Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.1989, Qupperneq 23

Víkurfréttir - 09.11.1989, Qupperneq 23
IÞROTTIR Knattspyrna: Gestur Gylfa í Grinda- vlk eða Garðinn Þrjú lið hafa sett sig í sam- band við keflvíska knatt- spyrnumanninn Gest Gylfa- son. Þetta eru 2. deildar liðin Grindavík og Víðir, en einnig hafa Framarar rætt við Gest og boðið honum að koma í Safamýrina. Samkvæmt heim- ildum okkar, þá mun Gestur ekki hafa verið sáttur við gang mála hjá IBK í sumar og hugs- ar sér því jafnvel til hreyfings. Þá hafa ýmis lið verið orðuð við markaskorarann Kjartan Einarsson úr Keflavík. 1. deildar lið Stjörnunnar hefur haft samband við Kjartan og boðið honum í Garðabæinn og þá munu Víðismenn einnig hafa borið víurnar í hann. „Það eru mestar líkur á því að ég verði áfram í IBK, allavega ef ég leik í 2. deild, þá kemur ekkert annað lið til greina,“ sagði Kjartan í samtali við blaðið í fyrrakvöld. Handbolti: Tveir sigar hjá ÍBK Keflvíkingar hafa byrjað vel í 2. deildinni í handbolta. Þeir lögðu ekki alls fyrir löngu hið sterka b-Iið Vals 19-14, eftirað hafa leitt 9-8 í leikhléi. Gísli Jóhannsson var markahæstur ÍBK-manna með 6 mörk, Ein- ar Sigurpálsson skoraði 5 og Björgvin Björgvinsson 4. ÍBK sigraði síðan Armenn- inga á útivelli, 27-18, eftir að hafa leitt í hálfleik, 9-6. Kefl- víkingar skoruðu sex mörk á móti einu í upphafi síðari hálf- leiks og breyttu stöðunni í 16- 9. Með Björgvin Björgvinsson í miklu stuði jók IBK muninn enn og í lokin munaði 9 mörk- um, 27-18. Björgvin skoraði 12 mörk, Einar Sigurpáls 4 og þeir Gísli, Kristinn og Her- mann 3 mörk hver. A morgun, föstudag, leika Njarðvíkingar gegn UBK í Njarðvík og hefst leikurinn kl. 18. Karl Ottesen besti dómarinn Magnús Daðason var kjör- inn næsti formaður Knatt- spyrnudómarafélags Suður- nesja á aðalfundi félagsins í Glaumbergi sl. laugardag. Karl Ottesen hlaut afreksbik- ar félagsins. Hin nýja stjórn Knatt- spyrnudómarafélags Suður- nesja er þannig skipuð: Magn- ús Daðason formaður og aðrir í stjórn Gísli Jóhannsson, Magnús Gíslason, Haukur Jó- hannsson og Kári Gunnlaugs- son. Hann Gunnar V'ilbergsson gerir það ekki endasleppt. Hann og Ólafur Jónsson gerðu stórmeistarajafntefli í síðustu leikviku, fengu báðir 5 rétta og reyna því með sér áfram og er þá Gunnar að tippa ísjöundaskipti. Meistar- inn í fyrr, Júlíus Baldvinsson, náði átta skiptum, þannig að Gunni er aðeins einu frá því. „Þettá var bara gálgafrestur, hann dettur út núna,“ sagði Ólafur, aðspurður um næstu spá. „Það væri ekki mikil skömm að tapa fyrir Ólafi,“ sagði Gunnar, en er ekki málið að fara að gefa öðrum tæki- færi... Gunnar Ólafur G. Ó. Coventry-Southampt. X 1 C.Palace-l.uton 1 1 Derby-Man.City 1 X Everton-Chelsea 1 1 Millnall-Arscnal 2 2 Norwich-Aston Villa X 1 Q.P.R.-Liverpool 2 2 Sheff.Wed.-Charlton 1 X Tottenham-Wimbledon 1 1 Óournem.-Sheff.Utd. 2 2 Sunderland-Wolves 1 I W'est Ham-Nencastle 1 1 ________23 Víkurfréttir 9. nóv. 1989 Guðmundur Bragason einbeittur, reynir skot að körfu, en James Bow, Haukum, er til varnar. - segir Guðmundur Bragason, fyrirliði Grindvíkinga Ljósm.: hbb. „Ég er nokkuð ánægður með gengi okkar Grindvík- inga, sérstaklega að undan- förnu, því við höfum sigrað í þremur erfiðum leikjum í röð,“ sagði Guðmundur Bragason, fyrirliði úrvals- deildarliðs Grindvíkinga ogað flestra mati einn besti íslenski leikmaðurinn í dag. Ætlum að ná 1. sæti „Við ætlum okkur að kom- ast í úrslitakeppnina og erum ákveðnir í að berjast til síðasta blóðdropa til að ná 1. sætinu til þess að mæta ekki Njarðvík strax. Þeirhafaleikiðgeysivelí vetur og virðast vera með sterkasta liðið. Þeir eru með mjög góða 7-8 menn. Keflvík- ingar verða örugglega mjög erfiðir viðureignar eftir hlé. Þá verður Kaninn þeirra orðinn kunnari hópnum og Óli Gott kominn í hann. Það verður þó að segjast eins og er að það hef- ur veikt Kefivíkinga talsvert að missa Jón Kr. Hann gerði alla í kringum sig svo góða, vann svo mikið fyrir liðið. -Hvað með ykkur Grindvík- inga? „Þetta hefur gengið ágæt- lega hjá okkur í vetur að und- anskildum tveimur leikjum, sem við töpuðum fyrir IR og Þór. í síðustu leikjum höfum við náð mjög vel saman og leikið eins og lið. Leikur okkar í upphafi tímabilsins byggðist of mikið á einstaklingsfram- taki.“ -Hvað með sjálfan þig? „Ég er nokkuð sáttur við mína frammistöðu og hef haft mjög gaman af deildinni í vet- ur. Það hefur verið skemmti- legt að glíma við Kanana, sem eru fiestir í minni stöðu. Mér hefur farið fram við það.“ -Hvað finnst þér um til- komu þeirra? „Þeir hafa lífgað upp á þetta pg falla flestir vel inn í liðin. ÍBK og UMFN eru bæði núna með sterka Kana en svo eru fleiri góðir.“ Strembin landsliðsferð -Nú ert þú í landsliðshópn- um, sem er að fara í langa æf- ingaferð til Bandaríkjanna. Hvernig leggst það í þig? „Þetta verður örugglega strembin ferð. Þetta eru mikil ferðalög og 9 leikir á 14 dög- um. Við erum að leika við 1. deildarskólalið sem eru örugg- lega mjög sterk. Flestir Kan- arnir hér heima koma úr 2. deildar liðum, þannig að það segir sína sögu um styrkleika þessara skólaliða," sagði Guð- mundur Bragason að lokum, en hann og félagar hans í körfuknattleikslandsliðinu héldu til Bandaríkjanna á þriðjudag í þessa erfiðu ferð.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.