Víkurfréttir - 05.03.1992, Page 8
grín ■ gagnrýni ,
■ vangaveltur ■
umsjón: emil páll'
YÍkurfréttir
5. mars 1992
^krvtin nhf^mln leysis er skrýtið að sjá vinnslufyrirtæki með 30
, .Y hvemig opinberir aðilar manns í vinnu og á fjórða
njQ aoilum... standa sig í því að efla eða hundraðtonnaaflakvótaer
viðhalda atvinnu á svæð- að leggja upp laupana sök-
Nú á tímum atvinnu- inu. Á sama tíma og físk- um skorts á fyrirgreiðslu er
verið að útvega stórar fjár-
hæðir til þess eins að ein-
staklingur geti sett á stofn
fyrirtæki er prenta á fígúr-
ur á boli, glös o.fl. þ.h.
...eins og At-
vinnuþróunarfé-
laginu
Þetta stendur At-
vinnuþróunarfélag Suð-
umesja þó á bak við. Eru
þessi vinnubrögð aðeins
vatn á myllu þeirra sem
finnst það félag lítið hafa
gert að gagni fyrir svæðið.
Enda erfitt að sjá til-
ganginn með þessu, á sama
tíma og tugir manns missa
atvinnu sína sökum fyr-
irgreiðsluskorts og því
spurning hvort slíkt ætti
ekki frekar að vera inni á
JLMr ekki kominn tími til að
skreppa suður og gera eitthvað
fyrir sjálfan sig. Kíkja í búðir,
fara í leikhús,koma við á krá
njóta skemmtunar á Hótel
íslandi og fullkomna ferðina
með dvöl á fyrsta flokks hóteli.
Láttu þetta eftir þér, þú átt það
skilið.
Pantanasími 688999.
Grœnt símanúmer 996099
l
ÍSLAND
Ármúli 9, 108 Reykjavík.
borði Atvinnuþróunar-
félagsins, heldur en ntál
eins og það sem sagt er frá
hér á undan.
Njarðvík 50 óra
Mikið er hvimleitt að sjá
það á prenti að Njarð-
víkurbær eða Njarðvíkur-
kaupstaður sé 50 ára, þar
sem það er ekki rétt.
Njarðvík sem bæjarfélag er
aðeins á öðrum tugnum í
aldri, en hins vegar er
Njarðvík sem sjálfstætt
sveitarfélag 50 ára gamalt.
Er þá átt við að liðin séu 50
ár síðan Njarðvíkingar og
Keflvíkingar hættu að vera
saman í sveitarfélagi og
Njarðvíkurhreppur var
settur á stofn, sem síðar
varð bæjarfélag.
Nótirnar sprungu
All nokkur viðbrögð
urðu hjá lesendum vegna
fréttar í síðasta tölublaði
um að nótir loðnubáta
hefðu sprungið. Töldu við-
mælendur þetta vera ljóta
prentvillu. Vegna þess er
rétt að vitna í það sem
stendur á bls. 472 í ís-
lenskri orðabók Menn-
ingarsjóðs. „nót, -ar, næt-
ur (nótir) kv. 1 stórt
fiskinet: dragnót, herpi-
nót." Á þessu sést að hér er
ekki um ranga orðanotkun
að ræða, þó flestir þeir sem
þekkja til við sjávarsíðuna
tali almennt um nætur, en
ekki nótir.
Matvöruverslun í
miöbœnum
Tveir ungir menn eru
þessa dagana að undirbúa
opnun nýrrar mat-
vöruverslunar þar sem
Nonni & Bubbi voru áður til
húsa við Hringbraut í
Keflavík. Horfa margir í-
búar neðan og ofan Hring-
brautar tilhlökkunaraugum
til þess. Sem kunnugt er
hefur íbúðum fjölgað mjög
á litlu svæði í miðbænum,
nú á stuttum tíma, án þess
að fólkið þar hafi haft kost
á að komast í mat-
vöruverslun í hverfinu.
Sprengjubollur?
Menn við Kefla-
víkurhöfn veittu því athygli
á mánudag að bíll ók mjög
varlega frameftir hafn-
argarðinum í Keflavík og
rétt utan við garðinn var
varðskip, sem þegar sendi
léttabát að landi. Datt
mönnum helst í hug að
þarna væri verið að ferja
sprengjur um borð í varð-
skipið, sökum þess hve var-
lega var farið nteð farminn
sem var í nokkrum kössum.
Er betur var að gáð kom í
ljós að hér var á ferðinni
sending úr bakaríi þ.e. boll-
ur í tilefni bolludagsins.
NYJ4 Hfc SÍMI 11120 ÍUTCH
Grínmyndin D
„DtlTCH er eins og Home Alone með Bart Simpson..."
★ ★★* P.S.-TV/LA.
★ ★ ★ iÖS.DV
Aðalhlutverk: Ed O’Neill, Ethan
Randall og Richard Vane.
Þegar framleiðandinn John Hughes (Home alone)
og leikstjórinn Peter Faiman (Crocodile Dundee)
taka höndum saman getur útkoman ekki orðið
önnur en stórkostleg grínmynd.
Sýnd föstudag kl. 9
Sýnd sunnudag kl. 5 og 9.
ALDREI ÁN DÓTTUR MINNAR sýnd í kvöld,
fimmtudag kl. 9. Síðasta sinn.
LEITIN AÐ TÝNDA LAMPANUM sýnd sunnudag
kl. 3. Verð 200 kr.
Black & decker
602 rafhlööuborvél
7.992.-
JÁRN & SKIP v/Víkurbraut Sími 15405