Víkurfréttir - 25.05.1989, Síða 14
viKun
14 Fimmtudagur 25. maí 1989
Áyúst hór Guðbergsson hefur opnað nýtt fyrirtæki á sviði tækniþjónustu í Keflavík. Hérvinnur hann að
hönnun stýrishúss á bát frá norðurlandi. Ljósm.: hbb
Nýtt fyrirtæki á sviði
tækniþjónustu:
Véla- og
skipa-
tækni-
þjónusta
opnarí
Keflavík
Fyrir síðustu helgi opnaði
nýtt fyrirtæki á sviði tækni-
þjónustu í Keflavík, Véla- og
skipatækni.
Það er Ágúst Þór Guðbergs-
son, tæknifræðingur, sem
stendur að þessu fyrirtæki,
sem er nýjung á sviði véla- og
skipatækniþjónustu á Suður-
nesjum, eins og áður segir.
Ágúst Þór sagði í samtali við
blaðið að rekstur fyrirtækis
síns væri aðallega þríþættur,
þ.e. hönnun, ráðgjöf og eftir-
lit. Meðal þess sem fyrirtækið
tekur að sér er hönnun stýris-
húsa, yfirbygginga, lenginga,
„tískurassa" og fleira í skip.
Einnig hönnun pípukerfa, t.d.
hitaveitu-, frárennslis- og olíu-
háþrýstikerfa, hönnun dælu-
búnaðar, flutnings- og
vinnslukerfa og annara vél- og
málmvirkja, bæði til lands og
sjós, einnig gerð kostnaðar-
áætlana og útboðsgagna, svo
eitthvað sé nefnt.
Agúst tjáði blaðinu að liann
hefði þegar sent rúmlega 500
bréf til fyrirtækja á landinu,
þar sem hann kynnir fyrirtæk-
ið og starfsemi þess. Fyrirtæk-
ið hefur fengið góð viðbrögð
og þegar eru komin verkefni
víðsvegar að af landinu. Meðal
verkefna hefur Véla- og skipa-
tækni eftirlit með smíði nýs
hafnsögubáts fyrir Lands-
höfnina Keflavík-Njarðvík.
Að lokum vildi Agúst benda
á að húsbyggjendurgætueinn-
ig leita til hans, t.d. með hita-
lagnir í einbýlishús og aðrar
lagnir sem þarf að hanna. Fyr-
irtækið býður upp á marg-
breytilega þjónustu og Ágúst
er bjartsýnn á framtíðina. Þeir
sem vilja nánari upplýsingar
geta haft samband eða komið
við hjá fyrirtækinu á annari
hæð, Hafnargötu 37 í Kefla-
vík, þar sem Vélstjórafélagið
var áður til húsa.
Rýmingarsala
Verslunin Róm, Tjarnargötu 3, verður með
rýmingarsölu fimmtudag, föstudag og
laugardag. 10-40% afsláttur. Rýmum fyrir
nýjum vörum. Opið frá 10-18.
ORÐSENDING
frá verkalýðsfélög-
um á Suðurnesjum
Eins og undanfarin ár er vinna verkafólks-
óheimil frá föstudagskvöldi til mánudags-
morguns, á tímabilinu 1. júní til 1. sept.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis
Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps
Kafarinn býr sig undir að kafa niður og skera úr skrúfu Hiidar RE í
Sandgerðishöfn á föstudag. Ljósm.: hbb
Hildur með
í skrúfunni
Hildur RE, 9,9 tonna stál-
bátur úr Reykjavík, gerður
út frá Sandgerði, fékk veið-
arfæri í skrúfuna sl. föstu-
dag. Var báturinn að veiðum
út af Sandgerði þegar óhapp-
ið átti sér stað.
Vað að draga Hildi RE til
hafnar í Sandgerði til að
skera úr skrúfunni og var
meðfylgjandi mynd tekin við
það tækifæri. Nokkuð al-
gengt virðist vera þessa dag-
ana að skip fái veiðarfæri í
skrúfuna. Voru tvö stór skip
í Njarðvíkurslipp í síðustu
viku, m.a. vegna þessa.
juWi
B.v. Ólafur
Jónsson
GK lengdur
Ráðgert er að togarinn Ól-
afur Jónsson GK 404 frá
Sandgerði fari á næstu dög-
um til Póllands tii breytinga
og viðgerðar, að sögn Ólafs
B. Ólafssonar, framkvæmd-
astjóra Keflavíkur h.f.,
Keflavík, og Miðness h.f. í
Sandgerði, sem eru eigendur
togarans. Átti skipið að fara
ytra í júlímánuði en vegna al-
varlegrar spilbilunar stendur
nú til að flýta för skipsins út.
Varáður búiðaðsemjaum
að skipið yrði ytra í þrjá
múnuði frá júlí til viðhalds
og breytinga. En skipiðernú
orðið 12 ára og því eðlilegt að
það þurli að fara í stóra
klössun. Þá verður lestum
togarans breytt úrkassavæð-
ingu í karavæðingu til að
geta tekið fiskkör. Til að það
sé hægt þarf einnig að lengja
skipið.
Fyrir skemmstu fór spil-
rafall allstór, og slíkt stykki
fæst ekki á stundinni og því
hefur nú verið ráðgert að
skipið fari út hið fyrsta.
Ólafur Jónsson er tæplega
500 tonna togari, byggður í
Póllandi 1976 og var afhent-
ur útgerð sinni á aðfanga-
dag 1976. Hefur hann ávallt
verið í eigu sömu aðila.
MESSUR
Keflavíkurkirkja
Föstudagur 26. maí:
Gídeonfélagið, sem er aðili að al-
heimssamtökum kristinna versl-
unarmanna og vinnur að þvi að
dreifa Bibliunni, þingar í Kirkju-
lundi frá föstudegi til sunnudags.
Laugardagur 27. maí:
Listvinafélag Hallgrímskirkju
sýnir „Sjáið manninn!“, þrjá ein-
þáttunga eftir dr. Jakob Jónsson
frá Hrauni, í kirkjunni kl. 20:30.
Allir eru velkomnir meðan hús-
rúm leyfir. Miðasala verður við
innganginn.
Sunnudagur 28. maí:
Guðsþjónusta kl. 11 árd. Harold
C. Harris, gjaldkeri alþjóðastjórn-
ar Gídeon, prédikar. Kór Kefia-
víkurkirkju syngur. Organisti Örn
Falkner.
Sóknarprcstur
Ytri Njarðvíkurkirkja
Sameiginleg messa fyrir Ytri- og
Innri Njarðvíkursóknir kl. 14. Sig-
urbjörn Þorkelsson, framkvæmd-
astjóri Gídeon á Islandi, prédikar.
Félagar úr Gídeon-hreyfingunni
lesa ritningartexta. Kór Innri
Njarðvikurkirkju syngur. Organ-
isti Steinar Guðntundsson. Eftir
messu verður kaffisala Systrafél-
ags Innri Njarðvíkurkirkju í Safn-
aðarheimilinu í Innri Njarðvík.
Sr. Þorvaldur Karl Hclgason