Víkurfréttir - 07.11.1991, Blaðsíða 15
Tónlist
Tónlistarnámskeið
fyrir börn í Keflavík
Um SUZUKI aðferðina
Forsendan fyrir aðferð jap-
anska fiðluleikarans Shinichi
Suzuki, er að sérhvert bam sé
fætt með margskonar hæfileika
(tónlistarhæfileika, mála-
hæfileika, o.s.frv.), en að bamið
verði að fá hina réttu hvetjandi
reynslu til þess að þessir hæfi-
leikar geti blómstrað.
Suzuki nefnir hliðstæðu,
þ.e.a.s. hvernig börn læra sitt
eigið móðurmál. An mál-
fræðilegrar ítroðslu lærir lítið
barn að tala með því að hlusta
og herma eftir máli hinna full-
orðnu. A sama hátt geta börn
einnig lært að spila og öðlast
þannig hlutdeild í þeim fjársjóði
sem tónlistin er.
Suzuki nefnir sjálfur þessa
kennsluaðferð „móðurmáls-
aðferðina". Barnið á að hlusta á
tónlist og reyna að líkja eftir því
sem það hefur hlustað á, þegar
það fer að spila á hljóðfærið sitt,
án þess að nota nótur eða
fræðilegar útskýringar.
Þegar börnin stækka læra
þau auðvitað líka nóturnar. Það
verður auðveldur lærdómur.
þar sem bömin þekkja hljóð-
færið sitt vel og eru nú vön að
hlusta á tónlist.
Suzuki kerfið er byggt á
markvissum skrefum í kennslu.
Frá byrjun er lögð áhersla á
að tónninn sé fallegur. Börn eru
nefnilega svo músíkölsk frá
fæðingu, að hljómi hljóðfærið
illa, hættir þau fljótlega að
langa til að spila.
Fyrir lítil börn er erfitt að æfa
sig heima á virks stuðnings frá
foreldrum. Þess vegna er það
skilyrði að a.m.k. annað for-
eldranna (eða samsvarandi
fullorðinn) taki þátt í hinum
vikulegu kennslustundum hjá
kennaranum. Hér næst beint
samband milli skólans og
heimilisins, sem hefur af-
gerandi þýðingu.
Hjálp foreldranna á bæði að
vera hógvær og stuðla að því að
Tónlistarfélag Kellavíkur og nágrennis stóð fyrir sínum fyrstu
tónleikum vetrarins næst síðasta mánudag. Voru það tónleikar
með Kammersveit Reykjavíkur í Ytri-Njarðvíkurkirkju sem
flutti dagskrá undir nafninu „Kvöldstund nieð Mozart“. Þá las
Suðurnesjamaðurinn Gunnar Eyjólfsson sögur af Mozart og úr
bréfum lians. Tónleikarnir voru vel sóttir eða um 100 manns en
þeir voru styrktir af Prentsmiðjunni Grágás í Keflavík.
________15
Víkurfréttir
7. nóv. 1991
Helgarnámskeiði Suzuki sambandsins lauk með tónleikum í Keflavíkurkirkju. Hér má sjá
Kjartan Má Kjartansson, skólastjóra stjórna fiðluhópnum. Ijósm. pket.
bestur árangur náist. Hrós fyrir
það sem nemendanum hefur
tekist að læra er mikilvægt. Sé
um leiðréttingar að ræða skal
gæta þess að einbeita sér aðeins
að einum hlut í einu.
Suzuki aðferðin byggir ekki
á að nemendur séu valdir úr
fyrirfram ákveðnum hópi barna.
Allir sem vilja geta verið með.
Tilgangurinn er heldur ekki
sá að skapa „tónlistarséní“ eða
að ýta börnunum út í at-
vinnumennsku í tónlist, heldur
að nota tónlistina sem tæki til
persónulegs þroska.
Það er nrikilvægt takmark í
kennslunni að bömin missi ekki
áhugann á því að spila. Til þess
að hverja, og auka áhugann eru
börnin látin spila saman og
einnig hvert fyrir annað. Þannig
er hinn félagslegi þáttur virkj-
aður, en hann er líka til staðar í
öðru starfi, eins og til dæmis
sumarnámskeiðum.
Börnin eru aldrei beðin um
að spila verk opinberlega sem
þau ráða ekki við að fullu.
(Hefur ekki mikið af tónlista-
rmenntun farið forgörðum,
vegna þess að nemandinn átti að
spila eitthvað sem hann rétt réði
Andri Stefánsson, ungur Keflvíkingur, einn Suzuki nemenda
leikur á píanóið undir leiðsögn Kristins Arnar Kristinssonar,
kennara. ljósm. pket.
við?)
Einbeiting barnanna er þjálf-
uð. Líkamlega verða þau betur
samhæfð og fá þjálfun í því að
vinna með öðrum, en sérstök á-
hersla er lögð á þroska þeirra
sem einstaklinga.
Hið mikilvægasta er þó gleð-
in sem börnin upplifa við það að
taka þátt í markvissari Iist-
sköpun.
VIÐSKIPTA & ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR ®'S 14717
Smurstöð og
hjólbarðaþjónusta
Björns & Þórðar
Vatnsnesvegi 16 - sími 14546
SKIPAAFGREIÐSLA
SUÐURNESJA
KRANALEIGA
LYFTARALEIGA
SÍMI
Auglýsing í
VÍKURFRÉTTUM
margborgar sig.
W
\ \TRYfi(il\G\FHL\C ISLWDS HF
Umboðsniaður:
Hafnargötu 58 - Keflavík Guðlaugur
Eyjolfsson
Heimasími 12293
1 >48*80
Skrifstofustjóri:
Gunnar
Guðlaugsson
Heimasími 12721
E ALLAR IYGGINGAVÖRUR lárn & Skip
V/ VÍKURBRAUT Sími15404
I r. drepinn Sími 14790 Málning - Gólfteppi Parket - Flísar
Leigubílar - Sendibílar
QQ □ □
T A X I
14141