Víkurfréttir - 02.11.1989, Qupperneq 18
IÞROTTIR
Úrvalsdeildin í körfu:
FRABÆR
NÁGRANNA-
SLAGUR
- þegar UMFN vann ÍBK 103:88
„Vendipunkturinn í leiknum
var þegar við náðum að vinna upp
12 stiga forskot Keflvíkinga í fyrri
hálfleik og komast yfir fyrir leik-
hlé. Þetta var frábær leikur og
skemmtilegt að taka þátt í hon-
um,“ sagði Patrick Releford, hinn
frábæri leikmaður og þjálfari
Njarðvíkinga, sem unnu nágranna
sína úr Keflavík í stórskemmtileg-
um leik í Njarðvík á sunnudaginn.
Lokatölur urðu 103:88 eftir að
UMFN haf'ði leitt 54:53 í hálfieik.
Já, Keflvíkingar byrjuðu með
miklum látum með nýjan Banda-
ríkjamann innan sinna raða,
Sandy Anderson, ungan blökku-
mann en mjögsnjallan. Hann var í
miklu stuði í fyrri hálfleik, skor-
aði þá !7stigogsýndi skemmtileg
tilþrif. Anderson dreif félaga sína
áfram og svo virtist sem Njarðvík-
ingar væru á leiðinni að tapa sín-
um fyrsta leik. En Releford, Teitur
og Jóhannes, bestu menn UMI'N í
leiknum, héldu uppi merki UMFN
þegar liðið vann upp forskot ÍBK í
fyrri hálfleik og þegar það jók for-
skotið í seinni hálfieik. Releford
og Teitur sýndu listatakta og
tróðu báðir með tilþrifum við mik-
inn fögnuð stuðningsmanna
UMFN. Teitur áþaðtil aðhlaupa I
átt að áhorfendum og rétta upp
hendur til þeirra og ná þannig upp
frábærri stemningu. Teitur hélt
síðan Anderson mjög vel niðri í
seinni hálfleik með frábærum
varnarleik.
Keflvíkingar eru áréttri leiðeft-
ir brottför Veargasons. Þeir unnu
tvo leiki án hans en töpuðu nú, en
sýndu ,,gamla“ takta í hröðum
leik sem þeir, sem og UMFN, hafa
verið þekktir fyrir. Þó hafði maður
á tilfinningunni að Keflvíkingar
væru hálf sprungnir I lokin. En
hvað um það, þetta var stór-
skemmtilegur leikur, ekki síst fyrir
áhorfendur, og þeim mun örugg-
lega fjölga á næstu leikjum lið-
anna.
Erffitt hjá Reyni
Reynismenn gerðu lítið án Dav-
id Grissoms, sem var ekki meðlið-
inu gegn Þór á sunnudaginn, og
töpuðu stórt fyrir Þór frá Akur-
eyri, 67:99, í úrvaldsdeildinni í
körfuknattleik.
Gott hjá UIVIFG
Grindvíkingar sýndu sitt rétta
andlit, sérstaklega á lokamínútun-
um, er þeir fengu Tindastól í heim-
sókn á sunnudaginn. Heimamenn
gerðu ellefu síðustu stigin og sigr-
uðu 82:78. Guðmundur Braga var
bestur hjá UMFG og skoraði 27
stig.
„NJARÐVlKURDRAUGUR í OKKUR"
,,Það virðist vera einhver ars er ég ekkert ósáttur með bjartsýnn áframhaldið. Viðætlum
„Njarðvíkur-draugur“ i okkur og frammistöðu okkar. Sóknin var okkur að komast í4ra liða úrslitin
hann kom í fyrri hálfleik, þegar við ágæt en við verðum að bæta okkur og ég er viss um að okkur tekst
vorum komnir með 12 stiga for- í vörninni. Nýi leikmaðurinn okk- það,“ sagði Magnús Guðfinnsson,
skot. Þá misstum við einbeiting- aráeftiraðkomastbeturinniliðið besti maður Keflvíkinga í lciknum
una og jafnframt forskotið. Ann- ogokkar leikkerfi, þannig aðéger við Njarðvík.
„Geta íslenskra leikmanna kom mér
„Skemmtileg-
asti leikurinn
í vetur“
„Þetta var án efa skemmtileg-
asti ieikurinn í deildinni í vetur.
Keflvíkingarnir eru alltaf góðir og
þeir eiga eftir að verða betri með
þessum nýja Bandaríkjamanni,
sem er mjög góður. Eg er viss um
að þó Keflvíkingar hafi byrjað illa,
þá komist þeir örugglega í úrslita-
keppnina. Leikur okkar Njarðvík-
inga var góður, sérstaklega í seinni
hálfleik. Þá náðum við upp frá-
bærri stemningu innan liðsins og
meðal áhorfenda," sagði Teitur
Örlygsson, einn besti maður
UMFN gegn ÍBK.
IBK - KR
I KVÖLD
Keflvíkingar fá KR-inga í heirn-
sókn í kvöld í úrvalsdeildinni I
körfuknattleik. Þá mætir Axel
Nikulásson, fyrrum Keflvíkingur,
í fyrsta skipti sínuni gömlu félög-
um. Það verður einnig fróðlegt að
sjá hvernig nýja Bandaríkjamann-
inum I liði ÍBK, Sandy Anderson,
gengur gegn Rússanum í KR.
Leikurinn hefst kl. 20.
,,Kanaslagur“ gæti
þessi mynd heitið, en
hún sýnir Patrick
„Líst vel á
nýja manninn“
„Njarðvíkingar geta þakk-
að frábærri vörn í seinni hálf-
leik þennan sigursinn. Annars
er ég ekki óánægður með okk-
ar leik nema í fyrri hálfleik,
þegar við misstum dampinn
eftir að hafa náð forystu. Mér
líst vel á nýja leikmanninn. Nú
getum við leikið hraðan bolta,'
sem við kunnum best við.
Þetta er mjög alhliða leikmað-
ur og þegar við verðum búnir
að slípa okkur saman með
honum verðum við erfiðir við-
ureignar. Við mætum KR á
fimmtudagskvöldið og ætlum
okkur auðvitað ekkert annað
en sigur,“ sagði Guðjón Skúla-
son.
Landsliðið
gegn
Könum
Landsliðið í körfuknattlcik leik-
ur á morgun æfingaleik við lið er-
lcndu leikmannanna í úrvalsdeild-
inni í íþróttahúsi Keflavíkur. Hcfst
hann kl. 20. Landsliðið er á leiðinni
til austurstrandar Bandaríkjanna í
æfingaferð, þar sem leiknir verða
níu leikir á hálfum mánuði.
Sex leikmenn af tólf eru af Suð-
urnesjum. Þeireru:GuðjónSkúla-
son IBK, Magnús Guðfinnsson
ÍBK, Sigurður Ingimundarson
ÍBK, Teitur Örlygsson UMFN,
Friðrík Ragnarsson UMFN og
Guðmundur Bragason UMFG. I
leiknum á morgun verða allir
helstu Kanarnir ásamt KR-Rúss-
anum með, en dómararnir verða
bandarískir, ofan af Keflavíkur-
flugvelli.
á óvart, og áhorfendur eru frábærir“
segir Patrick Releford, bandarlskur ieikmaður og þjálfari UMFN
„Þetta var fjörugur og
skemmtilegur leikur og áhorf-
endur voru frábærir. Þeir tóku
virkan þátt i leiknum og eiga
stóran þátt í því að hvetja leik-
menn og geta þannig haft áhrif
á leikinn,“ sagði Patrick Relc-
ford, bandartski lcikmaðurinn
hjá Njarðvík, en hann þjálfar
jafnframt liðið.
„Þetta er mikill niunur frá
því sem ég kynntist í Argen-
tínu, þar sem ég lék síðast,“
bætti Releford við, „þar eru
áhorfendur mjög kröfuharðir
og eiga það til að henda smá-
hlutum í leikmenn inni á vell-
inum ef þeir eru ekki ánægðir
með frammistöðu þeirra.
Hérna cru áhorfendurjákvæð-
ir fyrir sitt lið og láta vel í sér
heyra, ekki síst þegar ieik-
menn gera vel. Sumir leik-
menn gera í því að vinna
áhorfendur á sitt band og
nefni ég þá Teit sem dæmi.“
-Hvað viltu segja um getu ís-
lenskra körfuknattleiks-
manna?
„Hún kom mér satt aðsegja
á óvart, ekki síst með tilliti til
þess hve seint, margir hverjir,
byrja að æfa íþróttina, en eru
síðan fljótir að ná tökum á
henni. Það sýnir það að hér eru
margir með meðfædda hæfi-
leika í íþróttinni. Einnig átti ég
ekki von á því að leikmenn
væru jafn sterkir líkamlega og
þeir eru. íslenskir leikmenn
virðast stunda æfingar vel, ég
veit það fyrir víst hér í Njarð-
vík, og það sýnir sig vel í betri
árangri.“
-Hvað finnst þér um liðin?
„Ég er ánægður með margt í
mínu liði og nokkrir leikmenn
eru mjög góðir. Þeir eru marg-
ir með mikla reynslu, þrátt fyr-
ir frekar lágan aldur, enda
margoft orðið meistarar. Og
við verðum örugglega í barátt-
unni um titilinn, það er alveg
ljóst. Keflvíkingar eru einnig
með marga sterka einstaklinga
og léku oft á tíðum mjög vel
gegn okkur ásunnudaginn. Ég
hef trú á því að þeir eigi eftir að
verða enn sterkari þegar líður
á tímabilið og þeir verða ör-
ugglega erfíðir í úrslitakeppn-
inni, sem ég spái að þeir kom-
ist í. Leikurinn gegn þeim á
sunnudaginn var eins og þeir
gerast bestir. Bæði lið sýndu
skemmtileg tilþrif en ég held
að leikkaflinn, |>egar við unn-
um upp 12stigaforskotið, hafi
gert útslagið. Við héldum upp-
teknum hætti í byrjun seinni
hálfleiks og náðum forskoti
sem þeir náðu ekki að vinna
upp,“ sagði hinn geðþekki, 24
ára gamli leikmaður og þjálf-
ari UMFN, Patrick Releford,
að lokum.