Víkurfréttir - 05.05.1989, Blaðsíða 15
\)mn
(UtUt__________
Keflavík
Nýir vegvísar
ofan við bæinn
Hugmyndir Vegagerðarinn-
ar um nýtt kerfí vegvísa á þjóð-
vegum og hvernig það snertir
merkingar á Reykjanesbraut
gagnvart Kefíavík, voru
kynntar á fundi umferðar-
nefndar Keflavíkur þann 19.
apríl sl.
Að sögn Guðmundar R.J.
Guðmundssonar, sem sæti á í
umferðarnefnd, er hér um
áþekkt kerfi að ræða og fólk
kannast við þegar það á leið
upp í Breiðholt í Reykjavík,
þar sem bogi er yfír götuna
með skilmerkilegum merking-
um, þar sem hvertmu erskipt í
einingar, í heimaslóð og fjar-
slóð.
Er hér um að ræða álíka
merkingar, þó svo að ekki sé
um að ræða boga yfir Reykja-
nesbrautina.
A fyrirhuguðum skiltum
verður Keflavík skipt niður í
hverfí og verður merkt hvar
t.d. Heiðarhverfi er og Teig-
arnir, svo eitthvað sé nefnt. Þá
verða Garður og Sandgerði
einnig merkt á fyrirhuguðum
skiltum, þar sem Reykjanes-
braut hefur ekki verið fram-
haldið út að Sandgerðisvegi.
Hugmyndir Vegagerðarinnar að nýjum merkingum ofan við Kefla-
vík verða í likingu við þessar, sem staðsettar eru við Breiðholt í
Reykjavík. Þar eru einstakir hverfíshlutar merktir og leiðir í önnur
byggðarlög. Ljósm.: hbb.
Verður D-álman
aldrei byggð?
Föstudagur 5. maí 1989 15
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja slökkva í mosanum ofan við Garð á föstudagskvöld.
Ljósm.: hbb
Brunavarnir Suðurnesja:
14 brunaútköll
í síðustu viku
Alls bárust slökkviliði
Brunavarna Suðurnesja óskir
um að slökkva elda í fjórtán
tilfellum frá sunnudegi til jafn-
lengdar um síðustu helgi.
Þrettán tilfellanna voru vegna
sinu- og mosabruna og í einu
tilfellinu var eldur laus í báti.
Annars staðar í blaðinu er
greint nánar frá eldinum í Víði
II GK. Sinubrunarnir voru
víðsvegar um starfssvæði BS
en það nær yfír fimm af sjö
sveitarfélögum Suðurnesja,
þ.e. öll sveitarfélögin nema
Miðneshrepp og Grindavík.
Einn sinubrunanna var
einnig í mosa, sem er yfirleitt
mun verra að slökkva í. Á
þetta brunaútkall nokkuð
óvanalegan aðdraganda sem
rakinn verður hér:
Það var á föstudagskvöld
sem vart varð við mikinn reyk
yfir stórum byggðarhluta í Ut-
Garði. Vegna stillu í lofti gekk
mjög erfíðlega að finna elds-
upptökin, en það var lögregl-
an og íbúar sem leituðu. Að
lokum fundust eldsupptökin í
mosa ofan byggðar og voru
farin að nálgast hjalla þar
skammt frá. Kom þá í ljós að
búið var að loga þarna í mos-
anum á annan sólarhring, en
vindáttin hafði snúist á föstu-
dagskvöldið, þannig að reyk-
inn lagði yfír plássið.
Eftir að eldstaðurinn var
fundinn var slökkviliðið kall-
að til og tók slökkvistarfið um
eina klukkustund.
Umræður í bæjar-
stjórn Keflavíkur
Heilbrigðisráðherra hefur,
að tilmælum samstarfs-
nefndar um málefni aldr-
aðra, ákveðið að engin fjár-
veiting verði til D-álmu
sjúkrahússins úr Fram-
kvæmdasjóði fatlaðra þetta
árið. Vegna þessa urðu mikl-
ar umræður um málið á
fundi bæjarstjórnar Kefla-
víkur á þriðjudag.
Hóf Ingólfur Falsson um-
ræðu ummáliðoggatþess að
skoðun sín væri sú að álma
þessi yrði aldrei byggð. Væri
það ákvörðun valdhafa, hvar
í flokki sem þeir væru, að
standa að því að svo yrði.
Virtist þeim I engu skipta
hugur Suðurnesjamanna til
málsins.
Magnús Haraldsson taldi
fulla ástæðu til að horfa með
döprum huga á mál þetta.
Sagðist hann óttast að því
miður ættu orð Ingólfs við
rök að styðjast. Væri það
stefna stjórnvalda að gera
sjúkrahúsið hér að elliheim-
ili og gera ekkert frekar fyrir
það. Undir þessa skoðun
tóku bæði Guðfínnur Sigur-
vinsson og Hannes Einars-
son, en Guðfinnur taldi að
ríkið yrði að fara að taka
ákvörðun í máli þessu.
Njarðvíkurbær
auglýsir eftir
starfsfólki til
að vinna við
fjölbreytilegustu
störf í sumar
Okkurvantar m.a. flokkstjóra vinnuskólans, verkamenn til
almennrar verkamannavinnu og starfsmenn til garðyrkju-
vinnu undir stjórn garðyrkjumanns. Einnig vantar starífs-
mann á traktor.
Við viljum ráða hresst fólk sem er tilbúið að leggja á sig
mikla vinnu í sumar, því við ætlum að halda áfram aðfegra
bæinn þar sem frá var horfið á síðasta hausti. Góð laun í
boði, ráðningartími eftir samkomulagi.
BÆJARSTJÓRI