Víkurfréttir - 05.03.1992, Blaðsíða 10
10
Menning
Yikurfréttir
5. mars 1992
Golfarar!
Golfarar!
Stóri dagurinn
nálgast
Árshátíðin verður haldin í golfskálanum
föstudaginn 13. mars og hefst hún kl. 19.30
með fordrykk.
Þríréttaður matseðill. Glæsilegt happdrætti.
Sprell og gamanmál. Hljómsveit leikur fyrir
dansi.
Fyndið miðaverð, aðeins kr. 1.900.
Pantið miða hjá Garðari í síma 12346, Páli
14717/13707 eða Einari 14535 fyrir fimmtu-
daginn 12. mars nk.
Félagar fjölmennum og byrjum golfvertíðina
á góðri árshátíð.
Skemmtinefnd
Söngfólk á Suðurnesjum:
EINSTAKT TÆKI
FÆRI í APRÍL
Sinfóníuhljómsveit íslands
kemur til Ketlavíkur í endaðan
apríl og heldur tónleika í Iþrótta-
húsinu þar í ba\ Borist hef'ur boð
frá hljómsveitinni að söngfólk af
Suðurnesjum syngi á tónleikun-
um tvo óperukóra, annan úr Aidia
og hinn úr Don Carlos. hvort
tveggja eftir Vcrdi.
Það eru stjórnendur starfandi
kóra sem munu undirbúa fólk og
kenna raddir, en báðir kórarnir
verða sungnir á íslensku. Þeir sem
vilja grípa þetta einstaka tækifæri
að fá að syngja með Sinfóníu-
hljómsveitinni, mæta á fyrstu æf-
ingu sem hér segir:
Sópranar mæti í Ytri-Njarð-
vtkurkirkju til Gróu
Altar mæti í Tónlistarskólann
í Keflavík til Sigvalda
Tenórar mæti í Keflavíkur-
kirkju til Einars Arnar
Bassar mæti í Safnaðarheimili
Innri-Njarðvíkur til Siguróla.
Fyrsta æftng verður á sunnu-
daginn 8. mars kl. 16:00! Þá mæti
hver eins og honum ber sam-
kvæmt þeirri rödd er hann/hún
syngur.
Það skal ítrekað enn. að allir
sem geta sungið, þó þeir séu ekki
starfandi í kórum nú sem stendur,
ættu gjarnan að vera með.
Með Söngkveðju frá stjórn-
endum.
Söngleikurinn „Gull
brá og birnirnir þrír
I dag, fimmtudaginn 5. mars kl.
17.00, munu nemendur úr Tón-'
MBH
Trimform-Heilsubót
Garðbraut 8-sími 27030
Við rekum, stofu með Trimform tæki. 5 mánaða reynsla
hefur sannfært okkur um notagildi þess við endw'hæf-
ingu ýmis konar, s.s.: vöðvabólgu, stífum hnakka og
háls, frosnum öxlum, tennisolnboga, handadoða og
fótasveppum.
Einnig er Trimform árangursríkt við grenningu.
Verið velkomin
Vignir Bergmann og Jónína Hólm
listarskólanum í Keflavík sýna
söngleikinn „Gullbrá og birnirnir
þrír“ á sal skólans að Austurgötu
13.
Nemendumir hafa verið að æfa
þennan skemmtilega söngleik
undanfamar vikur og hafa sýnt
hann fyrir börn á leikskólunum í
Keflavík. Þessi sýning í dag er sú
eina sem almenningi gefst kostur
á að sjá. A niorgun, föstudaginn
6. mars, verður söngleikurinn
sýndur fyrir nemendur úr Myllu-
bakkaskóla og er það sam-
starfsverkefni skólanna í tilefni af
ári söngsins. Þar verður einnig
fjöldasöngur við undirleik nem-
enda tónlistarskólans.
aMgaavaaiiaiM
mmm
• Frá söngleiknum um Gullbrá og birnina þrjá.
íslenski lífeyrissjóðurinn
- Séreignasjóður í umsjá Landsbréfa lif.
Öllum íslendingum ber skylda til að greiða í lífeyrissjóð. Þeir sem ekki verða lögum samkvæmt að vera í ákveðnum
lífeyrissjóði, geta greitt allt framlag sitt í íslenska lífeyrissjóðinn. Allir einstaklingar, sem samkvæmt lögum greiða
í aðra lífeyrissjóði, geta greitt viðbótariðgjald í sjóðinn.
Framlag hvers sjóðfélaga og mótffamlag atvinnurekenda, auk vaxta og verðbóta,
er séreign hans og nýtist henum einum eða erfingjum hans.
Árið 1991 skilaði sjóðurinn 8,11% ávöxtun umfram lánskjaravísitölu.
Sótt er um aðild að Islenska lífeyrissjóðnum á sérstökum eyðublöðum
sem liggja frammi hjá Landsbréfum og umboðsmönnum Landsbréfa
í útibúum Landsbanka Islands um allt land.
LANDSBRÉF H.F.
—
Landsbankinn stendurmed okkur
Sudurlandsbraut 24. 108 Reykjavik, sími 91-679200. fax 91-678598 *
Löggilt verdbréfafyrirtæki. Aðili ad Verðbréfaþingi íslands. <