Víkurfréttir - 25.05.1989, Síða 1
mm
Ragnar
skipaður
í stjórn
ÍAV
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum eru taldar líkurá
að Jón Baldvin Hannibals-
son, utanríkisráðherra, til-
nefni næstu daga fulltrúa
ríkisins í stjórn Islenskra að-
alverktaka s.f. á Keflavíkur-
flugvelli. Er annar fulltrú-
anna talinn verða Ragnar
Halldórsson, Njarðvík.
Er Ragnar skipaður sem
annar fulltrúi ríkisins, þó
ekki í stöðu stjórnarfor-
manns, en í það sæti sest
Stefán Friðfinnsson, aðstoð-
armaður ráðherrans. Mjög
mikil eftirvænting hefur ver-
ið í kringum ákvörðun ráð-
herra i máli þessu og þá sérí
lagi hvort Suðurnesjamaður
kæmist að. Er vitað urn
marga sem vildu komast að,
en nánar er fjallað urn það í
Molunt í dag.
Innbrot í
Myllubakka-
skóla
Aðfaranótt fimmtudags-
ins var brotist inn í Myilu-
bakkaskóla í Keflavík. Eftir
að innbrotsþjófarnir höfðu
komist inn um glugga í milli-
gangi réðust þeir til atlögu
við peningaskáp.
Höfðu þeir í millitíðinni
farið inn á smíðastofu og náð
sér í verkfæri. Tókst þeim að
opna peningaskápinn og
hafa á brott með sér um 60
þúsund krónur í peningum.
Var hér um að ræða matar-
peninga kennara og ýmsa
sjóði nemenda.
Reykjanes-
brautin stór-
hættuleg
í bleytu
Bílvelta varð um síðustu
helgi á Reykjanesbraut við
Grindavíkurveg, án þess þó
að slys yrðu áfólki. Má rekja
óhapp þetta til þess ástands
sem brautin býður upp á í
vatnsveðri.
Sé blautt er brautin stór-
hættuleg vegna slits, en vatn
situr þá mjög í rásunt og get-
ur verið mjög varasamt að
lenda með bílhjól í þeim.
Sjómaður hætt kominn við Sandgerði:
Aldan skellti bátnum
á örfáum sekúndum
„Þetta var mínútuspurs-
mál og því á ég ekki nægjan-
lega sterk orð yfir þakklæti
mitt til björgunarmanna,“
sagði Sigfús Axfjörð Sigfús-
son, sjómaður úr Keflavík, í
samtali við hlaðið.
Sigfús bjargaðist mjög
þrekaður, er trilla hans,
Brynhildur KE 69, fórst í
innsiglingunni að Sandgerði
klukkan rúmlega 8 að
morgni mánudagsins. Var
Sigfús á leið til handfæra-
veiða á trillu sinni, sent var
um þrjú tonn að stærð. Er
hann var kominn út af bauju
í innsiglingunni iagðist bát-
urinn skyndilega undan
kviku frá broti og fylltist af
sjó, er skellti bátnum þvers-
unt. 15-20 sekúndum frá því
að hann sá hvað verða vildi
var hann kominn í sjóinn og
báturinn sokkinn.
Fyrir tilviljun komu skip-
verjar á Stekkjarhamri GK
37 úr Njarðvik auga á Sigfús,
_____-___ I M ___________________________________________________
Sjúkrabíll flutti sjómanninn kaldan og þrekaðan á sjúkrahús.
Sameining Hafna og Njarðvíkur:
Formlegar sam-
einingaviðræður
samþykktar
Bæjarstjórn Njarðvíkurog
hreppsnefnd Hafnahrepps
hafa báðar samþykkt að
hefja formlegar viðræður um
sameiningu sveitarfélag-
anna. Hefur verið skipuð 10
manna nefnd til viðræðn-
anna, þ.e. með fimm fulltrú-
um frá hvoru sveitarfélagi.
Af hálfu Hafnahrepps
verða í nefndinni Þórarinn
St. Sigurðsson, Björgvin
Lúthersson, Flallgrímur Jó-
hannesson, Asbjörn Egg-
ertsson og Jón Borgarsson.
Af hálfu Njarðvíkurbæjar er
bæjarráð, eins og það er á
hverjum tíma, skipað í
nefndina, bæjarstjóri og
bæjarritari. I dag eru það því
þeir Steindór Sigurðsson,
Ragnar Halldórsson, Guð-
mundur Sigurðsson, Oddur
Einarsson og Stefán Jóns-
son.
Samkvæmt lögum mun
nef'nd þessi starfa í samvinnu
við félagsmálaráðuneytið.
Eftir að hún skilar áliti verð-
ur að ræða málið tvisvar í
hvorri sveitarstjórn án at-
kvæðagreiðslu. Síðan verður
að kjósa um það á báðum
stöðum og ráða niðurstöður
þeirrar kosningar hvort
sveitarfélögin sameinast.
þar sem hann hélt í taug frá
línubelg og fiskkar og gátu
bjargað honum. Þá var hann
orðinn mjög þrekaður og
kaldur
I miðopnu blaðsins í dag
greinunt við nánar frá slysi
þessu og ræðum við menn, er
komu þarna við sögu.
l.jósm.: cpj.
Yfirstjórn
dómsmála
til Hafnar-
fjarðar
Alþingi hefur samþykkt
lög um aðskilnað dómsvalds
og framkvæmdavalds í hér-
aði. Taka lög þessi gildi
1992. Eftir það fellur niður
embætti bæjarfógeta, en em-
bætti sýslumanns heldur
fullu gildi.
Jafnframt mun yfirstjórn
dómsmála flytjast til Hafn-
arfjarðar og verða stjórnað
þaðan, en þó er gert ráð fyrir
að dómþing fari frant hér
syðra, en stjórnað frá Hafn-
arfirði og ekki sem fast útibú
þaðan.
Einnig er búist við reglu-
gerð er lýsi nánar í hverju
embætti sýslumanns verður
fólgið en öruggt er talið að
hann verði áfram yfirmaður
lögreglu.
Vínveit-
ingaleyfi
í Stapa?
Fyrir bæjarráði Njarðvík-
ur liggur nú untsókn frá
Gísla Haukssyni um vínveit-
ingaleyfi fyrir félagsheimilið
Stapa í Njarðvík. Kemur
fram í umsókninni, sem stíl-
uð er á dómsmálaráðuneyt-
ið en er hjá bæjarráði til unt-
sagnar, að miðað er við dans-
leikjahald ogannaðskemmt-
anahald í Stapa.
Var þess vænst að málið
yrði lagt fyrir fund bæjar-
ráðsins nú í vikunni.