Víkurfréttir - 07.11.1991, Blaðsíða 2
2
íslenski lúðubankinn hf
\íkurfréttir
7. nóvember 1991
Þeir vegfarendur sem átt hafa leið framhjá Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar nýlega, hafa eflaust rekið augun í stórar stæður af vel hefluðu
og niðursöguðu grágrýti, skammt frá listaverkinu Regnboganum eftir
listakonuna Rúrí.
Grjótinu er haganlega komið fyrir á brettum, þar sem það bíður þess
að verða lagt niöur í kringum listaverkið.
En hvaðan skyldu þessir hnullungar hafa komið?
-Jú, frá Blönduvirkjun. Þeim var mokað á ftmm flutningabíla, sem
fluttu þá Itingað suður. Reyndar kontu þeir við hjá Steinsmiðju S.
Helgasonar í Kópavogi, þar sem þeir voru sagaðir niður og slípaðir til.
Ekki fékkst uppgefið hversu margar milljónir þetta ferðalag grá-
grýtisins kostaði, en hvernig er það: Er ekkert grágrýti til hérna á Suð-
Vesturhorninu?
Grágrýti frá Blöndu í
kringum Regnbogann
# Steinbíturinn er inannelskur og kemur upp á yfirborðið til að taka við fæðunni. Síld er uppistða
fæðunnar. Texti og myndir: hbb
BESTUINNÚNSVEXKR t LANDINU?
*
IHöfnum hefur verið starf-
rækt á annað ár all sérstök
bankastofnun. Frumkvöðull
að stofnun fyrirtækisins var
Jón Gunnlaugsson, við-
skiptafræðingur, í samvinnu við að-
ila í Þorlákshöfn og fyrirtæki í Sví-
þjóð. Fyrirtækið er til húsa í gömlu
fiskeldisfyrirtæki sem áður hýsti
Sjóeldi hf.
íslenski lúðubankinn hf. lætur
ekki mikið yfir sér, enda starfsemin
ekki umsvifamikil og fátt starfsfólk.
Framleiðslan í fyrirtækinu er heldur
ekki hávaðasöm. Aðeins heyrist suð
í dælum, en annað ekki. Þegar
komið er inn blasa við stór græn
hringlótt ker í tveimur stærðum. í
einu þeirra er að finna fallega bláan
steinbít, en í öðrum kerjum gefur að
líta lúðu í hinum ýmsu stærðum.
Það er heldur ekki fyrir lofthrædda
menn að ganga um „gólf" fyr-
irtækisins, sem eru brýr sem liggja
þvert yfir eldiskerin og á milli
þeirra. Eitt hliðarspor þýðir að við-
komandi er kominn á kaf í kerið og
getur þá valið um að svamla innan
um lúðu eða steinbýt.
Innistæðan í eldisstöðinni er að-
eins um 4 tonn um þessar mundir,
en í stöðinni geta rúmast allt að 40
tonn af eldisfiski ýmiskonar. Jón
sagði að lúða og steinbítur væri
ekki það eina sem geymt væri í
„bankanum". Þar hafi verið
geymdur lifandi humar fyrir Is-
lenskan skelfisk, einnig öðuskel og
beitukóngur og ígulker. Þess má
reyndar geta að þarna var snjó-
hvítur þorskur. Jón „bankastjóri"
sagði hann hafa ætlað að vera sið-
ungan og herma eftir litnum á
skeljasandinum á botni kersins og
niðurstaðan var þessi. Jón segir
möguleika á því að „leggja inn"
tleiri tegundir. Markmiðiö með
lúðubankanum sé að kaupa af-
urðirnar þegar þær eru ódýrastar og
selja þegar þær eru dýrastar.
Islenski lúðubankinn hf. flytur
allar sínar afurðir til Svíþjóðar.
Vikulega eru send þangað 500-
1000 kíló af lúðu. Mest af þeirri
lúðu er þó keypt á fiskmörkuðum,
þar sem sjómenn hafa ekki verið
nógu duglegir að koma með lúðuna
lifandi í land.
Jón sagði að á næsta ári verði þó
gert átak í því að koma lúðunni lif-
andi í „bankann". Hann ltafi í vor átt
í viðræðum við eigendur tveggja
skipa hér á Suðurnesjum um að
geyma lifandi lúðu í sjó í lestum
skipanna, en því miður varð ekkert
af veiðunum í sumar.
A mörkuðum voru greiddar að
meðaltali um 300 kr fyrir kílóið af
lúðu í sumar, en Jón segir það ekki
vera óraunhæft að geta greitt 370-
400 krónur fyrir kílóið af lifandi
lúðu næsta vor, til að skerpa áhuga
manna.
-Hver eru viðhorf manna til
svona reksturs í dag á þeim tímum
þegar hver eldisstöðin á fætur
annarri er að rúlla yfirum?
„I dag tala menn um fiskeldi, en
eru að meina laxeldi. Eg vara menn
við því að strika yfir fiskeldið nú í
eitt skipti fyrir öll. Það er fyrst núna
að Islendingar eru að eignast veru-
legt magn af norskum seiðum sent
er það tæki sem þurft hefur allt frá
upphafi. Það hefur nefnilega komið
í ljós að íslenski stofninn er ekki
nógu hentugur til ræktunar. Þegar
horft er til framtíðar þá tel ég lax-
eldið bara verða h'tinn hluta af öllu
fiskeldi hér í landinu. Menn þurfa
að snúa sér að ræktun fleiri teg-
unda," sagði Jón.
-Verður þá komin lúða og stein-
bítur í aðra hverja stöð á næstu
árum?
„Það er ekki hægt að segja að
lúðan bjargi öllunt eldisstöðvunum
hringinn í kringum landið. en
stöðvarnar gætu nýst við annars
konar eldi." sagði Jón ennfremur og
bætti því við að í dag þættu t.a.m.
ígulker vera áhugasöm ræktun.
Jón nefndi að sá borholusjór sem
dælt er upp við ntargar fisk-
eldisstöðvar væri mjög hentugur til
lúðueldis, en þætti og kaldur fyrir
laxeldið. Það er einnig kostur að
lúðan eyðir ekki allri sinni orku í að
synda í hringi í kerjunum eins og
laxinn og þurfi því minna súrefni.
Kostnaður við dælingu sé því mun
minni en í laxeldi.
Fiskurinn í kerjunum er alinn á
síld. Er fóðrað annan hvern dag og
þá er handagangur í kerjunum.
Steinbíturinn er mjög mannelskur
og kemur upp á yfirborðið til að
taka við fæðunni.
-Jón var að lokum spurður það
Itvort grundvöllur væri fyrir því að
ala fiskiseiði tii sleppingar í sjó?
„Eg hef haft áhuga á því að ala
lúðu frá hrognum og upp í slát-
urstærð. Mér fyndist það eðlilegt að
sjómenn myndu sleppa einu seiði í
sjó fyrir livern veiddan fisk. Þetta
gera Japanir, Rússar og Banda-
ríkjamenn nú þegar vegna veiða á
Kyrrahafi. Auðvitað er mörgunt
spurningum ósvarað varðandi þessa
ræktun og sleppingar. Við getum
ekki endalaust ofnýtt fiskistofnana
og veröum því að gera eitthvað fyrr
en síðar." sagði Jón Gunnlaugsson
að endingu.
• Hér eru smærri lúðurnar ge.vmdar. Þarna gefur líka að líta
hvíta þorskinn, sem getið cr um í greininni.
• Jón Gunnlaugsson fóðrar steinbítinn. Hann gefur „inn-
istæðunni“ annan hvern dag.
Útgefandi: Víkurfréttir hf. ■■
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717, 15717. Box 125, 230 Keflavík. Póstfax nr. 12777.
-Ritstjórn: Emil Páll Jónsson. Iteimas. 12677. bflas. 985-25917. Páll Ketilsson, heimas. 13707, bílas. 985- 33717.
-Fréttadeild: Eniil Páll Jónsson og Hilmar Bragi Bárðarson. -íþróttir: Garðar Ketill Vilhjálmsson. -Auglýsingadeild:
Páll Ketilsson. - Upplag: 6000 eintök sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes. - Aðili að Samtökum bæjar- og hé-
raðsfréttablaða og Upplagseftirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt
nema heimildar sé getið. Umbrot, filmuvinna og prentun: GRÁGÁS hf. Keflavík.