Víkurfréttir - 25.05.1989, Page 21
MiKiin
Dregur ðlafur Mariane út?
Miklar líkur eru nú taldar
á því að Sandgerðistogarinn
Ólafur Jónsson GK 404
dragi danska skipið Mari-
ane Danielsson til Póllands.
Gerist þetta vegna þess að
mikill dráttur hefur orðið á
því að Pólverjar sendi drátt-
arbát til Njarðvíkur til verks-
ins.
Einnig er ráðgert að togar-
inn fari á næstu dögum til
Póllands til mikilla breyt-
inga og viðhalds. En nánar er
greint frá því máli annars
staðar í blaðinu. Mun verða
skipt um botn á Mariane í
Póllandi og vélar skipsins
teknar upp, en þeim hefur
verið haldið á kafi í sjó frá
því að skipinu var bjargað af
strandstað við Grindavík á
dögunum.
Er skipið nú í eigu Lyng-
holts s.f. í Vogum, en það
fyrirtæki ráðgerir að selja
skipið ytra og er vitað um
a.m.k. þrjá aðila, sem hafa
sýnt áhuga á að kaupa það.
Þ.á.m. Finnbogi Kjeld, út-
gerðarmaður, eins og áður
hefur raunar komið fram.
Sigurður Bjarnason
í djúpið
Þar kom að því að Sigurður
Bjarnason GK-100 fór í undir-
djúpin. Það var kl. 02:55 að-
faranótt fimmtudagsins 18.
maí sem skipið hvarf í djúpið,
en það hafði tekið ófáar vik-
urnar að reyna að koma skip-
inu á förgunarstað og sprengja
í loft upp. Alltaf var eitthvað
að veðri þegar fara átti með
Sigurð Bjarnason GK.
Það voru félagar úr björg-
unarsveitinni Ægi í Garði sem
tóku að sér förgunina að ósk
eiganda skipsins, Njáls hf. í
Garði. Áður höfðu Sigurvon-
armenn reynt að koma skip-
inu „fyrir kattarneP', en án ár-
angurs. Það var Jón Gunn-
laugs GK sem dró Sigurð á
förgunarstað, sem er 84 sjó-
mílur frá Sandgerði.
Við þetta tækifæri vilja fél-
agar í Ægi koma á framfæri
þakklæti til eftirtaldra aðila:
Njáls hf., Garði, Miðness hf.,
Sandgerði, Rafns hf., Sand-
gerði, Veiðibæjar, Sandgerði,
Raftýrunnar, Garði, Walter
Leslei, Njarðvík, að ógleymd-
um Guðna Ingimundarsyni í
Garði. Einnig vilja þeir þakka
öllum öðrum sem sýndu mál-
inu skilning og eða aðstoðuðu
á einn eða annan hátt.
Heildverslunin Bassi
Stofnsett hefur verið í
Keflavík heildverslun er ber
nafnið Heildverslunin Bassi
h.f. Stofnendur eru Hjálmey
Einarsdóttir, Keflavík,
ásamt aðilum í Garðabæ,
Kópavogi og Reykjavík.
Prókúruhafi er m.a. Halldór
Leví Björnsson, Keflavík.
Smáauglýsingar
Ferðir til Kýpur
Eigum nokkur sæti laus til
Kýpur 1. og 8. júní. 2-3 vikur,
gististaður Eden beach.
Umboðsskrifstofa H.H.,
sími 15660.
Lítil 6 mánaða læða
ljósgrá og hvítröndótt með
hvítar loppur, fór að heiman
frá Austurgötu 19, Keflavík,
síðasta fimmtudag. Þeir sem
hafa séð hana hafi samband í
síma 12538 eða komi á Aust-
urgötu 19, Keflavík, neðri
hæð.
Til sölu
mjög vandað stórt sófasett,
stórt útskorið sófaborð og
hornborð í stíl, sem nýtt.
Uppl. í síma 11240.
Heimilishjálp
Tek að mér heimilishjálp.
Uppl. í síma 14945.
Atvinna óskast
Tvítugur maðuróskareftirat-
vinnu í Keflavík. Helst á sjó,
en annað kemur til greina.
Uppl. í síma 91-660683 eða
92-15635 eftir kl. 19 (Kári).
Vél í Nissan Sunny
1500, árg. ’83
óskast keypt. Uppl. í síma
14725.
íbúð óskast
3ja-4ra herb. íbúð óskast til
leigu, helst í Njarðvík eða
Keflavík. Uppl. í síma 16140.
Dagmamma í Y-Njarðvík
Get tekið börn í pössun allan
daginn. Uppl. í síma 15195.
Til leigu
3ja herb. íbúð til leigu í Njarð-
vík. Uppl. í síma 11037 eftir
kl. 19.00.
Suðurnesjamenn
Er einhver sem vill losasigvið
bast-sófasett eða stóla fyrir
lítið verð? Þá er pláss í Golf-
skála-num, Leiru, nánartiltek-
ið í kvennaklefa. Vinsamleg-
ast hafíð samband við Golf-
skálann, síma 12908 (Anna).
Til sölu
grá Simo barnakerra. Uppl. í
síma 12413.
Barnapössun
Stór, dugleg 12 ára stelpa ósk-
ar eftir að passa barn, yngra
en 4raára. Uppl. ísíma 13585.
Til sölu einn sá glæsilegasti,
Toyota 4 Runner árg. ’88. Al-
vöru jeppi með öllu. Skipti á
ódýrari. Uppl. á BG-bílasöl-
unni, sími 14690.
Fimmtudagur 25. maí 1989 21
Keflavík
Uppfyllt lóð á
besta stað í Kefla-
vík. Sérlega glæsi-
leg teiknin g. N án-
ari upplýsingar á
skrifstofunni.
Eignamiðlun
Suðurnesja
Símar 11700 og 13868
V-1
A-irffl /í./\
Laugardaginn 27. maí efnir Landsbanki íslands til árlegs
Landsbankahlaups í samvinnu við Frjálsíþróttasamband
(slands. Hlaupið er ætlað krökkum sem fæddir eru 1976 -
1979. Skráning fer fram í öllum útibúum og afgreiðslum og
þar fást einnig nánari upplýsingar.
Hlaupið hefst kl. 11. Keppendur mæti eigi síðar en kl. 10.30
ú eftirtöldum stöðum:
SANDGERÐI: Við Landsbankann kl. 11.
GRINDA VÍK: Við Landsbunkann kl. 11.
KEFLAVÍK: Við íþróttavallarhúsið kl. 11.
Landsbanki íslands
!];