Víkurfréttir - 25.05.1989, Blaðsíða 24
l'HHiHUtMfr Sima S*Banki
Fimmtudagur 25. maí 1989
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Vallargötu 15 - Símar 14717, 15717. * J SÍMI 15828
Unga kynslóðin var þegar mætt til að taka út vcrkið. Ljósmyndir: hbb.
Kastalasmíði við Gefnarborg
Foreldrar barna á Gefnarborg í Garði ijölmenntu um síðustu helgi
á leiksvæðið við dagbeimilið með tæki sín og tól og hófu byggingu
kastala. sent hefur verið langþráður draumur meðal harnanna.
Grafnir voru niður símastaurar og síðan kont hver spýtan á fætur
annarri. Var byggingin töluvert ódýrari, en ef kastalinn Itefði verið
keyptur tilbúinn.
Foreldrarnir í óðaönn við byggingarvinnuna.
Laxaslátrun í Vogum
Undirbúningur stendur
nú yfir hjá fyrirtækinu Fisk-
torgi í Vogum vegna slátrun-
ar fyrir iaxeldisfyrirtækið
Vogalax. Mun slátrun hefj-
ast nú í sumar og að sögn
Omars Jónssonar, oddvita í
Vatnsleysustrandarhreppi,
tekur síátrunin yfir þrjá til
fjóra mánuði í rekstri fyrir-
tækisins.
Fisktorg hefur yfir aðráða
nýlegu frystihúsi og nýjum
tækjum og er mjög góð að-
staða til laxaslátrunar.
Vogamenn hafa hugsað
sér að í framtíðinni verði
mikil löndun á laxi í Vogum
og uppi eru áform urn mikið
kvlaeldi úti fyrir ströndinni
og þegar er búið að setja upp
nokkrar kvíar.
Tilboð í rekstur
Gimlis samþykkt
Bæjarstjórn Njarðvíkur
hefur samþykkt að ganga að
tilboði þeirra Magneu Ingu
Víglundsdóttur og Hallfríð-
ar Matthíasdóttur i rekstur
dagheimilisins "Gimlis i
Njarðvík, nú að loknum
sumarleyfum. Jafnframt
hefur bæjarstjóra verið falið
að ganga til samninga við
þær á grundvelli tilboðsins.
Mun liann einnig halda
fund með foreidrum barna á
dagheimilinu og skýra fyrir
þeim þær breytingar sem
verða nú á rekstrinum.
Hljóðar tilboðið upp á að
rekstrargjöld fyrir 12 mán-
aða tímabil verði kr.
8.470.000, en rekstrarkostn-
aður heimilisins á síðasta ári
nam 9,7 milljónum króna.
Yrði hlutur bæjarsjóðs í
rekstrinum helmingur upp-
hæðarinnar en hinn helming-
urinn greiddur með dagvist-
unargjöldum.
Skólastjórinn, Kiríkur Hermannsson, rafvirkinn, Guðmudur Jens Knúts-
son, oy lögfræðingurinn, Asbjörn Jónssnn, leggja á ráðin um hvernig eigi að
ganga frá öðrum enda kastalans.
Þorri lagðist
á hliðina
Skömmu fyrir miðnætti í
fyrrakvöld fékk Sandgerðis-
báturinn Þorri, sem er fimm
tonna þilfarsbátur úr plasti,
á sig tvö brot skammt utan
við innsiglinguna til Sand-
gerðis. Við brotin lagðist bát-
urinn nánast á hliðina en
eina skipverjanum, Eyþóri
Jónssyni, tókst aðsigla upp í
báruna og rétta bátinn af.
Við brotin flæddi sjór inn
á dekkið og tók allt lauslegt
fyrir borð, fiskkör, afla,
björgunarhring o.fl. Sendi
Eyþór þá út neyðarkall og
svaraði Tilkynningarskyld-
an honum. Voru bæði varð-
skip og hafrannsóknarskipið
Bjarni Sæmundsson þarna
nálægt og tóku þau þegar
stefnu að hinum nauðstadda
báti. Jafnframt var björgun-
arbáturinn Sæbjörg úrSand-
gerði kallaður út.
Fylgdi Sæbjörgin síðan
Þorra til hafnar í Sandgerði,
en dýptarmælir mun hafa
bilað við brotin, auk þess
sem band fór í stýri bátsins
og mikil slagsíða var á hon-
um, er hann kom að bryggju.
Við nánari athugun kom í
ljós að orsökin var sú að all-
ur ísinn í lestinni fór út í ann-
að borðið og rafgeymarnir
sömuleiðis, þar sem þeir
ónýttust. I samtali við blaðið
sagðist Eyþór hafa sloppið
við öll meiðsli en hafa verið
orðinn ansi hræddur.
Þá voru tveir aðrir litlir
bátar, sem höfðu verið að
veiðum út af Skerjum eins og
Þorri, ókomnir að. En eftir
að talstöðvarsamband náðist
við þá fylgdist varðskipið
með þeim til Sandgerðis,
enda haugasjór.
SPÓN PARKET
TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR IÐAVÖLLUM 7 KEFLAVÍK SÍMI 14700
Gróðurhús
nánast
rústað
Að undanförnu hafa
krakkar verið iðnir við að
brjóta rúður í gróðurhúsi við
Vallargötu í Keflavík. Höfðu
um síðustu helgi eigi færri en
níu rúður verið brotnar með
grjótkasti af nærliggjandi
lóðum.
Er niálið nú í rannsókn hjá
lögreglunni en ákveðnir
unglingar eru sterklega
grunaðir um verknaðinn.
Hraðaakst-
ur að auk-
ast á ný
Mönnum virðist bera sam-
an um það að hraðakstur er
orðinn tíðari en oft áður. Um
helgina barst lögreglunni í
Keflavík t.a.m. þrjár kvart-
anir yftr of hröðum akstri
bifreiða innan bæjarmarka
Keflavíkur.
Harpa seld
burtu af
svæðinu
Útgerðarfyrirtækin Kefla-
vík h.f. og Miðnes h.f. hafa
selt eitt skipa sinna, Hörpu
RE 342, til Eskifjarðar. Er
kaupandinn fyrirtækið Esk-
firðingur h.f. Hefur skipið
þegar verið afhent hinum
nýju eigendum.
Harpa er rúnrlega 300
tonna skip, smíðað í Holl-
andi 1967, og frá upphafi
verið gert út frá Suðurnesj-
um, að undanskildum tveim-
ur árum, að það var gert út
frá Þórshöfn. Hafa eigendur
lengst af verið Fiskiðjan h.f.
ásamt/fleirum, svo ogsystur-
fyrirtækin Keflavík h.f. og
Miðnes h.f.
Fr ekki leikskúlinn cinmitt
rétti staðurinn fvrir
lögntenn og skólustjóra?