Víkurfréttir - 09.11.1989, Síða 3
Aðalfundur Ferðamálasamtakanna:
„Hér þarf að
vakna líf“
I'rá tundi I'erðamálasanitakanna.
Marteinn Pedersen í ræðustól.
Framtíð Ferðamálasamtaka
Suðurnesja virðist ögn bjartari
eftir aðalfund samtakanna á
Hótel Kristínu á miðvikudags-
kvöld í sl. viku. Góð mxting var
á fundinn og fundarmenn sam-
mála um mikilvægi samtak-
anna, enda kom fram að Suður-
nesin hafa upp á mikla mögu-
leika að bjóða í ferðamannaiðn-
aði og framtíðin björt í þeim
efnum, en betur má ef duga
skal.
Það kom greinilega fram í
máli Marteins Pedersen, fram-
kvæmdastjóra Upplýsinga-
miðstöðvar ferðamála, að
ferðamenn hafa mikinn áhuga
á Suðurnesjum, bæði hvað
varðar gistingarmöguleika og
skoðunarferðir. „Fólk vill
gista hér síðustu næturnar áð-
ur en það heldur utan til síns
heima. En stór hluti af þessum
ferðamönnum gistir ekki á
hótelum. Því vantar illilega
merkt tjaldsvæði með allri að-
stöðu, einnig heimagistingu og
svefnpokapláss. Síðast en ekki
síst höfum við enga bæklinga
af svæðinu," sagði Marteinn
og lagði til að sveitarfélögin og
hagsmunaaðilar sameinuðust
um að gera góðan bækling um
Suðurnes. Hjá Marteini kom
fram að um 80-90 erlendar
ferðaskrifstofur óskuðu árlega
eftir bæklingum frá Islandi og
því væri bagalegt að geta ekki
sent neitt frá Suðurnesjum.
„Hér þarf að vakna eitthvað
líf,“ sagði hann.
Hermann Ragnarsson hjá
baðhúsinu við Bláa lónið upp-
lýsti að fyrirtæki hans væri í
samvinnu við stóra aðila um
stofnun fyrirtækis er hefði
áhuga á að útbúa tjaldstæði í
hrauninu rétt hjá lóninu svo
og veitingaaðstöðu og upplýs-
ingamiðstöð fyrir Suðurnesin.
Þá kom fram að mikið vant-
aði upp á að áhugaverðir staðir
á Suðurnesjum væru merkti-
og eftir miklar umræður um
þau mál stóð Steinþór Jónsson
á Hótel Keflavík upp og sagð-
ist vilja fylgja því máli eftir.
Hann bætti um betur og sagði
að nú yrði að opna reikning
fyrir samtökin þar sem áhuga-
aðilar gætu lagt inn framlög og
steig hann fyrsta skrefið með
40 þús. kr. framlagi frá Hótel
Keflavik. Axel Jónsson veit-
ingamaður sagði að það væri
kominn tími fyrir sveitarfélög-
in að vakna úr værum svefni.
Ekki aðeins hefðu þau svelt
ferðamálasamtökin ífjárfram-
lögum heldur hefði þeim verið
bent á merkingar- og upplýs-
ingaleysi á Suðurnesjum og
þetta væri búið að gera í 5 ár,
án árangurs.
Guðjón Guðmundsson,
framkvæmdastjóri SSS, upp-
lýsti að 400 þúsund króna fjár-
veiting, sem hefði verið áætluð
til Ferðamálasamtaka Suður-
nesja 1988, hefði „brunnið
inni“. „Stjórn SSS taldi sam-
tökin dauð og lét því fjárfram-
lagið niður falla,“ sagði Guð-
jón. Vöktu þessar upplýsingar
Guðjóns óneitanlega athygli á
fundinum, ekki síst með tilliti
til þess að fjármagnsleysi hefur
fyrst og síðast staðið samtök-
unum fyrir þrifum.
Miklar umræður urðu um
ferðamálin á fundinum. Allir
voru sammála um mikilvægi
samtaka sem þessara og nú
yrði að lífga starfsemina við.
Töldu margir nauðsynlegt að
ráða starfsmann og einnig
komu upp hugmyndir um að
sveitarfélög og hagsmunaaðil-
ar stofnuðu saman ferðaskrif-
stofu er starfaði einungis fyrir
Suðurnesjasvæðið.
Ný stjórn var kjörin með níu
fulltrúum. Þeir eru: Vilhjálm-
ur Grímsson, Hermann Ragn-
arsson, Pétur Jóhannsson,
Helga Ingimundardóttir,
Helgi Hólm, Kristinn Jakobs-
son, Steindór Sigurðsson og
Halldór Ingvason. Þá voru sjö
fulltrúar kjörnir í varastjórn.
Ljósm.: pkct.
Heilsumiðstöð
við Lónið
Drífa Sigfúsdóttir upplýsti
það á aðalfundi Ferðamála-
samtakanna á Hótel Kristínu,
að á ferð heilbrigðisráðherra
erlendis fyrir skömmu hefðu
fulltrúar frá stórri hótelkeðju
nefnt það við liann að þeir hefðu
mikinn áhuga á að byggja
heilsumiðstöð við Bláa lónið,
sérstaklcga ætlaða psoriasis-
sjúklingum. Talið er að um 80
milljónir manna séu með þenn-
an sjúkdóm í heintinum i dag.
Tromp Ferða-
málasamtakanna
Á aðalfundi Ferðamálasam-
taka Suðurnesja var samþykkí
að opna reikning sem hags-
munaaðilar og einstaklingar
geta lagt inn á tilað gerast aðil-
ar að samtökunum eða til að
styrkja þau. Stofnaður hefur
verið Trompreikningur í Spari-
sjóðnunt og er númer hans
400571.
Yíkurfréttir
9. nóv. 1989
SNERTI-
LINSUR
Gleraugnaverslun
Keflavíkur býður
nú næstu þrjár
vikurnar mjúkar
snertilinsur
á sérstöku
kynningarverði.
Tímapantanir í
síma 13811.
Gleraugnaverslun
Keflavíkur
AKAI GÆÐI
EIGUM FRÁBÆRT ÚRVAL
AF AKAI HÁGÆÐA
MYNDBANDSTÆKJUM!
ORION
MYNDBANDSTÆKI
VERÐ FRÁ 38.900
Ítístund
Hólmgarður 2, 230 Keflavík, Sími 15005
Holtsgata 26, 260 Njarðvík, Sími 12002
TOPP
MYNDBÖNDIN
FÆRÐU ÖLL
í VHS OG BETA
í FRÍSTUND!
NÚ ER
TÆKIFÆRIÐ!
á að eignast glæsilegt 14", 16"
eða 20" ORION sj ónvarpstæki
á sérstöku Frístundartilhoði.