Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.1991, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 07.11.1991, Blaðsíða 5
Fréttir Víkurfréttir 7. nóv. 1991 Keflavíkurbær kaupir iðn aðarhús á 14,5 milljómr TRÉ-5« BTOGINÍJWÖRW Bæjars'tjórn Keflavíkur samþykkti samhljóða án um- ræðu á fundi sínum á þriðju- dag tillögu bæjarráðs um kaup á húseigninni Iðavellir 7 í Keflavík. En Þorvaldur Ólafsson í Tré-x hafði boðið eignina til sölu. Var samþykkt að kaupa hús- eignina á kr. 14.500.000.- og fela bæjarstjóra að ganga frá samningum. Ekki fengust upplýsingar frá bæjarsjóði um það, hvað þeir ætluð að gera við eignina. • Iðavellir 7, sem bæjarsjóður Keflavíkur hefur nú ákveðið að kaupa á 14, 5 milljónir króna. Ljósm.: epj • Peran komin á skipið. Að neðan er unnið við lagfæringar við skrúfu. Skipasmíöastöö Njarðvíkur: Vel lukkuð smíði ú perustefni Lokið er smíði á perustefni hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. á Grindavíkurbátinn Sigurð Þorleifsson GK 10. Þykir mönnum að breytingarnar hafi tekist mjög vel og peran samsvari ótrúlega vel byggingarlagi skips- ins. Sést það best á meðfylgjandi mynd sem Hilmar Bragi tók nú í vikunni í Njarðvíkurslipp. Stýrimaðu r-vélstjóri Réttindamenn vantar á 42 tonna snur- voðabát, vél 250 kw, 340 hö. Nafn og símanúmer leggist inn á skrifstofu Víkurfrétta. Geirnytaveiöar á Baldri GK: TUTTUGU TONN I HALI Sálarrannsóknar- félag Suðurnesja auglýsir Enski skyggnilýsigamiðillinn, Iris Hall, verður með fjöldafund í húsi félagsins að Túngötu 22, í kvöld, fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20.30. Fólk má koma með blómagreinar jiví miðillinn verður með hlutskyggni. Stjórnin i • Geirnyt flökuð í Nesfisk hf. í Garði á dögunum. Ljósm.:hbb Baldur GK hefur stundað veiðar á geimyt (rottufiski) fyrir Nesfisk hf. í Garði að und- anförnu. Hefur fiskurinn verið handllakaður í Garðinum og seldur á erlendan markað. A und- anförnum mánuðum hefur Nes- fiskur og fyrirtækið Bakkafiskur á Eyrarbakka staðið fyrir til- raunastarfsemi með vinnslu á þessum furðufiski. I nýútkomnum Fiskifréttum er greint frá veiðunum og þar kemur fram að Baldur hafi verið að fá allt að 20 tonn af geimyt í hali sem þykir mjög gott. Nýtingin á fiskinum í vinnslu er ekki góð, þar sem flökin eru ekki nema 17- 18% prósent af fisknum. Geimyt mun bragðast líkt og skötuselur. Starfsmaður í áhaldahús Sandgerðisbær auglýsir eftir starfsmanni í áhaldahúsið. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu bæjarins, Tjarnargötu 4 og í á- haldahúsi. Allar nánari upplýsingar veitir verkstjóri. Verkstjóri ST0RLEIKURI HANDB0LTANUM HKN-AFTURELDING nk. sunnudag 10. nóv. í iþróttahúsi Keflavikur kl. 20.00.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.