Víkurfréttir - 05.03.1992, Side 17
Ýmsir halda því fram að hin
bókelska, íslenska þjóð sé á góðri
leið með að verða ólæs. Kannanir
meðal bama og unglinga benda
ótvírætl til þess að almennur bóka-
lestur æskunnar hafi dregist veru-
lega saman og sé á hröðu undan-
haldi. Þetta hlýtur að vera öllum
áhyggjuefni því reynist grunsemdin
rétt er vá fyrir dyrum. Bandaríkja-
menn viðurkenna opinberlega að
ólæsi sé eitt af höfuðvandamálum
þjóðarinnar. Svipaður tónn er farinn
að heyrast meðal Evrópuþjóða.
Kennarar á íslandi telja sig vera
áþreifanlega vara við vaxandi erf-
iðleika nemenda við lestur. Afleið-
ingarnar eru líka æpandi. Nemendur
dragast aftur úr í öllu námi, félags-
leg vandatnál spretta upp, heima-
lærdómur verður illa læsum börnum
erfiður með hörmulegum afleið-
ingum fyrir börnin. Gildir þetta
bæði um böm í grunn- og fram-
haldsskóla.
Þó að unglingur geti sæmilega
kveðið að þarf hann ekki endilega
að vera full læs. Sá er sjaldan grípur
til bókar dettur úr allri æfingu, rétt
eins og fþróttamenn, með þeim af-
leiðingum að honum reynist erfitt
að lesa. þó ekki væri nema með-
alþunga bók. Vandamál af þessum
toga vex hraðbyri meðal íslenskra
ungmenna.
ÞROTLAUS
MÖTUN OG
SLJÓLEIKI
Hvaða skýringar má svo ftnna á
þeirn dapurlegu lýsingum sem
gefnar eru hér að framan? Svarið er
ekki einhlítt. Rannsóknir benda þó
eindregið til þess að vaxandi sjón-
varpsgláp, stöðug hlustun á síbylju
af hæsta styrkleika og annað í þeim
dúr haft hreinlega svipt ungdóminn
lönguninni til að lesa bók sér til af-
þreyingar. Þetta þýðir m.ö.o. að
persónuleg og sjálfstæð upplifun
bókalestrar hefur verið leyst af
hólnti með sljóvgandi mötun.
Vitaskuld getur verið bæði gagn
og gaman af fjölmiðlamenningu.
Um hana gildir þó eins og flest
annað að öfgar geta verið vara-
samar. Og þegar við eftirlátum
börnum okkar stöðuga mötun og
gláp erum við að beygja okkur undir
öfgar. Þá erum við hreinlega að
svíkja börnin okkar. Þá erum við að
ýta undir það að barn okkar verður
illa læst með þeim afleiðingum að
nám þess og framtíð verður mun
erfiðari en ella. Stóra spurningin er
því sú: VILJUM VIÐ TRYGGJA
FRAMTÍÐ BARNA OKKAR?
Enginn efast um svar foreldra við
þessari spurningu. Vandinn snýst
líklega frentur um það hvað for-
eldrar og ástvinir bama og unglinga
eru tilbúnir að leggja á sig til að gera
æskuna læsa. Og það þarf ekki svo
mikið til - vilji er allt sem þarf.
SAMSTARF
SKÓLA OG
HEIMILA
Kennarar á Suðumesjum hyggj-
ast á næstu misserum snúa vörn í
sókn þar sem markmiðið er aðeins
eitt: að efla bókalestur og lestr-
arkunnáttu. Segja má að bókin,
hvaða nafn sem hún ber, sé sá
kennari sem bestan árangur gefur.
Með því að lesa einhvem texta lærir
einstaklingurinn að hugsa, skilja
mál, skrifa og þroska vitund sína.
Þess vegna ber okkur öllum skylda
til að hvetja alla til lestrar. Þess
vegna stöndum við að LESTR-
ARVAKNINGU Á SUÐUR-
NESJUM.
Með því átaki er ætlunin að
hvetja nemendur hressilega til að
lesa bækur í þeirri vissu að bóka-
lestur tryggi betri árangur í námi.
Þessu markmiði verður aldrei náð
nema kennarar og foreldrar taki
höndum saman. Nemendur munu
verða áþreifanlega varir við aukna
áherslu á bókalestur í skólunum. Til
þess að einhver árangur náist verða
foreldrar og ástvinir barnanna að
leggja sitt að mörkum heima við.
Það má gera með ýmsum hætti og
munu foreldrar fá sendan heim
bækling þar að lútandi. Við hvetjum
alla Suðumesjabúa til að kynda
undir Lestrarvakningu á Suð-
urnesjum og stuðla þannig að ham-
ingjuríkari framtíð barna okkar.
Lestrarkunnátta er almennt við-
urkennd sem undirstöðuatriði í allri
menntun - á henni mótast sá grunn-
ur sem framtíð unglinga byggir á .
Sá sem ekki nær góðum tökum á
lestri á minni möguleika á að stjórna
framtíð sinni. Og þjóð, sem er ólæs,
verður undir í harðri alþjóðlegri
samkeppni.
TÖKUM HÖNDUM SAMAN
- LESUM SAMAN.
Á næstu vikum verður hægt að
fylgjast með á síðum fjölmiðla því
helsta sem á döfinni verður í
LESTRARVAKNINGU Á SUÐ-
URNESJUM.
Fólk er hvatt til að fylgjast með
þessu og láta í sér heyra.
MÆLSKUKEPPNI: Öllum er
mjög mikilvægt að geta óhikað tjáð
í máli hugsun sína og skoðanir.
Mælskukeppni virðist höfða mjög
til unglinga. f LESTRARVAKN-
INGUNNI verður háð mælsku-
keppni milli grunnskólanna á Suð-
umesjum. Að undangenginni for-
keppni í hverjum skóla mætast lið,
skipuð einum fulltrúaúr 8. einum úr
9. og einum úr 10. bekk í átta liða
úrslitum. Um er að ræða út-
sláttarkeppni. Fyrsta umferð verður
1. apríl nk.. önnur umferð 30. apríl
en úrslitin fást þann 8. maí. Þá
verður krýnd mælskusveit grunn-
skólanna á Suðurnesjum. Dóm-
gæslu annast Kormákur. Mál-
fundafélag FS.
VEGGSPJÖLD: Dagana 5.-20.
mars veröur efnt til samkeppni um
veggspjöld í skólum á Suðurnesj-
um. Viðfangsefnið á að tengjast
þema vakningarinnar. bókaleslri. en
að auki er ætlast til að á spjöldunum
verði minnt á M-hátíð á Suð-
urnesjum. Samstarf hefur tekist við
M-hátíðarnefndir sveitarfélaganna
oe menntamálaráðunevtisins um að
LESTRARVAKNINGIN verði
hluti af Menningarhátíð á Suður-
nesjum. Haldín verður sýning á
spjöldunum og þeim bestu dreift um
svæðið.
LJÓÐASAMKEPPNI: Með
Ijóðitsamkeppni skólanna er leitast
við að sinna skáldinu sem býr í
okkur öllum. Innan skólanna verða
nemendur fengnir tii að yrkja og
beslu ljóðin úr hverjum skóla síðan
geftn út í bókarfonni. I byrjun maí
eiga bestu ljóð úr hverjum skóla að
liggja fyrir en stefnt er að útgáfu
bókarinnar í september næsta
haust.
SMÁSÖGUR: Um svipað leyti
og Ljóðabók skólanna kemur út í
september hefst smásagnasam-
keppni innan skólanna með svipuðlt
sniði og ljóðasamkeppnin. Urval
sagna verður gefið út í bók í byrjun
desember 1992.
LESTRARÞEYSA: Með lestr-
arþeysunni er stuðlað að bókalestri
nemenda. Ákveðið hefur verið að
efna til þeysu milli nemenda fjórðu
bekkjar grunnskólanna og fær sá
bekkurinn, sem mest les á tilteknu
tímabili, vegleg bókarverðlaun sem
Félag tslenskra bókaútgefenda
leggur til.
SKÁLD AHEIMSÓKN: Skól-
aniir munu hafa samstarf um að fá
vinsæla og þekkta rithöfunda til að
koma í heimsókn og lesa úr verkum
sínum fyrir nemendur.
KYNNINGARRIT TIL FOR-
ELDRA: I byrjun mars munu allir
nemendur á Suðumesjum bera heim
til foreldra sinna bækling með vin-
samlegum ábendingum til foreldra
um hvernig foreldrar geta stuðlaða
að auknum bókalestri barna sinna.
Við hvetjum alla til að kynna sér
bækling þennan og umfram allt að
reyna einhver af ráðum hans. Við-
horf og hvalning foreldra skipta
mestu máli um áhuga æskunnar á
bókalestri. Þannig stuðla foreldrar
að velgengni barna sinna í nárni.
Hvernig væri að gefa sjálfum sér og
barninu smáfrí í viku hverri frá
sjónvarpsglápinu?
STARFIÐ INNAN HVER.S
SKOLA: Auk þess sem hér hefur
verið tíundað verður heilmargt ann-
að gcrt innan skólanna til að efla
þroska nemenda með bókalestri. Má
þar t.d. nefna hljóðlestur í ftmmtán
ntínútur á degi hverjum þar sem
nemendur, kennarar, húsverðir og
aðrir í skólunum lesa sér til
skemmtunar einhverjar bækur í
hljóði, sögubækur, fræðibækur eða
aðrar þær bækur sem hver og einn
kýs. Þá verður í einhverjum skólum
valin bók mánaðarins, hún lesin og
rædd. skiptibókamarkaður o.s.frv.,
o.s.frv.
Svo sem sjá má af ofanrituðu
verður margt um að vera í því skyni
að cfla almennan bókalestur. Mark-
miðiö er augljóst. Hins vegar er á-
takið dæmt tii að mistakast ef ekki
kemur til góð og jákvæð hvatning
frá heimilunum og umhverftnu öllu.
Verum samtaka um að eila bókina,
börnum okkar og okkur sjálfum til
yndis, ánægju og aukins þroska.
Fyrir hönd SKÓSUÐs
Hjálmar Árnason
Gylfi GuSmundsson
VIÐSKIPTA & ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR AUGLIS
FAX
12777
Blómastofa
Guðrúnar
Hafnargötu 36 - Sími 11350
Opiö virka daga ..9-18
Laugard..........10-16
Sunnud...........12-14
Vikurfréttir
SKIPAAFGREIÐSLA
SUÐURNESJA
KRANALEIGA
LYFTARALEIGA
SÍMI
Opiö í hádeginu
Viðtalstímar bæjarstjóra
eru sem hér segir:
Alla virka daga nema
þriöjudaga
kl 9.00- 11.00
Viðtalstími forseta
bæjarstjórnar:
kl. 9-11 á þriöjudðgum
Bæjarstjórinn t' Keflavik
HÓPFERÐIR 8-20 manna bílar í allar tækifærisferðir FERÐAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA SÍMI 985-35075
>r ''TVjk/f VÁTRYGGIVGAFELAG ISIAMIS HF ▼ Umboðsmaður: Hafnargötu 58 - Keflavík Guðiaugur Eyjólfsson Heimasfmi 12293 1 •48,80 GunnajOfUStJ0ri “ * Guðlaugsson Heimasími 12721
14717
ALLAR
BYGGINGAVÖRUR
Járn & Skip
V/ VÍKURBRAUT
Sími15405
r: dropinn
Sími14790
Málning - Gólfteppi
Parket - Flísar
EKKI ER
VIKA ÁN
VÍKUR-
FRÉTTA