, breyttist sá grunnur sem
deildin var byggð á. Ekki síður
verður að líta á það, að ban kakerf-
ið, í gegnum Reiknistofu bank-
anna, hefur smám saman verið að
auka samvinnu sína.
Starfsmannamál
Mikið álag hefur verið á starfs-
fólki Sparisjóðsins vegna yfir-
færslu tölvuverkefna frá tölvu-
deild Sparisjóðsins yfir til Reikni-
stofu bankanna. Þessi breyting
þýðir að skipt hefur verið um
tölvuumhverfi í einu vetfangi.
Ákveðið var að láta þessa breyt-
ingu ganga yfir á sem skemmstum
tíma. Kerfin voru flutt yfir til
Reiknistofu bankanna eitt i einu
með nokkurra vikna millibili. Auk
þess að aðlaga sig að nýju um-
hverfi hefur starfsfólk þurft að
læra ný vinnubrögð. Til að auð-
velda þessa breytingu hefur megn-
ið af starfsfólki Sparisjóðsins verið
sent á námskeiðhjáBankamanna-
skólanum og fleiri aðilum. Að
auki hefur starfsfólk annarra
sparisjóða aðstoðað starfsfólk
Sparisjóðsins við þessa breytingu.
Samhliða þessu var hafist handa
um beinlínutengingu Sparisjóðs-
ins við Reiknistofu bankanna og
hugað að kaupum á Kienzle af-
greiðslutækjum. Samfara þessari
breytingu hafa allar afgreiðslur
Sparisjóðsins nú fengið sín eigin
bankanúmer.
Tölvumiðstöð
sparisjóðanna
Sumarið og haustið 1988 var
starfandi á vegum sparisjóðanna
nefnd sem falið var að móta tillög-
ur um framtíðarskipulag tölvu-
mála innan sparisjóðanna. ítillög-
um nefndarinnar var lagt til að
stofnuð yrði tölvumiðstöð sem
yrði í eigu sparisjóðanna. Hug-
myndin er að tölvumiðstöð spari-
sjóðanna verði þjónustuaðili við
sparisjóðina og vinni ýmsar töl-
fræðilegar upplýsingar fyrir þá.
Húsnæðismál
í apríl var hafist handa við frá-
gang utanhúss á húsi Sparisjóðs-
ins við Tjarnargötu. Gengið var
frá þaki hússins og húsið klætt að
utan og glerjað. Mjög er orðið
þröngt um starfsemi Sparijsóðsins
við Suðurgötu og hin nýju af-
greiðslutæki munu koma til með
að þrengja ennþá meir að vinnuað-
stöðu starfsfólks.
Breyting á
gjaldeyrisþjónustu
1 samvinnu við Lánastofnun
sparisjóðanna hf. tók Sparisjóður-
inn í lok ársins upp gjaldeyrisþjón-
ustu sem varðar erlendar inn-
heimtur, ábyrgðir og endurlán.
Þessi þjónusta bættist við þá gjald-
eyrisþjónustu sem Sparisjóðurinn
veitti fyrir, svo sem afgreiðslu
ferðamannagjaldeyris og ávöxtun
fjár á gjaldeyrisreikningum.
Tveir menn áttu að ganga úr
stjórn Sparisjóðsins, þeir Jón H.
Jónsson og Jón Eysteinsson. Báð-
ir voru endurkjörnir og skipa nú
stjórn þeir tveir auk Sæmundar
Þórðarsonar.
Á fundinum voru samþykktir
fimm nýir sparisjóðsaðilar. Þeir
eru: Garðar Oddgeirsson, Halldór
Pálsson, Guðfinnur Sigurvinsson,
Magnús Ágústsson, Jóhann Pét-
ursson.