Víkurfréttir - 25.05.1989, Síða 5
\>iKun
futUi
Fimmtudagur 5. maí 1989 5
Lónið við Fiskeldi Grindavíkur er alll að Iveggja metra djúpt og í
því eru um 400 laxar.
Aukning
ölvunar-
aksturs
ískyggileg þróun hefur
verið varðandi meinta ölvun
við akstur bifreiða. T.d. voru
sjö ökuntenn teknir af lög-
reglunni í Keflavík um sið-
ustu helgi fyrir grun um
meinta ölvun við akstur.
Það segir þó ekki alla sög-
una því með þessum sjööku-
mönnum höfðu fram að
kvöldi sunnudagsins verið
teknir 21 ökumaður fyrir að
hafa Bakkus meðferðis, eða
að jafnaði einn á dag, það
sem af er maímánuði.
Eftirlýstur
þjófur
gómaður
í síðustu viku jiandtók
lögreglan í Keflavík mann,
sem eftirlýslur var af Rann-
sóknarlögreglu ríkisins. m.a.
vegna innbrots í ESSO-skál-
ann á Hvolsvelli.
Var maðurinn staðinn að
því hér, að aka án réttinda og
við nána'ri athugun kom í
Ijós að hann var eftirlystur,
auk þess sem á honum fund-
ust fikniefni.
Fiskeldi Grindavíkur:
Býður Suð-
urnesja-
mönnum
ódýra
laxveiði
„Jæja, á maður nú að standa
eins og illa gerður hlutur með
veiðistöng og dorga í eldiskeri,
þar sem 30 tonn af laxi synda
hring eftir hring?“
Þetta var sú spurning sem
blaðamaður velti fyrir sér alla
leið til Grindavíkur eftir að
honum hafði verið boðið í lax-
veiði af laxeldisfyrirtækinu
Fiskeldi Grindavíkur hf.
Blaðamaður hélt enn fast í
þennan grun sinn, þegar rennt
var í hlað við eldisstöðina, því
þar sáust ekkert nema risastór
eldisker. Þegar betur var að
gáð kom hins vegar í Ijós stórt
og mikið lón og þar spriklaði
laxinn sæll og glaður, algjör-
lega ómeðvitaður um það að
innan tíðar ætti hann eftir að
verða fórnarlamb gallharðs
laxveiðiáhugamanns eða bara
bráð áhugasams veiðimanns,
sem tekur í stöng á fimm ára
fresti.
Þennan sólbjarta mánudag,
þegar blaðamaður staldraði
við í laxveiðinni var einungis
ein stöng í gangi. Reyndar var
þarna um að ræða starfsmann
fiskeldisfyrirtækisins Eldis, en
það fyrirtæki var sameinað
Fiskeldi Grindavíkur um síð-
ustu áramót.
Þrátt fyrir skriklandi lax, þá
var hann tregur að bíta á hjá
veiðimanninum, Pálma
Bragasyni. Um síðustu helgi
var aftur á móti mokfiskirí í
lóninu og allir þeir veiðimenn
sem þá komu þarna við fóru
sælir heim.
Blaðamanni var tjáð að um
400 löxum hafi verið sleppt í
lónið, en þeir eiga enga undan-
komuleið til sjávar og því allt-
af örugg bráð. Fiskurinn erað
meðaltali 3 pund að stærð, en
einnig eru fiskar upp í 6 pund.
Hálfur dagur á stöng kostar
750 krónur og 600 krónur á
hvern fisk sem veiðist.
Fróðir rnenn segja að laxinn
úr lóninu bragðist jafnvel bet-
ur en lax úr Laxá í Aðaldal.
Könnun á
hitaveitu-
munstri
Hitaveita Suðurnesja er
aðili að úttekt, sem verið er
að gera um land allt á vegum
Santbands íslenskra hita-
veitna. Að sögn Ingólfs Að-
alsteinssonar, forstjóra
Hitaveitu Suðurnesja, er ver-
ið að kanna með þessu notk-
unarmunstur manna.
Er tekið 30 húsa úrtak hér
á svæðinu og fylgst nákvæm-
lega með orkunotkun við-
komandi aðila í ákveðinn
tíma.
Grindavík:
Innbrot í bíl
og íbúðarhús
Brotist var inn í bifreið
sem stóð við bifreiðaverk-
stæði við höfnina í Grinda-
vík sl. föstudag. Var aftur-
rúða brotin í bílnum og
stórri verkfæratösku með
tréiðnaðarverkfærum stolið.
A sunnudag var síðan
brotist inn í íbúðarhúsnæði
og stolið þaðan peningum.
Fór þjófurinn inn um lausa-
fag og rótaði til í skúffum í
húsinu. Hafði hann 15.000
krónur upp úr krafsinu.
Það er hrein unun að kasta fyrir lax í lóninu, og hér er það Pálmi
Bragason sem mundar stöngina. Ljósm.: hbb.
Eitt umslag - Engin bið
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
i
spmsjiBsm
KEFLAVÍK - NJARDVÍK - GARÐIIR - GRINDAVIK
Þarftu að leggja inn, greiða reikninga
eða millifæra? Þá er Snarþjónusta
Sparisjóðsins góð leið, ef þú vilt losna
við biðröð. Komið og kynnið ykkur
þessa nýju þjónustu Sparisjóðsins.
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»