Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.1991, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 07.11.1991, Blaðsíða 1
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM SíSnBoarW, 101 44. tölublað 12. árgangur Fimmtudagur 7. nóv. 1991 BffRINN KRAFINN UM 43 MIIUÓNIR Stefnur hafa verið birtar Njarðvíkurbæ vegna bæjarábyrgða sent veittar voru Vél- sntiðju Ol. Olsen hf., sem nú er til skipta- meðferðar til gjaldþrota, samtals að fjárhæð um 43 milljónir króna. Um er að ræða kröfu frá Islandsbanka upp á 36 milljónir og frá Iðnlánasjóði upp á tæpar sjö milljónir króna. Að sögn Kristjáns Pálssonar, bæjarstjóra í Njarðvík, telja bæjaryfirvöld sig ekki eiga að greiða kröfur þessar að fullu. Kemur það til af því að bæjaryfirvöld telja að upp- boðsandvirði á eignum þrotabúsins um sjö og hálf milljón, hafi átt að ganga upp í hlut ábyrgðarinnar hjá Útvegsbanka sem þá var. Eins telja bæjaryfirvöld að aldrei hafi verið veitt heimild fyrir því að krafa Iðnlánasjóðs haft verið tekin fram fyrir kröfu Út- vegsbankans. Sem fyrr segir hafa bæði Iðnlánasjóður og Islandsbanki nú stefnt Njarðvíkurbæ og hafa bæjaryfirvöld því ráðið lögmann til að skoða málið. Bæjarstjórn Keflavíkur: Aðsföðugjöld af nýsköpun í atvinnurekstri felld niður Anna Margrét Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks lagði fram tillögu á fundi bæj- arstjómar Keflavíkur á þriðjudag. Var tillagan þess efnis að ekki yrði innheimt aðstöðugjöld af fyrirtækjum fyrstu tvö starfsárin, ef um væri að ræða nýsköpun í atvinnurekstri, þ.e. at- vinnutækifæri sem væm önnur en fyrir væru í bæjarfélaginu. Kom fram í máli Önnu að hún teldi að þetta gæti orðið til þess að frekar væri hægt að koma fótum undir ný atvinnutækifæri í Keflavík. Eftir þó nokkrar umræður um tillöguna var hún samþykkt einrónta 9:0. Á leikskóla í Grindavík Við Túngötu 9 í Grindavík er rekinn IítiII leikskóli þar sem mörg börn koma á hverjum degi og leika sér meðan foreldrar stunda sína vinnu. Litlir árabátar eru vinsælt leiktæki, þó svo þeir þjóni oft hlutverki sandkassa. Ljós- myndarinn okkar, Hilmar Bragi, tók með- fylgjandi mynd af þessari litlu hnátu á dög- unum. hún lék sér ásamt hinum krökkunum í bátnum. en gaf sér þó tíma til að líta upp og horfa glaðlega í linsu myndavélarinnar. Stjórn SSS um áfangaskýrslu um sameiningu sveit- arfélaga: Ekki eðlilegt að þröngur kópur af- greiði mólið Stjóm Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum fjallaði í síðustu viku um á- fangaskýrslu þá er sam- eininganefnd sveitarfélaga á vegum félagamála- ráðuneytis hefur skilað af sér. Var eftirfarandi bókað um ntálið: „Varðandi 26. lið fund- argerðar Sambands ísi. Sveitarfélaga frá 4. okt. 199I leggur stjóm SSS til við Sambandi íslenskra sveitarfélaga að landsþing sambandsins verði kallað sainan til að ræða og álykta um tillögur og áfanga- skýrslu sameiningamefndar sveitarfélaga. Stjórnin telur ekki eðlilegt að þröngur hópur sveitarstjómarmanna á fulltrúaráðsfundi geri á- lyktanir um svo viðamikið mál og afdrifaríkt eins og að fækka sveitaifélögum úr 200 í 25." 30 ný atvinnu- tækifæri til Keflavíkur Sjávariðnaðarfyrirtækið Sjávarréttir hafa ákveðið að flytja alla starfsemi sína frá Þorlákshöfn til Keflavíkur. Er ástæðan sú að þeir ntisstu leigusamning á húsnæði sínu eystra. Munu þeir hafa aðsetur í Básnunt í Keflavík. þar sent Útvegsmiðstöðin var áður til húsa. Með fyr- irtækinu bjóðast 30 at- vinnutækifæri aðallega fyrir konur. Þetta sania fyrirtæki sótti á sarna tíma og Islenskur gæðafiskur, fast eftir að komast inn í Sjöstjörnuhúsið í Njarðvík, en þau ntál gengu ekki upp á þeim tíma. Bæjarábyrgö Njarövíkurbæjar fyrir Vélsm. Ol. Ölsen: AUGLÝSINGAR • RITSTJÓRN • AFGREIÐSLA ® 14727,15717 • FAX ^ 12777

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.