Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.05.1989, Page 10

Víkurfréttir - 25.05.1989, Page 10
10 Fimmtudagur 25. maí 1989 Kvennalistinn og kjarasamningarnir Nokkurs misskilnings gætti í frctt um ófrcmdar- ástand það sem Verkamann- abústaðakcrfið í Keflavík býr nú við. Var sagt að menn ættu von á breytingum ef húsbréfafrumvarpið yrði samþykkt á Alþingi. Þetta er misskiiningur. Hið rétta er að við samninga ASI 1. maí gaf ríkisstjórnin vilyrði fyrir byggingu 200 slíkra íbúða á landinu. Þá hefur Kvennaiistinn óskað eftir loforðum um eitt hundrað til viðbótar gegn stuðningi við húsbréfafrum- varpið. Vonast stjórn Verka- mannabústaða í Keflavík því eftir að einhverjar af um- ræddum 300 íbúðum falli í hlut Keflvíkinga. Eldri borgarar Suðurnesjum takið eftir Söngur, skemmtiatriði og dans verður í Stapa laugardaginn 27. maí nk. og hefst kl. 20:00. Þrír kórar og kvartett eldri borgara syngja. Kórarnir sem koma fram: 1. Söngvinir. Kór félags eldri borgara í Kópavogi. Stjórnandi: Kristín Péturs- dóttir. 2. Kór félags aldraðra í Reykjavík. Stjórn- andi: Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. 3. Söngfélag F.E.B. í Reykjavík og ná- grenni. Einnig tvöfaldur kvartett og blandaður kór. Stjórnandi: Kristín Pét- ursdóttir. Verð aðgöngumiða er krónur 300. Skemmtinefndin Afgreiðsla - Kjötborð Óskum að ráða starfskraft í afgreiðslu í kjötborði. Framtíðarstarf. Upplýsingar gefa deildarstjóri eða verslun- arstióri. SAMKAUP Leigjendur kartöflu- garða Þeir leigjendur garðlanda í bæjargörðum, sem ekki hafa greitt nú þegar leigugjaldsitt, er bent á að vegna mikillar aðsóknar í garð- lönd verða þeir garðar leigðir öðrum sem ógreiddir verða 31. maí. Tekið er á móti leigugjaldinu kr. 800 á bæjarskrifstofunum. Njarðvíkurbær mMwu* Eigendur Víkurhugbúnaðar, Eggert Guðmundsson og Jón Sigurðs- son. Ljósm.: hbb Víkurhugbúnaður opnar verslun í Keflavík Víkurhugbúnaður hefur flutt starfsemi sína frá Hafn- argötu 90 að Hafnargötu 61 í Keflavík. Jafnframt hefur fyrirtækið opnað verslun, þar sem á boðstólum verða tölvur og rekstrarvörur fyrir skrifstofur og fyrirtæki. Víkurhugbúnaður hefur tekið að sér umboð fyrir Tæknival og mun hafa á boðstólum allar þær vörur er fyrirtækið býður upp á, m.a. ljósritunarvélar og búð- arkassa, en einnig verða til sölu húsgögn fyrir skrifstof- ur. Sandgerði: Fékk glas í andlitið Maður sem staddur var í veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði slasaðist nokkuð er hann fékk glas í andlitið. Mun hann hafa hlotið ein- hverja skurði í andlitinu, auk brotinnar tannar. Flutti lögreglan hann til læknis. Lá játning strax fyrir hjá þeim er verknaðinn framdi. Mun þetta hafagerst á laugardagskvöldið. Heilbrigðiseftirlitið: Breytingar á starfsmanna- haldi Starf meindýraeyðis og hundaeftirlit Heilbrigðiseft- irlits Suðurnesja hefur verið sameinað í eitt starf. Jafn- framt hefur Júlíus Baldvins- son, sem gegndi áður starfi meindýraeyðis, verið gerður að umsjónarmanni umhverf- iseftirlits og mengunarvarna með aðsetur í aðalstöðvum SSS. Sjálfstæðisflokkurinn 60 ára: Opið hús í kvöld I tilefni 60 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins verður opið hús hjá flokknum í húsi Iðnsveinafélagsins, Tjarnar- götu 7, Keflavík, í kvöld kl. 20.30. Ellert Eiríksson mun flytja sögubrot flokksins og þá munu félagar úr Léttsveit Tónlistarskóians leikanokk- ur lög. Suðurnesjarnennimir í JC: Magnús hafði betur Eitthvað hafa upplýslngar um árangur Suðurnesja- manna varðandi kjör í trún- aðarstörf JC-Islands skolast til áður en blaðið fékk þær. Því í síðasta blaði sögðum við frá nýlegu kjöri Halldórs Leví í stöðu varaiandsfor- seta samtakanna, jafnframt sem þess var getið að þetta væri í fyrsta sinn síðan Arni Ragnar var kjörinn landsfor- seti fyrir um áratug. Þetta er ekki rétt því Magnús Olafsson í JC- Grindavík hefur bætt um betur. Á þessum árum var hann kjörinn sitt hvort árið sem varalandsforseti og varalandsgjaldkeri. Leiðrétt- ist þetta því hér með og jafn- framt biðjum við Magnús velvirðingar á mistökum þessum, þó þau kæmu ekki frá okkur. T0SKUR ímiklu liivali föókabúh /^eflavíkur OAGLEGA I LEIDINNI ífi Iðnaðarmannafélag Suðurnesja: AÐALFUNDUR Aðalfundur IS verður haldinn í hinum nýja sal Meistarafélags byggingamanna í Hólm- garði, miðvikudaginn 31. maí kl. 20.30. Fundarefni: Skýrslur stjórnar, kosning stjórnar, úrsögn IS úr Landssambandi iðn- aðarmanna. Önnurmál. Félagar, mætiðvel og stundvíslega. Stjórnin N auðungaruppboð Að kröfu Gústafs Þórs Tryggvasonar hdl. f.h. ísvéla hf. verður ísvél af gerðinni Is- mark s.f. 10.000, talin eign Benedikts Jóns- sonar, seld á nauðungaruppboði að Iðn- görðum 8, Garði, fimm'tudaginn 25. maí 1989 kl. 15.00. Uppboðshaldarinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu, Sveinn Sigurkarlsson.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.