Víkurfréttir - 07.11.1991, Blaðsíða 16
16
Víkurfréttir
7. nóv. 1991
Fréttir/Nýjungar
Námskeið
Fiskvinnslufóik
Verkalýös- og sjómannafélagið
hefur ákveöiö aö halda fisk-
vinnslunámskeið nú í lok nóv-
ember ef næg þátttaka fæst.
Vinsamlega hringiö í síma 15777
á skrifstofutíma fyrir 12. nóv-
ember nk.
Stjórnin
VERSLUM HEIMA
NSn
Hver er
réttur þinn?
Neytendasamtökin halda opinn
fund um hagsmunamál neyt-
enda í kvöld 7. nóvember kl.
20.30. á Flughófeli.
Frummælendur:
Jóhannes Gunnarsson og
Drífa Sigfúsdóttir.
Fundarstjóri: Páll Ketilsson.
Stjórn Neytendafélags
Suöurnesja
Kaupfélagið velur
afgreiðslukerfi frá EJS
Fyrr á þessu ári gerði Sam-
starfsnefnd Samvinnuverslana
útboð vegna fyrirhugaðra kaupa
tíu Kaupfélaga á af-
greiðslukerfi. Kerfi frá Einari J.
Skúlasyni hf., EJS, var sett upp
í Borgarnesi til prófunar. Eftir
ítarlegar prófanir var ákveðið
að ganga til samninga við EJS
og var samningurinn und-
irritaður þann 11. október sl. í
fyrstu munu tuttugu verslanir
víðsvegar um landið taka kerfið
í notkun, þar með verslanir
Kaupfélags Suðurnesja.
Um er að ræða NCR af-
greiðslukassa ásamt strik-
amerkjalesurum og eru kass-
arnir af sömu gerð og Hagkaup
festi kaup á fyrr á árinu. Það
verða því á þriðja hundrað slíkir
afgreiðslukassar í notkun hér á
landi. Kassar kaupfélaganna
munu tengjast Victor tölvum
sem sjá um úrvinnslu ganga s.s.
uppgjör, birgðaskráningu,
verðlagningu, viðskiptamanna-
og félagsskrá o.fl. Það er fyr-
irtækið Rökver sem hannaði
hugbúnaðinn í samvinnu við
EJS.
• Frá undirritun samnings: Örn Andrésson sölustjóri EJS,
Olgeir Kristjónsson framkvæmdarstjóri EJS, Björn Jó-
hannsson ráðgjatl og fulltrúar kaupfélaga Skúli Skúlason og
Guðmundur Búason.
• Ragnhildur Árnadóttir og aðalbókavörður Kópavogs, Hrafn
Harðarson, við móðurtölvuna.
^ Fjölbrautaskóll
' hp Suðurnesja
Öldungadeild
Meistaranám
Innritun á vorönn 1992 fer fram á skrif-
stofu skólans og lýkur 22. nóvember.
í tengslum viö öldungadeild veröur boöiö
upp á almennt meistaranám fyrir allar
iðngreinar. Námiö er skipulagt sam-
kvæmt námskrá Menntamálaráðu-
neytisins frá 1990 og fer kennsia fram frá
kl. 17.00 til 22.00.
Innritunargjaldið ræöst af umfangi
námsins og nemendafjölda en veröur
a.m.k. 9500 kr., eins og í öldungadeild.
Allar nánari upplýsingar gefur skrifstofa
skólans í síma 13100 frá kl. 9.00 til
15.00.
Aðstoðarskólameistari
Tölvuvædd
útlún í
Bókasafni
Keflavíkur
I síðustu viku hóf Bæjar- og
héraðsbókasafnið í Keflavík
tölvuvædd útlán.
Skráð er eftir forriti frá Ara
Richardssyni en tölvuvætt útlán
hefur áður verið reynt í bóka-
söfnunum Kópavogs og Hafn-
arfjarðar með góðum árangri.
Hér í Keflavík hóf Jakobína
Ólafsdóttir skráningu safn-
gagna fyrir tveimur árum síðan
en þegar hún fluttist til Reykja-
vfkur tók Ragnhildur Árnadóttir
við þessu verki.
Notaðar eru tvær PS og ein
PC tölva en móðurtölvan er á
Bæjarskrifstofunum. Safnið
hefur fengið marháttaða hjálp
og fyrirgreiðslu hjá Eiríki Jóns-
syni, tölvumanni Kefla-
víkurbæjar. Að undanskildum
tfmaritum er nú meginhluti
bókakostsins skráður. Marg-
háttuð hagræðing verður af
þessu fyrirkomulagi þegar
starfsfólkið hefur fengið fulla
þjálfun.
Þessi breyting knýr enn frek-
ar á að Keflavíkurbær láti safn-
inu í té viðunandi húsnæði svo
gestir þess geti notið þessarar
þjónustu í mannsæmandi um-
hverfi.
Hilmar Jónsson
• Guðlaug Gunnarsdóttir
tekur við búk frá Erlu Helga-
dóttur í afgreiðslu sal'nsins.