Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.1989, Síða 16

Víkurfréttir - 02.11.1989, Síða 16
16 Fréttir Reykjanesbraut: Bílvelta á nýlagðri klæðningu „Skulda sveitarfé- lögunum afsökun' - segir Jón E. Unndórsson, hjá Atvinnuþróunarfélaginu Fólksbifreið valt á nýlagðri klæðningu við Kúagerði að kvöldi miðvikudagsins í síðustu viku. Ökumaður var einn í bif- rciðinni og slasaðist ekki alvar- lega. Bifreiðin er hins vegar niikið skemmd. Undanfarið hefur verið unn- ið að lagningu klæðningar í til- raunaskyni á 400 m kafla Reykjanesbrautarinnar við Kúagerði. Þar til veltan varð var hin nýlagða klæðning illa merkt, þar eð merkingar lágu allar niðri utan eins þríhyrn- ings er táknaði vegavinnu. Eft- ir veltuna var hins vegar bætt úr skák og merkjum fjölgað og komið upp blikkandi Ijósum. Þá valt einnig bifreið á Strandarheiði aðfaranótt föstudagsins í snjó og hálku. Ökumaður slapp með skrám- ur en er hins vegar grunaður um ölvun við akstur. Suðurnesja- læknar kaupa sér frið Nú virðast sættir vera í sjón- máli í deilumáli lækna við Heilsugæslustöð Suðurnesja og Tryggingastofnunar ríkisins. Hafa allir læknar stöðvarinnar nema einn samþykkt að cndur- greiða stofnuninni háar fjár- hæðir, að því er frani kom í Pressunni í síðustu viku. Þrátt fyrir það er hugsanlegt að ríkis- cndurskoðun komi málinu til ríkissaksóknara, að því er fram kemur i blaðinu. Snýst deila þessi um mis- munandi túlkun heilsugæslu- læknanna og Tryggingastofn- unar ríkisins á gjaldskrá þeirri sem verið hefur í gildi undan- farin ár. Kemur fram í um- ræddu blaði að nánari skil- greining sé sú að deilt sé um það hvað teljist „viðtal" og hvað teljist „vitjun“ á vakt- tíma læknis, sem þó er ekki bundinn viðveru á heilsu- gæslustöð. Samkvæmt upplýsinguin Pressunnar voru kröfurnar um endurgreiðslur á bilinu 100 þúsund og upp í eina milljón króna á hvern hinna sex lækna sem málið snýst um. Ekki er þó talið að viðkomandi læknar hafi endurgreirt alla umrædda upphæð, heldur hafi þar náðst samkomulag um. Haft er eftir lækni ástöðinni í umræddu blaði að þeir telji sig ekki vera hér með búna að viðurkenna á sig nein mistök með þessu, heldur sé hér um að ræða sátt í málinu. Í-Kastljósi sjónvarpsins þann 21. október kom fram frá Jóni E. Unndórssyni, framkvæmda- stjóra Atvinnuþróunarfélags Suðurncsja hf., hörð gagnrýni á stefnuleysi sveitarfélaganna á Suðurnesjum í atvinnumálum. I tilefni af því báðu Víkurfréttir Jón að skýra nánar ástæður þessarar gagnrýni. „Ég vil fyrst taka fram að ég skulda sveitarfélögunum á Suðurnesjum afsökun á of harðri gagnrýni i þeirra garð. Mér þykir það mjög miður hvað ég lét frá mér fara í hita leiksins en það sem vakti fyrir mér var einungis að vekja at- hygli á slæmu ástandi í at- vinnumálum og jafnframt minna á ábyrgð sveitarfélag- anna. Því er ekki að leyna að mér frnnst margt gagnrýnisvert hvernig sum sveitarfélög taka á málum er snerta atvinnulífið. Atburðir líðandi stundar skipta allt of stóran sess og litil rækt lögð við að marka stefnu í atvinnumálum til nokkurra ára fram í tímann. Þetta kem- ur einnig fram í starfi atvinnu- málanefnda sem aðeins koma saman þegar vandamál berja að dyrum. Með þessu er ég ekki að ásaka atvinnumála- nefndirnar heldur fremur að segja að það þarf að leggja miklu meiri áherslu á starf þeirra og auðvitað fyrst og fremst þarf að ákveða hvernig þær eiga að vinna.“ -Hver er stefna Atvinnuþró- unarfélagsins i atvinnumálum á Suðurnesjum? Jón E. Unndórsson „Markmið félagsins er að efla atvinnulífið á Suðurnesj- um og við teljum nauðsynlegt að fara ýmsar leiðir til að ná settu marki. Við teljum mjög nauðsyn- legt að Suðurnesjamenn versli sem mest á Suðurnesjum og því erum við með aðgerðir til að stuðla að því og vil ég í því sambandi benda á SKRÁNA sem kemur út í janúar 1990 og einnig vil ég benda á SUÐUR- NESJAVIKU sem verður um miðjan maí og er kynning á at- vinnustarfsemi fyrirtækja og stofnana sveitarfélaga. Við teljum nauðsynlegt að bæta þekkingu stjórnenda á sviði stjórnunar og rekstrar al- mennt og bjóðum því upp á námskeið í því sambandi. Ég vil einnig nefna í þessu sam- bandi að við höfum einnig stutt sérstaklega við bakið á konum sem eru að taka við rekstri fyrirtækja og höfum boðið þeim upp á sér nám- skeið. Við höfum lagt mikla áherslu á að leggja okkar af mörkum við fjármögnun fyrir- tækja, en enn sem komið er hefur okkar aðstoð verið fólg- in í að útvega fjármagn frá sjóðakerfi en við stefnum að því að vera þess umkomnir að geta sjálfir lagt fram hlutafé í arðvænleg fyrirtæki á Suður- nesjum. Það er ýmislegt í gangi í þessu sambandi en ég kýs frekar að greina frá því þegar þar að kemur. Ég vil að endingu segja það að við erum ekki bara eitthvert fyrirtæki úti í bæ sem ætlar að græða peninga. Við erum at- vinnuþróunarfélag með skýra stefnu og markmið og við vilj- um ná skjótum árangri. Það var tekin sú ákvörðun að hafa form félagsins sem hlutafélag en það á alls ekki að standa í veginum fyrir því að sveitarfélögin á Suðurnesjum eigi ekki að geta unnið með okkur og stutt okkur til góðra verka. Árangur okkar byggist á því að hafa góða starfsmenn og nægilegt fjármagn og því fyrr sem rekstrareining félagsins verður sem hagkvæmust því betra verður það fyrir alla að- ila. Stuðningur sveitarfélag- anna er ekkert skilyrði fyrir góðum árangri en það óneitan- lega flýtir fyrir honum og það er það sem málið snýst um. Við höfum nú þegar náð ár- angri en við eigum langt í land með að vera nægilega ánægðir. Til þess þarf að gera miklu meira eins og best sést á ástandi atvinnumála á Suður- nesjum í dag.“ Örtröð á dekkja- verk- stæðum Það var örtröð á dekkja- verkstæðunum hér suður með sjó fyrir helgina. Ástæðan er að margir bíleigendur vökn- uðu upp við vondan draum er þeir litu út um gluggann. Bæði snjór og hálka voru yfir öllu og margir bílar enn á gömlu sum- ardekkjunum. Strax við opnun dekkja- verkstæðanna höfðu myndast miklar biðraðir og hélst ástandið þannig fram eftir degi. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin við Aðalstöðina og lýsir hún einna best ástandi mála. \4kurfréttir 2. nóv. 1989 Gatnamót Reykja- nesbrautarogGrinda- víkurvegar: Lada-bif- reið stór- skemmd Bifreið af Lada-gerð ,var stórskemmd þar sem hún stóð yfirgefin viðgatnamót Reykja- nesbrautar og Grindavíkur- vegar á timabilinu frá föstu- degi til laugardags. Bifreiðin, sem er brún að lit og ber skrán- ingarnúmerið E-2578, hafði verið gangsett og síðan ekið upp á stórt grjót. Þá hafði ýmsu lauslegu úr bílnum verið dreift um svæðið. Þá voru einnig unnar miklar skemmdir á lakki og „boddíi“ bílsins. Ef einhver hefur orðið vitni að skemmdarverkum þessum er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband við lögregluna í Grindavík eða rannsóknarlögregluna í Kefla- vík. Eins ef einhver bílstjóri hefur tekið upp mann eða menn þarna í nágrenninu á tímabilinu frá kl. 12 á mið- nætti og fram til kl. tvö um nóttina. Grindavík: íslendingar ruddust inn í herstöðina Hermenn í fjarskiptastöð- inni við Grindavík óskuðu að- stoðar lögreglunnar í Grinda- vík aðfaranótt sl. laugardags vegna íslendinga er ruddust inn í mannvirki herstöðvar- innar meðlátum. Fóru Islend- ingarnir m.a. inn í svefnálmu og ræstu þar fólk, en yfirgáfu síðan svæðið. Á eftirlitsferð lögreglunnar varð hún hins vegar vör við mann er bar herklæði undir höndum. Við yfirheyrslu kom í ljós að liann hafði verið einn þeirra er „heimsóttu" herstöð- ina, stolið þaðan fatnaðinum og myndavél. Málið er nú að fullu upplýst. Ihnbrot f bíl við Leifsstöð Löereglunni í Keflavík barst um helgina tilkynning um innbrot í bíl sem stóð við Leifsstöð meðan eigandinn var erlendis. Var hljómfiutnings- tækjum stolið úr bílnum og eru allir þeir sem upplýsingar geta gefið um málið beðnir um að koma þeim til lögreglunnar.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.