Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.1989, Side 8

Víkurfréttir - 02.11.1989, Side 8
8 mntar* ™| grín ■ gagnrýni 1*^- vangaveltur ■ I I IWICll 4 ;urrisjón:wemil páll.*» Misheppnuð tilraun Tilraun sú, sem lögregluyf- irvöld stóðu að er Hafnargöt- unni var lokað um síðustu helgi, virðist hafa misheppn- ast, enda eru ökumennirnir á rúntinum ekki aðalvandamál- ið heldur krakkarnir sem stunda rúðubrotin. Þó verða lögregluyfirvöld að skoða nið- urstöðurnar vel, því ekki má líta svo út sem bílstjórarnir ófriðlegu hafi farið með sigur af hólmi. Auðséð er þó að tillit verður að taka til þeirra sem áfram vilja hafa rúntinn. Mætti t.d. ekki reyna einstefnu á Hafnargötunni svo lögregla og leigubílar eigi þar áfram greiðan aðgang. ... eða hvað?... Annars hélt ég að yfirvöld hefðu verið aðgera tilraun með að gera Hafnargötuna að göngugötu á umræddum kafla svo þau hefðu meira pláss og þyrftu ekki að hanga utan í verslunargluggunum. Þessitil- raun tókst vel og lítið var um rúðubrot. Það mega yfirvöld einnig hafa í huga. Gefi þau það hins vegar í skyn að allt hafi mistekist er voðinn vís í framtíðinni. Þá fá unglingarn- ir það á heilann að með sam- stöðu og nógu miklum látum geti þeir brotið lögregluna auðveldlega niður. loks, er forystusauðurinn var færður á lögreglustöðina, hættu óspektirnar. ...Gróft brot Þó ef til vill megi finnaskýr- ingu á mótmælum ungling- anna er það með engu verjandi að þeyta bílflautur í nágrenni við sjúkrahúsið og íverustaði aldraðra. Þetta fólk á skilið frið og ekkert annað. Fyrir þetta eitt verða lögregluyfir- völd að taka harkalega á um- ræddum óspektarmönnum. Getur bæjarstjórinn sett yfírmönnum sínum stólinn fyrir dyrnar? Hún er ekki öfundsverð staðan hjá bæjarstjóranum í Keflavík varðandi deiluna um greiðsluskyldu varnarliðsins varðandi olíuuppskipun í Helguvík. Því fyrir utan að vera bæjarstjóri og nefndar- maður í varnarmálanefnd, sem er húsbóndi varnarliðsins, er hann starfsmaður þess síð- arnefnda, þó hann sé í launa- lausu orlofi. Þarf hann því að hóta þeim valdboði um leið og hann er í fríi hjá þessum sömu mönnum. A.m.k. er umrædd staða all skondin svo ekki sé meira sagt. ...Slæleg frammistaða?... En hvort sem tilraunin hef- ur mistekist eður ei, er spurn- ing hvort frammistaða lög- reglu hafi ekki verið slæleg þegar tugum bíla var ekið í halarófu um bæinn, þeytandi bílflautur. Alltof seint tóku lögregluyfirvöld á málinu, en Plata með Rut væntanleg Þegar nær dregur jólum er væntanleg á markaðinn hljóm- plata með fyrrum keflvískri barnastjörnu, Rut Reginalds. Annars er það að frétta af Rut að hún gifti sig nýlega bakara með pompi og pragt í Hall- grímskirkju í Reykjavík. ÁRSHÁTÍD \aaáni/ MANA verður haldin laugardaginn 4. nóvember nk. Munið að tilkynna þátttöku í símum 12317 (Lalli), 13034 (Brynjar) og 12495 (Snorri). SKEMMTINEFND Knattspyrnudómara- félag Suðurnesja Aðalfundur félagsins verður haldinn nk. laugardag, 4. nóvember, kl. 13:30 í Glaum- bergi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Verðlaunaafhending. Stjórnin Allaballar hræddir... Sögur herma að einn af æðstu mönnum kommanna sé nú tíður gestur á heimili Gylfa Guðmundssonar og bjóði honum gull og græna skóga ef hulduher Gylfa bjóði ekki fram í næstu bæjarstjórnar- kosningum í Keflavík. Verði af framboði er boðið upp á sam- starf sem að sjálfsögðu yrði hvorki G- eða H-listi (óháðir) heldur vinstra framboð. Óttast menn að allaballar nái engum manni inn ef hulduherinn bjóði fram. ...bjóða öruggt sæti Ef Gylfi verði hins vegar góður strákur herma fregnir að honum eða fulltrúa hans verði boðið gott sæti á næsta lista allaballa í þingkosning- unum og þá undir nafni G-list- ans. Breyttu ímynd Suðurnesja Fulltrúar Sambands ís- lenskra sparisjóða áttu ánægj- ulega daga hér á Suðurnesjum um síðustu helgi. Á milli fund- arseta var þeim boðið á kvöld- vöku í Stapanum á föstudags- kvöld, sem hófst með kvöld- verði undir ljúfri tónlist þeirra félaga, Kjartans Más Kjart- anssonar og Steinars Guð- mundssonar. En það var að- eins forsmekkurinn að því sem koma skyldi, því í kjölfarið kom Leikfélag Keflavíkur, sem flutti atriði úr afmælis- revíu Keflavíkur og síðar um kvöldið þætti úr söngleiknum Grettti, sem félagið frumsýnir í næstu viku. Tónlistarfólkið okkar gladdi sparisjóðsfólkið einnig, með söng og tónlist. Annars vegar þau Gróa Hreinsdóttir og Guðmundur Sigurðsson og hins vegar Hlíf Káradóttir og Ragnheiður Skúladóttir. Danspör úr Innri-Njarðvík sýndu síðan samkvæmisdansa og Léttsveit Tónlistarskólans í Keflavík fylgdi því eftir með nokkrum ljúfum lögum og fékk gesti út á gólfið, slík var stemningin. Tveir af yngri skemmtikröfum Suðurnesja, sprellararnir Burkni og Ágúst, kitluðu hlát- urtaugarnar hressilega og end- uðu tveggja tíma dagskrá, sem þarna var flutt undirbúnings- laust í fyrsta skipti, en eins og hún hefði verið flutt margoft áður, svo vel heppnaðist hún. Hafði einn stjórnarfulltrúinn á orði á eftir að þessi kvöldvaka hefði breytt ímynd Suðurnesja í augum þessa aðkomufólks og greinilegt að á Suðurnesjum væri meira en hitaveita og flugvöllur; líka blómlegt menningarlíf... Ætla að styrkja menningarlífíð Þessi vel heppnaða kvöld- vaka varð til þess að stjórn Sambands íslenskra spari- sjóða ákvað á fundi sínum á laugardeginum að styrkja menningarlífið á Suðurnesjum með peningaframlögum til Leikfélags Keflavíkur og Tón- listarskólans í Keflavík, að upphæð krónur 200 þúsund til hvors aðila... Einkabílstjóri utanríkisráðherra Kristinn Th. Haraldsson eða Kiddi rótari, eins og hann var kallaður á „bítlaárunum" í Keflavík, hefur fengist við ým- islegt um ævina. Hann hefur flutt inn töframenn, sjónhverf- ingamenn og sirkusfólk og margt fleira, fyrir utan það að hafa verið einn kunnasti rótari allra tíma, eða þannig. Nú er okkur sagt að Kiddi sé orðinn einkabílstjóri hjá Jóni Bald- vin Hannibalssyni, utanríkis- ráðherra, ogaltmuligmand hjá krötum 1 Reykjavík... Stjórnar flottasta mötuneyti landsins Við höfum stundum verið að monta okkur af því í Mol- um að Suðurnesjamenn væru víða í fremstu röð í atvinnulíf- inu. Meðal annars höfum við sagt frá því að við séum með alla helstu tónlistarmenn landsins svo og matreiðslu- og veitingamenn, bæði á stærstu veitingahúsum borgarinnarog hér á Suðurnesjum. Þessu til viðbótar viljum við koma því á framfæri að Keffvíkingurinn Sigurbjörn Jónsson er for- stöðumaður flottasta og dýr- asta mötuneytis í Reykjavík, sem er auðvitað í „peninga- kassanum", sjálfu Seðla- bankahúsinu. Svo eigum við annan sem gefur nokkur hundruð nemendum Iðnskól- ans daglega að borða, en for- stöðumaður mötuneytisins þar er einnig Keflvíkingur og heitir Hörður Jóhannsson og starfaði um tíma í Glaumbergi og Sjávargullinu... Ungar fegurðardömur Undirbúningur fyrir Feg- urðarsamkeppni Suðurnesja er nú hafinn og hefur verið auglýst eftir ábendingum. Stefnt er að því að ljúka vali fyrir 1. des„ þar sem keppnin fer fram 18. feb. að þessu sinni, eða mun fyrr en undanfarin ár. Ágæt viðbrögð urðu þegar auglýst var eftir ábendingum fyrir nokkru síðan, en einn hængur var þar á, flestar stúlk- urnar voru 15-16 ára en lág- marksaldur er 18 ár. En for- ráðamenn keppninnar geta þó litið björtum augum til fram- tíðarinnar, þegar allar þessar fallegu ungu dömur verða búnar að ná aldri til að taka þátt í keppninni... Verður skuldin sett á ríkið? Hin furðulega deila, sem bæjaryfirvöld eiga í varðandi gjaldtöku af olíuskipum í Helguvík, hefur orðið til þess að menn telja, sumir hverjir, að nú verði eitthvað að fara að gerast í málum. Hvort það verður lögbann á olíuuppskip- un eða málssókn skýrist trú- lega á næstu dögum. Er jafn- vel spurning hvort ríkiðsé ekki ábyrgt fyrirgreiðslum þessum, þar sem þáverandi utanríkis- ráðherra gerði samninginn? Þetta er alls ekki svo fjar- stæðukennt að áliti fróðra manna. BONSAI-tré með náttúrusteinum t.d. JASPIS, BERGKRIST- ALL, TURKIS, TÍGRIS- AUGA, AMETIST O.FL. Þetta er sagt um steininn TÍGRISAUGA: Gefur orku og fallegt útlit. Vinnur gegn astma, maga- krampa, sleni og augnsjúkdómum. Vörn gegn kvefi, skýrir hugsun og eykur sjálfstraust. BLÓMASTOFA GUÐRÚNAR Hafnargötu 36 - Keflavík - Sími 11350

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.