Víkurfréttir - 09.11.1989, Side 2
2
Fréttir _________________________________________________
Fundur á Glóðinni með sjávarútvegsráðherra:
Gjaldþrot fyrirtækja hafa
kostað þúsund störf
„Á undanförnum árum hefur
störfum í flskiönaöi fækkað
vegna gjaldþrota fyrirtækja um
200-300 störf, sem hefur kostað
atvinnulífið á Suðurnesjum um
1000 störf, þar sem talið er að
að baki einu starfi í sjávarút-
vegi skapist 4-5 störf,“ sagði
Jón Gunnarsson, sem rekur
fiskverkunarfyrirtækið Islensk-
an Gæðafisk í Njarðvík, á fundi
með Halldóri Ásgrímssyni,
sjávarútvegsráðherra, sem JC
Suðurnes stóð fyrir á Glóðinni
sl. fimmtudag.
Nafni Jóns Gunnarssonar
og kollegi, Jón Karlsson hjá
Brynjólfi hf. í Innri-Njarðvík,
var ásamt sjávarútvegsráð-
herra frummælandi á fundin-
um. Hann lét móðann mása,
enda þekktur fyrir að skafa
ekki utan af hlutunum. Jón
sagði meðal annars að hans
fyrirtæki hefði framleitt fyrir
um 260 millj. kr. á árinu 1988,
en samt hefði verið tap á
rekstrinum. „Það er ekkert
gert fyrir fyrirtæki sem hafa
verið hér í áratugi, en síðan
hlaupa allir upp til handa og
fóta og láta pening í Eldey,
sem var dauðadæmt frá upp-
hafi, og hafði fyrirtækið ekki
fyrir þvi að hafa fagmenn í
rekstrinum eða menn með
reynslu í svona rekstri,“ sagði
Jón og bætti því við að hann
hefði t.d. þurft að leggja vegi
að sínu fyrirtæki sjálfur, svo og
fyrir vatni og skoipi. Jón sagði
að það ætti að láta allan fisk í
gegnum fiskmarkaðina og ef
erlendir aðilar hefðu áhuga á
að kaupa hann gætu þeir gert
það þar. „Best reknu frysti-
húsin eru þau sem versla við
TEPPAHREINSUN REYKJANESS
ER ÞUNGT LOFT HJÁ YKKUR? EF
SVO ER HAFIÐ ÞÁ SAMBAND VIÐ
OKKUR. HREINSUM HEIMAHÚS,
STIGAGANGA OG HÚSGÖGN.
MOTTUR SÓTTAR HEIM OG SKIL-
AÐ SKÍNANDI HREINUM. MARGRA
ÁRA REYNSLA OG POTTÞÉTT
VINNUBRÖGÐ.
ATH. HÁÞRÝSTIÞVOUM SORP-
RENNUR OG SORPGEYMSLUR.
PANTIÐ TÍMANLEGA FYRIR JÓL í SÍMA 15077
RAYMOND NEWMAN
fiskmarkaðina. Þau vita ná-
kvæmlega hvað þau eru með í
höndunum og hvað þarf að
gera.“ Þá sagði Jón einnig að
togarar veiddu í miklum mæli
eftirlitslaust og mikið smáan
fisk, sem þeir síðan hentu.
Jón Karlsson og Gunnars-
son voru báðir sammála um
það að ekkert pláss væri fyrir
endurreista Sjöstjörnu því fyr-
irtæki á svæðinu ættu fullt i
fangi með að halda uppi at-
vinnu og erfitt væri að manna
fyrirtækin.
Halldór Ásgrímsson ráð-
herra sagði að fyrirtæki í sjáv-
arútvegi í daggerðu mun hærri
arðsemiskröfur, auk þess sem
fjármagn væri dýrara en 1983,
þegar hann byrjaði í ráðuneyt-
inu, en þá var einnig sagt að
greinin væri gjaldþrota.
„Menn hafa ekki gætt þess að
hlúa að því sem þeir eru með í
höndunum og margir hafa far-
ið of geyst í nýja hluti.“ Hjá
Halldóri kom fram að hann
væri ekki viss um að það væri
rétt að láta allan fisk á mark-
aðina en einnig sagði hann að
það yrði að viðhafa hagsmúnr
ina í landi gagnvart útflutn-
ingi, ekki mætti selja allt i er-
lendum höfnum. Halldór
nefndi þrjú megin atriði sem
hann legði áherslu á að ná. I
fyrsta lagi fiskveiðistefnu,
samþykkta til lengri tíma, í
öðru lagi að ná viðunandi
samningum við Evrópubanda-
lagið og í þriðja lagi að ná
starfskjörum sem hægt væri að
búa við.
Nokkrir aðilar svöruðu
frummælendum. Bragi Ragn-
arsson hjá Eldey hf. sagði Jón
Karlsson vera með tvöfeldni.
Hann væri iðinn við að rakka
Eldey niður en hefur verið
duglegastur við að kaupa afla
Eldeyjarbáta á mörkuðunum.
Þá hefði hann nánast einn set-
ið að aukategundum og fengið
þær fyrir lítið verð. „Hann seg-
ir að viðsé.um ekki fagmenn og
kunnum ekki að stjórna.
Hvernig stendur á því að hann,
eftir 20 ár í faginu, stjórnar þá
sínu fyrirtæki með tapi?“
spurði Bragi.
Fleiri tóku til máls á fundin-
um, sem varð hinn fjörugasti,
þó svo að ekki hafi komið neitt
,,nýtt“ frá ráðherra um vanda
sjávarútvegsins á Suðurnesj-
l'rá fundinum á Glóðinni með sjávarútvegsráðherra.
Ljósm.: pkct.
Grunnskóla-
krakkarí
útvarpsrekstri
Vikurfréttir
9. nóv. 1989
Það var í mörgu að snúast í hljóðveri Útvarps Sandgerðis.
Ljósm.: hbb
Sandgerði:
Krakkar í Grunnskóla Sand-
gerðis tóku sig saman síðasta
laugardag og stóðu fyrir út-
varpsrekstri í einn dag. Var út-
varp þetta í tilefni inálræktar-
viku sem nýverið er lokið, en
margir þeir dagskrárliðir er
fluttir voru á útvarpsstöðinni
voru einmitt unnir umrædda
viku, að sögn Bergnýjar Jónas-
dóttur, formanns ncmendaráðs
og útvarpsráðs Grunnskóla
Sandgerðis.
Það voru allir nemendur
skólans sem lögðu til efni í
dagskrána, en 10 nemendur
skólans sáu um útsendingu
efnisins í hljóðveri. Meðal efn-
is var tónlist, sögur, ljóð, leik-
rit, viðtalsþættir, fréttir og
auglýsingar.
Viðbrögð við þessu framtaki
nemenda skólans voru yfir
höfuð mjög góð og fjölmargir
stilltu á stöðina þennan dag.
Sagði Bergný meðal annars að
krakkarnir hefðu haft sam-
band við allar verslanir á svæð-
inu og óskað eftir því að út-
varpstækin væru stillt á Út-
varp Sandgerði og var alls
staðar tekið vel í þá ósk.
Hamborgarar
- á þrjá vegu
Pítur
- meö grænmeti eða buffi
Kínarúllur
- ofsa góöar
8” pizzui><,^
- aðeins 460
Heitar samlokur
Laukhringir, franskar,
ís, gos...
Klaki í veisluna,
partíið.
BOGGABAR
VIÐ HÖFNINA
SÍMI 15051
Útgefandi: Víkurfréttir hf. ---------------------------------------------------------------------------
Afgreiösla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, simar 14717, 15717, Box 125, 230Keflavik. - Ritstjórn: Emil Páll
Jónsson, heimas. 12677, bílas. 985-25916, Páll Ketilsson, heimas. 13707, bilas. 985-25917. - Fréttadeild: Emil Páll
Jónsson. Hilmar Bragi Barðarson. - Auglýsingadeild: Páll Ketilsson. - Upplag:5600eintöksemdreifterókeypisum
öll Suöurnes. - Aðili aö Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða og Upplagseftirliti Verslunarráös. - Eftirprentun,
hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið.
Selning, tilmuvinna og prentun: GRÁGAS HF., Keflavik