Víkurfréttir - 02.11.1989, Side 10
10
Viðtalið
í í RUSLI
FRÁ FJÖGUR Á MORGNANA
„Gömlu karlarnir ganga best frá
ruslapokunum“, segir Ólafur Thordersen
Viðmælandi blaðsins, Ólafur Thordersfn, ekur umm á gámabifreið Njarðtaks
Nú eru 40 gántar i uinferð á Suðurnesjum ogeru vel notaðir. Ljósmyndir:hbb
■
Að vera ruslakarl hefur aldrei þótt vera neitt spennandi starf í
augum fólks. Sú þjónusta sem þessir „karlar" veita er hins vegar
sjálfsögð hjá öllum, þó að fólk veiti því enga sérstaka athygli þósvo
fulli ruslapokinn hverfi úr tunnunni einu sinni í viku og einn tómur
kemur i staðinn. Veist þú til að mynda á hvaða dögum rusiakarlarn-
ir koma til þín?
Hugntyndin með þcssari grein er nú ekki að fara í spurningalcik
við lescndur, heldur að skyggnast örlitið inn í það starf sem rusla-
karlarnir okkar vinna. Til að f ræða okkur um það varð Ólafur Thor-
dersen, bílstjóri á gámaflutningabil Njarðtaks og altmuligmann,
einnig þckktur sem lögregluþjónn, fyrir svörum.
Vinnudagurinn
„Vinnudagurinn hjá fyrsta
flokknum hefst upp úr klukk-
an fjögur að morgni, þegar
hafist er handa við að fjarlægja
sorpsekkina frá húsum fólks
og nýir, tómir pokar skildir
eftir í staðinn. Sorpsekkjunum
er safnað saman í litlar hrúgur
í hverri götu fyrir sig og þær
sér næsti flokkur um að fjar-
lægja skömmu seinna. Þeir
starfsmenn, sem sjá um það,
hefja störf upp úr klukkan
fimm og yfirleitt er allri sorp-
hreinsun lokið milli klukkan
tvö og þrjú á daginn og þá höf-
um við líka losað verslanir og
fyrirtæki við sorp,“ sagði Olaf-
ur, er hann var beðinn að lýsa
vinnudegi ruslakarlanna í fá-
um orðum. „En að sjálfsögðu
getur þessi áætlun eða dagskrá
okkar öll farið úr skorðum
þegar veður eru vond.“
Eftirsótt starf
-Nú hefur stöðuheitið
„ruslakarl" ekki verið hátt
skrifað hjá fólki. Hvernig hef-
ur gengið að fá mannskap til
starfa?
„Ja, eitt er víst, að við höf-
SUÐURNESJAMENN!
VIÐ ERUM
A SVÆÐINU
ÖLL DEKKJA-
ÞJÓNUSTA
NÝOGSÓLUÐ
DEKKAFÖLLUM
STÆRÐUM
OG GERÐUM
SÓUiMVGr
Fitjabraut 12, Njarðvík, simi 11399
um ekki þurft að auglýsa eftir
starfskröftum í langan tíma.
Það virðist vera jöfn ogstöðug
ásókn í þetta starf, en það virð-
ast eingöngu strákar hafa
áhuga á að starfa í þessu. Þetta
er svolítið erfitt starf svona
fyrst. Það er erfitt að venjast
öllu þessu labbi, en það eru
ekki mikil átök við sjálfa sorp-
pokana."
Góður frágangur
-Hvernig er frágangurinn á
sorppokunum hjá fólki?
„Yfirleitt er frágangur fólks
á sorpi mjög góður. Gömlu
karlarnir eru mjög duglegir við
að binda fyrir sorppokana og
einnig er vel gengið frá rusla-
kössum og tunnum. Svo eru
einnig til aðrir aðilar hér á Suð-
urnesjum sem eru fyrir það að
troðfylla pokana,svoalltflæð-
ir út um allt og þá er erfitt að
eigá við það, aðxörp fjúki ekki
úr hrúgunum sem strákarnir
safna pokunum í.“
Þeir eru snöggir í ferðum,
strákarnir hjá Njarðtaki, og
þegar Ijósmyndari blaðsins
keyrði um götur Keflavíkur í
leit að ruslakörlunum, kom
hann auga á að fólk virðist
henda „öllum fjandanum",
því í sumum haugunum mátti
sjá t.d. gamalt barnarimla-
rúm, hillur, skápa, rúm og þar
fram eftir götunum. Lætur
fólk ykkur henda hverju sem
er?
Hættuleg glerbrot
„Það er óhætt að segja það.
Fólk lætur einnig ótrúlegustu
hluti í ruslapokana. Það er
ekki langt síðan einn af strák-
unum ætlaði að kippa rusla-
poka upp í kerruna hjá sér, en
þá kom í Ijós að í pokanum var
eitt stykki bílvél.
Þrátt fyrir þessa hluti, þá
eru glerbrotin alltaf varasöm-
ust og er raunar vítavert af
fólki að láta bæði brotna og
óbrotna glerhluti í sorppok-
ana án þess að pakka inn í um-
búðir, sem koma í veg fyrir
slys. Því miður, þá er það alltaf
að gerast hjá okkur að við er-
um að missa menn úr vinnu
vegna þess að þeir hafa skorið
sig illilega á gleri og jafnvel
verið frá í allt að Ijóra mán-
uði,“ sagði Ólafur og undir
þetta tók einn þeirra sem hirða
ruslið frá húsunum, en hann er
nýlega kominn til starfa aftur
eftir að hafa verið frá í tvær
vikur vegna skurðar í lófa sem
hann hlaut af glerbroti, sem
var óvarið efst í sorppoka.
Sauma þurfti tiu spor en til eru
dæmi um allt að 38 spor i hendi
vegna glerbrots.
-Það er fleira en glerbrotin
sem gera ykkar mönnum lífið
leitt ogjafnvel hinumalmenna
borgara Iíka. Við hér á Víkur-
fréttum fáum fjölmargar
hringingar frá fólki, þar sem
kvartað er yfir því að sorp-
hrúgurnar valdi svo miklum
sóðaskap.
Vondur frágangur
á vökvum
„Fólk er svolítið gjarnt á að
henda ýmsum vökvum, eins
og til dæmis málningu, án þess
að ganga út frá því að hún leki
úr pokunum. Síðan, þegar
sorpinu er safnað saman, fer
vökvinn að renna af stað og
lekur niður á götuna. Þá taka
allir upp símann og kvarta yfir
sóðaskapnum hjá okkur rusla-
körlunum. Ef fólk myndi hins
vegar hugsa um að ganga bet-
ur frá öllu fljótandi, yrði þetta
örugglega allt mikið snyrti-
legra, en það verða þá líka allir
að vera samstíga."
Það kennir ýmissa grasa innan um annað húsasorp á Suðurncsjum.
Einhvcr hcfur t.d. |>urlt að losa sig við lúið barnarimlarúm.
Ruslakarlarnir Erlendur og Sigurður sctja sorppoka í hrúgu á llólagötunni i Keflavík.
Ilrciðar (iuðmundsson, formaður skólancfndar, flutti Kópi ræðu.
Skólancfnd og skólastjóri fylgjast tneð.
Kópur kvaddur
Mokið frá tunnum
-Nú er vetur konungur
genginn í garð. Eruð þið rusla-
karlarnir með einhver skila-
boð til fólksins á Suðurnesj-
um?
„Þegar hann fer að snjóa er
nauðsynlegt að mokað sé frá
öllum ruslakössum, þannig að
auðvelt sé að komast að.“
Svo við snúum okkur að
öðrum málum. Njarðtak tók
við sorphreinsunarmálum á
Suðurnesjum strax í byrjun
ársins 1982. Þið hafið smám
saman verið að auka við þjón-
ustuna og nú eruð þið komin
með sorpgáma fyrir verslanirg
með sorpgáma fyrir verslanir
og fyrirtæki.
Gámarnir
„Það var orðin þörf fyrir
gámaþjónustuna og hún nýtur
mikilla vinsælda. Nú eru um
40 gámar af öllum stærðum í
stöðugri umferð og eru mikið
notaðir. Til dæmis eru þrír
gámar staðsettir við áhaldahús
Keflavíkurbæjar og þarf að
losa þá alla að jafnaði tvisvar í
viku.
Kópur Kjartansson bifreiða-
stjóri, sem séð hefur um akstur
skólabarna i Vatnsleysustrand-
arhreppi sl. 17 ár, lét af þeim
störfum á liðnu vori. Tilefnið
var að gengið var til samninga
við Sérleyfisbifreiðir Keflavík-
ur um þcnnan akstur a.m.k.
fram að áramótum.
Kópur var mjög vinsæll í
starfi, áreiðanlegur og stund-
vís svo að af bar. Sakna hans
margir. Kennarar Stóru-
Vogaskóla, annað starfsfólk,
skólanefnd og fulltrúar for-
eldrafélags héldu Kópi hóf á
dögunum.
Voru honum þar færðar
gjafir pg þakkarávörp voru
flutt. Oskuðu menn honum
velfarnaðar í framtíðinni og
þökkuðu honum vel unnin
störf um árabil.
11
Vikurfréttir
2. nóv. 1989
Tjarnargötu 17, sími 12061.
Bjóöum nú vandaöargjafavörurí miklu
úrvali frá
Opið laugardaga frá 10—13.
Svartir sauðir lcynast viða á svæðinu, cn þaðcru þeirsem troða rusla-
pokana svo fulla, að allt fer út um nllt.
Frá því Njarðtak fórað ann-
ast sorphirðu á Suðurnesjum
hefur verið jöfn aukning á
sorpi frá ári til árs, þar til að í
fyrra var minna um sorp á
svæðinu en árin þar á undan.
Hlutfallslega henda Suður-
nesjamenn frá sér minna
magni af sorpi helduren marg-
ir aðrir íslendingar," sagði Ol-
afur Thordersen hjá Njarðtaki
að endingu.
Allt það nýjasta í skrauti
-eyrnalokkar, armbönd, belti og festar
BEINT FRÁ ÍTALÍU OG AMSTERDAM
TEK AÐ MÉR FÖRÐUN
fyrjr brúðkaup, árshátíðir og mannfagnaði. Kem i | \
heimahús ef óskað er. Hringiö i sima 14409 eða
12330. SIDDÝ
#
l
GIODIA t
-.....
•SNYRTIVÖRUVERSLUN - v TfLfv
SAMKAUPUM - NJARÐVÍK /A
b -
TCr.y.-sttS'n v
Seljum nokkur lítið
gölluð leðursófasett
með góðum afslætti
ó meðan birgðir endast.
Tjarnargötu 2 - Keflavík - Sími 13377
) >