Víkurfréttir - 05.05.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. maí 1989 7
ERTU FATALAUS?
-það er óþarfí!
Full búð af nýjum
barnafötum,
sumarbolum,
gallabuxum og
sundfatnaði.
Eitthvað
fyrir alla!
Sandgerði
Verslið þegar ykkur hentar. Opið til kl. 23 öll kvöld.
Sími 37415.
Bunky.
, sem Rósa, og Egill Egilsson í hlutverki
Hvað segir mamma við því?:
Vel heppnuð
leiksýning
Litla leikfélagið í Garði
frumsýndi í síðustu viku gaman-
leikinn Hvað segir mamma við
því? eftir einn þekktasta
Samhjálp
kvenna
Félagsskapurinn Sam-
hjálp kvenna á Suðurnesjum
stendur fyrir opnu húsi á
Flug Hóteli næsta þriðjudag,
þann 9. maí, kl. 20:30. Félag
þetta er elsti stuðningsaðili
landsins með aðild að
Krabbameinsfélaginu. En
félagið er fyrir konur sem
gengist hafa undir brjóstaað-
gerð og var stofnað 1979.
A opnu húsi mun Sigurður
Björnsson flytja erindi um
brjóstakrabbamein. Þá
munu konur úr Samhjálp
kvenna í Reykjavík mæta á
fundinn og rekja sögu Sam-
hjálpar.
Eru konur hvattar til að
mæta vel og taka með sér
gesti.
skemmtunarmann ísraela,
Ephraim Kishon, en bæði sögur
og leikrit eftir hann hafa verið
þýdd á fjölda tungumála.
Sex leikarar koma fram í
sýningunni ásamt tríói sem
kallast Kibbúts. Leikstjóri er
Edda V. Guðmundsdóttir.
Gamanleikurinn gerist allur
í borðstofunni hjá „hjónun-
um“ Daníel og Ellu, sem leikin
eru af Sigfúsi Dýrfjörð og Sig-
urbjörgu Ragnarsdóttur.
Pípulagningameistarinn Daníel, sem Sigfús Dýrfjörð leikur (t.h.), ásamt þeim Gunnrúnu Theodórs-
dóttur (t.v.) sem Vicky, og Sigurbjörgu Ragnarsdóttur, sem eiginkona Daníels, Ella. Ljósmyndir: hbb..
Dóttir þeirra, Vicky (Gunn-
rún Theodórsdóttir), er að
fara að gifta sig Róberti
nokkrum, sem kemur úr
strangtrúaðri fjölskyldu.
Róbert er leikinn af Braga
Einarssyni.
Leikverkið snýst aðallega
um pappíra sem móðir brúð-
gumans heimtar að fá í hendur
áður en hún leggur endanlega
blessun sína yfir ráðahag
hinna væntanlegu hjóna.
Fjölskyldufaðirinn gerir
grín að öllu saman og tekur
þessu létt, en þegar í ljós kem-
ur að þau „hjón“ hafa ekkert
vígsluvottorð í höndunum,
vegna þess að ekki gafst tími
fyrir giftingu fyrir 25 árum
vegna bilaðrar 65 hestafla
dælu, þá fer gamanið að kárna.
Inn í þennan gamanleik, sem
er uppfullur af glensi og gamni
frá upphafi til síðustu mínútu,
fléttast síðan Rósa nokkur,
sem leikin er af Guðnýju S.
Harðardóttur og Bunky, sem
leikinn er af Agli Egilssyni.
Eg vil nota hér tækifærið og
þakka öllum þeim sem tóku
þátt í þessari sýningu fyrir
frábæra skemmtun, en allir
leikarar komust hnökralaust í
gegnum verkið og léku af
miklu öryggi.
Það er vonandi að sem flest-
ir Suðurnesjamenn sjái sér fært
að fara í leikhús í kaffihúsastíl
hjá Litla leikfélaginu í Garði,
því leikararnir eiga það svo
sannarlega skiiið.
Hilmar Bragi Bárðarson
,Viltu flétta saman
mitt líf og þitt?“
NÚ ER ÞAÐ EUROVISIONDAGURINN 6. MAÍ
MUNIÐ OKKAR VINSÆLU
SKYNDIRÉTTI
EÍdbakaðar pizzur, kjúklínga-
bitar og margt fleira.
HeiSdSavík
cími14777