Víkurfréttir - 25.05.1989, Síða 23
\liKurt
ÍUUi*
Fimmtudagur 25. maí 1989 23
r
Ovæntur
aukafarangur
Júlíusi Baldvinssyni brá
heldur betur í brún þegar
hann og kona hans, Hafrún
Vígiundsdóttir, sern fylgdi
honum til London ásamt
fríðu föruneyti blaðamanns
og þriggja Sandgerðinga,
opnaði ferðatöskuna sína á
hótelinu í London. Bætt
hafði verið i töskuna auka-
farangri, sem samanstóð af
10 eintökum af dagblaðinu
Tímanum í búnti, WC-rúllu
og gömlu tölublaði af Mann-
lífi. Júlli vissi ekki hvaðan á
sig stóð veðrið, hélt fyrst að
hann hefði fengið vitlausa
tösku en seinna kom upp
ákveðin grunsemd um
græskulaust grín hjá kunn-
ingjum getraunaspekings-
ins, sem þó á eftir að kanna
betur.
Júlíus í hopi 100 þusund ahorfcnda a Wembley sl. laugardag. Ljósm.: pket.
„Meiri háttar upplifun"
- sagði Júlíus Baldvinsson, Getraunaspekingur Víkurfrétta, sem var á Wembley
m&nnuterdir - Larnfsyr
,,Ég hafði imyndað mér ým-
islegt, en ekki svona. Þetta var
meiriháttar upplifun, stemning-
in og leikurinn frábær,“ sagði
Júlíus Baldvinsson, Getrauna-
spekingur Víkurfrétta 1989,
sem var á meðal eitt hundrað
þúsund áhorfenda á Wembley,
þar sem Liverpool og Everton
áttust við í bikarúrslitum ensku
knattspyrnunnar sl. laugardag.
Júlíus hampar merkjum Liver-
pool og Everton fvrir leikinn.
Það voru Samvinnuferðir-
Landsýn sem gáfu þessi glæsi-
legu verðlaun í getraunaleik
Víkurfrétta, helgarferð til
London.
COME m WEMBKEW
Sandgerðingarnir Sigurður og Skúli Jóhannssynir fylgdu Júlíusi á
Wembley, enda Skúli gallharður „púlari“:
Sögulegur leikur
Leikurinn á Wembley að
þessu sinni var fyrir margra
hluta sakir sögulegur. Lengi
vel var útlit fyrir að ekkert yrði
af honum vegna harmleiksins í
Sheffield, en þar fórst fjöldi
fólks frá Liverpool-borg, en
þaðan eru bæði liðin. Vegna
þessa var ákveðið að 70.000
miðar færu til félaganna, sem
er mun hærri tala en venjulega,
en alla jafna fá öll lið í 1. og 2.
deild ákveðinn fjölda af mið-
um á þennan eftirsótta leik.
Það var því mikil eftirspurn
eftir miðum, sérstaklega frá
öðrum áhangendum en þess-
ara liða, og því varð svarta-
markaðsbrask mun minna að
þessu sinni og lítið um
,,svarta“ miða í umferð, því
enginn vildi missa af leiknum.
Þá hefur eftirlit með braskinu
verið stóraukið og ef það sann-
ast að aðgöngumiði hafi verið
seldur fyrir meira en hann
kostar getur það þýtt allt að 6
mánaða fangelsi! Þeir örfáu
miðar, sem fáanlegir voru,
ruku því all rosalega upp í
verði og heyrðust tölur eins og
tífalt til fimmtánfalt nafnverð.
Fjöldi manns, sem ekki fengu
miða, reyndu að komast inn á
leikvanginn með öðrum leið-
um. Við urðum vitni að því við
innganginn þegar ungir
áhangendur reyndu að fara
yfir rammgirta, oddhvassa
girðingu en löggæsla var mjög
ströng og þó þeir kæmust yfir
óhugnanlega girðinguna biðu
svörtu húfurnar hinum megin
við. En engu að síður reyndu
menn þetta og lögðu lífið nán-
ast að veði.
Til skammar
En Suðurnesjamennirnir
komust í sín sæti og fengu að
sjá allt það besta sem ensk
knattspyrna býður upp á. Auk
blaðamanns og getraunaspek-
ingsins úr Garðinum voru með
í ferðinni þrír Sandgerðingar
en tveir þeirra, Skúli og Sig-
urður Jóhannssynir, áttu þess
kost að komast á völlinn. Eins
og þeir sem fylgdust með sjón-
varpsútsendingunni gátu séð
hafði girðing umhverfis völl-
inn verið fjarlægð og því var
greið leið fyrir „spennta"
áhangendur að hlaupa út á
völlinn og sumir stóðust ekki
freistinguna, þrátt fyrir varn-
aðarorð forráðamanna leiks-
ins, og hlupu út til goðanna
sinna þegar þeir skoruðu
mörkin. Framkoma og hegð-
un áhangendanna utan og inn-
an vallar benti ekki til þess að
þeir hefðu lært af hörmungun-
um í Sheffield. Einn enskur
áhorfandi sagði við okkur að
framkoma enskra áhorfenda
væri þjóðinni til skammar og
gera þyrfti eitthvað róttækt í
málinu, en eitt af því væri að
fjölga sætum á völlunum, sem
þegar er byrjað að gera.
Ólýsanleg þögn
Áður en leikurinn hófst var
Vasaþjófar
Júlíus varðfyriróskemmt-
ilegri reynslu þegar hann var
á leið inn á leikvanginn í
langri röð og þröng áhorf-
enda. Þá fann hann allt í einu
fyrir hendi á leið í buxnavas-
ann en okkar maður varekki
á því að I áta ræna sig og reif í
hendina á þessum enska
vasaþjóf senr fór allur í
,,flækju“ en því miður var
ekki staður og stund til frek-
ari kærumála, svo þjófurinn
slapp með skrekkinn...
'I
Ruslið og em-
bættismaðurinn
Það fylgir mikið rusl og úr-
gangur 100 þúsund manns
og lítið um ruslafötur. Öl-og
bjórdollur ásamt hamborg-
arabréfum lenda því beint á
göngum og götum. Þegar
heilbrigiðiseftirlitsmaðurinn
Júlíus þurfti að losa si'g við
öldollu fannst honum það
slæmt mál að þurfa að henda
henni ,,bara eitthvað“.
„Hann Magnús heilbrigðis-
fulltrúi kæmist í feitt hérna,“
sagði Júlli, þegar hann henti
dollunni aftur fyrir sig inn í
mitt ruslhafið, af fullkomnu
kærulevsi eða þannig...
Allt var gert til að komast inn á
leikvanginn.
þögn í eina mínútu til að votta
þeim virðingu, sem létust í
Sheffield. Það var ólýsanleg
tilfinning að vera innan um
eitt hundrað þúsund áhorf-
endur og geta heyrt saumnál
detta. En þegar leikurinn hófst
varð stemningin hreint ótrú-
leg og var það mál manna að
þessi bikarúrslitaleikur hefði
verið einn sá besti í langan
tíma pg hafi allt hjálpað til
þess. Urslitin skiptu ekki öllu
máli en margir voru á því að
örlögin hafi ætlað Liverpool
sigur í þessum leik, sem raun
varð á.
íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild - Keflavíkurvöllur:
ÍBK - FH
í kvöld, fimmtudag kl. 20.
Hvað gera Keflvíkingar í kvöld
gegn FH-ingum?
Suðurnesjamenn, fjölmennum!