Víkurfréttir - 07.11.1991, Blaðsíða 12
12
Frá Björgunarsveitinni Ægi
Félagsvist aflýst
Vegna liins hörmulega sjó-
slyss við Hornafjarðarós á dög-
unum þegar félagi okkar, Bjarni
Jóhannsson, lét lífið í skips-
skaða, en félaga hans úr Kefla-
vfk er enn saknað, hefur stjóm
Björgunarsveitarinnar Ægis á-
kveðið að fella niður félagsvist
sem vera átti í Sæborgu, húsi
Verkalýðs- og sjómannafélags
Gerðahrepps, í kvöld ki. 20:30
Af óviðráðanlegum orsökum
fellur vistin einnig niður nk.
fimmtudag en þá er húsið upp-
tekið vegna annarrar starfsemi.
Biðjum við fólk að virða þetta
við okkur. Við munum auglýsa
það vel þegar við byrjum aftur.
Stjórn
Björgunarsveitarinnar Ægis
GJALDHEIMTA
SUÐURNESJA
LÖGTAKSÚRSKURÐUR
Aö beiöni Gjaldheimtu Suöurnesja úrskuröast hér meö aö lögtök
geta farið fram vegna vangoldinnar staögreiöslu opinberra
gjalda í Keflavík, Grindavík, Njarðvík, Sandgeröisbæ, Geröa-
hreppi, Vatnsleysustrandarhreppi og Hafnahreppi, þ.e. van-
skilafé, álag og sektir ásamt dráttarvöxtum og kostnaði fyrir
tímabilin 06, 07, 08 og 09 1991 (júní til og meö september 1991),
á grundvelli 1. tl. 1. gr. og 4. gr. laga nr. 29/1885 og 29. gr. laga
nr. 45/1987, sbr. 14. gr. laga nr. 90/1987.
Lögtök geta farið fram aö 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar
þessa ef ekki hafa verið gerö skil fyrir þann tíma.
Keflavík, 4. nóvember 1991.
Bæjarfógetinn í Keflavík,
Grindavík og Njarðvík
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu
GJALDHEIMTA
SUDURNESJA
LÖGTAKSÚRSKURÐUR
Aö kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtu Suöurnesja og
samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveönum 5. þ.m., veröa lögtök
látin fara fram fyrir vangoldnum opinberum gjöldum utan staö-
greiöslu álögöum 1991 í Keflavík, Njarövík, Grindavík, Sand-
gerðisbæ, Geröahreppi, Vatnsleysustrandarhreppi og Hafna-
hreppi, skv. 98. gr., sbr. 109. og 110. gr. laga nr. 75/1981, sbr.
einnig 8. kafla laga nr. 45/1987.
Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, veröbætur á ógreiddan tekju-
skatt, eignarskattur, lífeyristryggingargjald atvr. skv. 20. gr.,
slysatryggingagjald atvr. skv. 36. gr., kirkjugarösgjald, vinnu-
eftirlitsgjald, útsvar, veröbætur á ógreitt útsvar, aöstööugjald,
atvinnuleysistryggingagjald, iönlánasjóösgjald og iðnaðar-
málagjald, sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæöi,
slysatryggingagjald v/heimilisstarfa, sérstakur eignaskattur og
gjald í framkvæmdasjóð aldraðra.
Ennfremur nær úrskurðurinn til hvers konar gjaldhækkana.
Keflavík, 5. nóvember 1991.
Bæjarfógetinn í Keflavík,
Njarðvík og Grindavík.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
* Gistihciniilið
Grindvískt
gistiheimili
í Orlando
Islendingar hafa lengi kunn-
að vel að meta íslenska ferða-
þjónustu á erlendri grund. I
nýjasta vinabæ Keflavíkur. Or-
lando í Bandaríkjunum, tekur
grindvísk kona, Rangheiður Jo-
nes, á móti ferðamönnum. Hún
leigir út tvær fbúðir í ein-
býlishúsahverfi miðsvæðis í
borginni. Stærri íbúðin er með
tveimur svefnherbergjum og
hentar vel fyrir 1-2 fjölskyldur
eða fjóra fullorðna með böm.
Sú minni er sniðin fyrir hjón
eða einstaklinga.
Ragnheiður Jones er búin að
búa í Bandaríkjunum yfir 20 ár,
kom þangað sem „au pair“
stúlka, en er nú gift kona með
fjölskyldu. Þau hjónin keyptu
einbýíishús við hliðina á sínu
húsi og innréttuðu í tvær íbúðir,
sem þau leigja ferðamönnum.
Ragnheiður gaf gistiheimilinu
nafnið Brautarholt.
Aðstaða er öll mjög góð í
Brautarholti. Stór bakgarður
með heitum nuddpotti, kaldri
smálaug, leiktækjum fyrir börn
og góðri sólbaðsaðstöðu. í
næsta nágrenni við heimilið eru
hinir vinsælu skemmtigarðar,
sem börn og fullornir eru jafn
hrifin af, Disney World.
Heimilisfang Ragnheiðar er:
5865 Tomoka Drive, Orlando,
Florída 32809. Sími: 901-407-
859-6827. Fyrir þá sem hafa
faxtæki má benda á faxnúmer
hennar, en það er: 901-407-
856-2328.
• Hulda Lárusdóttir, Einar Ásbjörn Ólafsson, Guðbjörg Fríða
Guðmundsdóttir og Einar Guðniundsson, láta fara vel um sig í
heitum potti á gistiheimilinu.
* Ragnheiður Jones í nióttökunni